Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 36
Gagnrýnendur hafa fellt dóm sinn. The Last of Us er ein af bestu sjónvarpsþáttaseríum seinustu ára. Hún er líka sönnunargagn um það að tölvuleikir, eins The Last of Us, geti sagt fyrirtaks sögu og verið góður efniviður til að byggja annað menningarefni á. Hér eru aðrir tölvuleikir sem Fréttablaðinu finnst þarft að gera sjónvarpsþætti eftir. kristinnhaukur@frettabladid.is Við þurfum meira svona Pedro Pascal og Bella Ramsey hafa heillað sem Joel og Ellie. The Last of Us kom út árið 2013 og þykir með betri hryllingstölvu- leikjunum. Full Throttle Innan um click-and-play hittara Lucas Arts á borð við Monkey Island og Sam & Max kom költarinn Full Throttle. Leikurinn fjallar um mótorhjólagæjann Ben sem er sakaður um morð. Þrátt fyrir að leikurinn gerist í heimi mótorhjólagengja þá hefur leikurinn andrúms- loft film noir því Ben þarf að rannsaka málið til að hreinsa nafn sitt af ódæðinu. Lítið mál er að snara leiknum yfir á sjónvarpsskjáinn. Það eina sem þarf að gera er að kalla saman þá sem komu að hinum geysivinsælu þáttum Sons of Anarchy og bæta Nicholas Cage við sem Ben. Fallout Af hverju ekki að búa til aðra seríu um heimsendi eins og The Last of Us? Kannski er það Covid-19 að kenna, eða verð- bólgunni, að heimurinn virðist vera mjög móttækilegur fyrir að horfa á sjónvarpsefni um tortímingu mannkyns. Fallout- leikirnir fjalla um hvernig heimurinn lítur út eftir kjarn- orkuvetur og hvernig stökk- breytt skorkvikindi kjamsa á síðustu tvífætlingunum. Sé sett nægilegt fjármagn í tækni- brellurnar og getur þetta ekki klikkað. Sérstaklega ekki ef Pedro Pascal verði ráðinn sem aðalhetjan. Football Manager Á hverju ári gefur Sports Interactive út nýja út- gáfu af Football Manager, áður Championship Manager, þar sem hægt er að taka við stjórnar- taumunum hjá knattspyrnuliði og hefja það upp til skýjanna. Eða fara með það í ræsið. Það verður aldrei hægt að toppa þættina Mike Bassett Team Manager þegar kemur að gamanþáttum um fót- boltastjóra. Þess vegna þarf Football Manager að vera þættir um fíkn. Þar sem sýnt er hvernig ungur drengur, leikinn af Timothee Chalamet, byrjar að fikta við FM en endar svo með því að eyða lífi sínu fyrir framan skjáinn við að reyna að gera Hull City að Evrópumeisturum. The Sims Vinsældir kvikmyndanna The Matrix og The Truman Show sýndu okkur að fólk hefur áhuga á að sjá venjulegt fólk búa í sýndarveruleika. The Sims gæti orðið krassandi vísinda- hrollvekja eða jafnvel veruleika- sjónvarp þar sem grunlausum sakleysingjum er stýrt af siðlausum brúðumeistara til að fullnægja sínum sjúku fýsnum. Hvað gerist ef ég fjarlægi allar hurðirnar og gluggana í húsinu? Byrja þau að éta hvert annað? EVE Online Sem Íslendingar getum við ekki sleppt því að minnast á EVE Online, einhverja okkar þekktustu útflutningsafurð síðan Snorra Edda kom út. Nördar flykkjast til landsins á risastórar ráð- stefnur og festa jafn vel ráð sitt á þeim. Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að ekki er víst að þættirnir yrðu mjög spennandi. Þeir gætu einnig orðið ansi einhæfir því EVE Online snýst að stórum hluta um stöðugan námagröft á járn- grýti. Sennilega yrðu þættirnir meira í ætt við norskt „slow-TV“ frekar en Star Trek. Red Dead Redemption Borðleggjandi er að gera sjónvarpsþáttaröð byggða á sögu vestranna Red Dead Redemption og ekki síður Red Dead Redemption 2. Frásagn- arlist og persónusköpun leikjanna er langtum framar nokkru sem Sergio Leone eða John Ford sendu frá sér. Drama, spenna og grín í bland. Hér er efniviður í margar og langar seríur en vanda þarf leikaravalið. Brad Pitt yrði góður sem hetjan Arthur Morgan og Jeff Bridges sjálfkjörinn sem illmennið Dutch. 20 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.