Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 9
Auglýsingin hefur þegar náð yfir 23 millj- ónum birtinga á sam- félagsmiðlinum. olafur@frettabladid.is Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, segir síðasta ár hafa verið mjög gott í bílasölu. Úlfar var gestur Markaðarins á Hringbraut í gær „Það kemur okkur dálítið á óvart en þetta ár fer líka mjög vel af stað, sérstaklega með tilliti til þess að í nóvember og desember seldist tals- vert af bílum, sérstaklega rafmagns- bílum, af því að ákveðið var að setja fimm prósent vörugjöld á rafmagns- bíla og draga úr afslætti af tengdum virðisaukaskatti nú um áramótin. Janúar og febrúar hafa farið vel af stað þannig að þrátt fyrir allt sem er í gangi lítur árið ágætlega út.“ Úlfar segir bílaumboðin ekki setja allar þessar hækkanir út í verðið, álagningin sé að minnka, en síðasta ár hafi verið það gott að í þessu ástandi nú sé borð fyrir báru. En hvað með vaxtahækkanir, eru þær ekkert farnar að bíta? „Ekki sjáum við það enn þá. Leig- urnar verða áfram mjög sterkar. Við heyrum frá báðum íslensku f lug- félögunum og síðan eru 25 erlend flugfélög sem fljúga til Íslands. Það er mjög mikil eftirspurn eftir Íslandi hjá erlendum ferðamönnum þannig að hlutur bílaleiga á markaðnum er ekki að minnka. Svo má ekki gleyma því að um 75 prósent þeirra sem kaupa nýja bíla á Íslandi eru 50 ára og eldri. Vaxta- hækkanirnar hafa kannski minni bein áhrif á þennan hóp en yngra fólkið. Kaupmátturinn er hjá 50 ára og eldri.“ n Fimmtugir og eldri með kaupmáttinn Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi Skattskrár og virðisaukaskattsskrá vegna tekjuársins 2021 Skattskrár yfir álagða skatta á tekjur einstaklinga og lögaðila á árinu 2022 vegna tekna ársins 2021 ásamt virðisaukaskattsskrá þess árs eru til sýnis dagana 16. mars til 30. mars 2023, að báðum dögum meðtöldum, á almennum starfs­ stöðvum Skattsins utan Reykjavíkur en í Reykjavík í Tollhúsinu Tryggvagötu 19. Auglýsing þessi er birt, skv. 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og 46. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt. Reykjavík, 16. mars 2023 Ríkisskattstjóri Auglýsingaherferðin Mottumars fór á óvænt flug erlendis eftir að Haraldur Þor- leifsson frumkvöðull deildi henni með fylgjendum sínum á Twitter. „Með hreinum ólíkindum að fylgjast með þessu,“ segja höfundar her- ferðarinnar. Árlegu árvekni- og fjáröflunarátaki Krabbameinsfélagsins, undir yfir- skriftinni Mottumars, var ýtt úr vör í síðustu viku en átakið er ætlað til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini í körlum. Auglýsingastofan Tvist hefur veg og vanda af herferðinni í ár og segja stofnendur stofunnar gríðarlega mörg handtök liggja að baki mark- aðsefni af þessari stærðargráðu. „Samtalið við Krabbameinsfélag- ið hófst í lok síðasta árs en svo tók við hugmyndavinna í janúar. Þá fór átakið fyrst að taka á sig mynd og undirbúningurinn fór á fullt,“ segir Sigríður Ása Júlíusdóttir, grafískur hönnuður og einn af höfundum her- ferðarinnar. Hún segir það vissulega mikla ábyrgð að leiða Mottumars því her- ferðin sé með þeim stærri ár hvert á Íslandi. „Þetta er mikill heiður því Mottu- mars er orðinn þannig vörumerki að okkur leyfist að fara í mjög frum- legar áttir með þetta alvarlega mál- efni.“ Kári Sævarsson, annar af eig- endum Tvist, segir herferðina bein- ast að frestunaráráttu karla í ár. Sú hugmynd hafi legið beint við og kviknað mjög snemma í ferlinu. „Fyrir Mottumars þá skiptir máli að vera með réttu blönduna af fersk- leika en passa samt upp á að efnið rími við það sem herferðin hefur tekið fyrir áður. Vegna þess hversu vel hefur tekist til hingað til, þá leyfist okkur að leika okkur að og grínast með þetta erfiða og þunga viðfangsefni. Það eru heilmikil verðmæti fólgin í því fyrir vöru- merkið.“ Enda séu allir til í að taka þátt í verkefninu þegar eftir því er leitað að hans sögn. Hvort sem um er að ræða þjóðþekkta einstaklinga eða tæknifólk sem vinnur á bak við tjöldin. „Málefnið snertir alla og hefðin í kringum skilaboðin er svo falleg,“ segir Kári. Auglýsingin fór í loftið í síðustu viku en eftir að einn af leikur- unum, Haraldur Þorleifsson, deildi henni á samfélagsmiðlum fór hún á gríðarlegt flug erlendis, með ófyrir- séðum afleiðingum. Stærsta ástæða þessarar miklu útbreiðslu er að tíst Haraldar kom beint í kjölfar frægrar ritdeilu hans og bandaríska auðkýf- ingsins Elon Musk, einmitt á Twit- ter. Auglýsingin hefur þegar náð yfir 23 milljónum birtinga á samfélags- miðlinum. „Það hefur verið með hreinum ólíkindum að fylgjast með þessu. Og sjá öll þessi viðbrögð fólks sem hvorki skilur það sem sagt er né tengir við séríslenskar tilvísanir í auglýsingunni,“ segir Kári. „Við rukum til og settum enskan texta í loftið þegar við sáum hvað var að gerast. En komumst um leið að því að Mottumars á auðvitað erindi við fólk um allan heim, þótt skilaboðunum hafi verið beint að Íslendingum sérstaklega. Það tengja allir við þessa sammann- legu frestunaráráttu í tengslum við heilsu. Enda var það hugsunin með herferðinni,“ segir Sigríður. „Mottumars tekst alltaf að aftengja ákveðnar sprengjur sem umlykja þetta málefni, ef svo má að orði komast,“ bætir Kári við. „Þetta er herferð sem vekur fólk ekki bara til til umhugsunar, heldur vonandi breytir hegðun þess. Þar liggur galdurinn og við erum óskap- lega stolt af því að hafa tekið þátt í þessu,“ segir Kári. n Íslenskt átak óvænt fyrir sjónir milljóna Kári Sævarsson og Sigríður Ása Júlíusdóttir, stofnendur auglýsinga- stofunnar Tvist, segja augljóst að boðskapur Mottumars eigi erindi við fólk um allan heim. MYND/AÐSEND Guðmundur Gunnarsson ggunnars@ frettabladid.is Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull FRÉTTABLAÐIÐ MARKAÐURINN 916. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.