Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FIMMTUDAGUR 16. mars 2023 Khaled lýsir stíl sínum sem blöndu af klassískum og nútímalegum. Honum finnst skipta miklu máli að koma vel fyrir. MYNDIR/AÐSENDAR Trúir því að tískan sé hvetjandi og valdeflandi fyrir fólk Khaled Djouihel er ungur alsírskur maður sem varð ástfangin af einstöku landslagi Íslands, menningunni og fólkinu og ákvað að gera landið að heimili sínu. Khaled elskar tísku, hann leggur mikla áherslu á að koma vel fyrir og sést það á fatavali hans sem er alltaf úthugsað. Khaled hefur búið á Íslandi í sjö ár og segist hafa notið hverrar mínútu sem hann hefur dvalið hér á landi. „Þessi hrífandi náttúrufegurð, lifandi menning og samfélag sem býður mig velkominn hafa gert Ísland að stað sem er ótrúlegt að geta kallað heimili mitt. Mér finnst gaman að skoða landsbyggðina um helgar, smakka nýjan íslenskan mat og taka þátt í sjálfboða- og félagsstarfi. Lífsgæðin hér eru sannarlega einstök og ég er þakk- látur fyrir að vera hluti af svo kraft- miklu og hvetjandi samfélagi,“ segir hann. Khaled segist njóta þess að verja frítíma sínum með hundinum Freyju, ferðast og kynnast ólíkri menningu. „Ég hef líka mikinn áhuga á ljósmyndun og nýt þess að taka myndir af landslagi og dýrum. Mér finnst líka gaman að gera til- raunir í matargerð og prófa nýjar uppskriftir í frítíma mínum. Þessi áhugamál gefa mér færi á að slaka á, læra nýja hluti og fá útrás fyrir sköpunargáfuna.“ Mikilvægt að koma vel fyrir Khaled vinnur í þjónustugeiranum og sérhæfir sig í þjónustu við við- skiptavini. „Ég nýt þess að eiga samskipti við viðskiptavini og legg mig alltaf fram um að koma vel fyrir. Hvort sem ég er að vinna á hóteli eða að aðstoða viðskiptavini í verslunum. Ég tel að það að koma vel fyrir og vera aðgengilegur sé lykillinn að því að því að veita framúrskarandi þjónustu,“ segir hann. Þessi viðhorf Khaleds sýna sig meðal annars í því að hann er allt- af f lottur í tauinu og hugsar út Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Justin Bieber kátur í bútasaums­ teppinu góða. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY thordisg@frettabladid.is Kanadíski söngvarinn Justin Bie- ber mætti til leiks sveipaður litríku bútateppi yfir svört jakkaföt sín í eftirpartí tímaritsins Vanity Fair eftir afhendingu Óskarsverðlaun- anna á mánudaginn. Hann sýndi teppið þó ekki á rauða dreglinum þar sem hann gekk ekki heldur með eiginkonu sinni, fyrirsætunni Hailey Bieber. Hjónin hafa verið í fréttum undanfarið eftir að út spurðist að Hailey og vinkona hennar, fyrir- sætan Kylie Jenner, hefðu gert gys að augabrúnum söngkonunnar Selenu Gomez á samfélagsmiðl- inum Tik Tok í enda febrúar. Sel- ena er fyrrverandi kærasta Justins Bieber sem kann því illa þegar fólk er lagt í einelti og hefur verið sagður ósáttur við konu sína vegna þessara meintu illdeilna. Hann var sagður líta út fyrir að vera hrelldur þetta kvöld á Óskarnum. Í kjölfarið hefur Hailey misst yfir milljón fylgjendur enda þóttu ummæli hennar hatursfull. Justin hefur líka fengið að kenna á þessu ljóta baktali og meðal annars kyrj- uðu áhorfendur „Til fjandans með Hailey Bieber“ þegar hann steig á svið með Don Toliver. Í millitíðinni hefur söngvarinn þó birt myndir af þeim hjónum til að sýna að hann stendur með konu sinni og skrifað við eina þeirra: „Luv u baby.“ n Tepptur í partíi 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.