Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 11
Ríkisskattstjóri
Sýslumaðurinn á Vesturlandi
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum
Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
Sýslumaðurinn á Austurlandi
Sýslumaðurinn á Suðurlandi
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum
Greiðsluáskorun
Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil
nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar:
Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 15. mars 2023, virðisauka-
skattur sem fallið hefur í eindaga til og með 6. mars 2023 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa
í eindaga til og með 15. mars 2023, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í
tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bif-
reiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri
framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum,
skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, ofgreiðslu stuðnings
úr ríkissjóði vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa
markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru:
Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatrygg-
ingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan
fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sér-
stakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum
og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda.
Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis-
sjóð er 13 þúsund kr. fyrir hvert fjárnám. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað.
Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt,
áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrir-
vara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum
þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verð út sérstök
greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur
15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum.
Reykjavík, 16. mars 2023
Þorsteinn
Pálsson
n Af Kögunarhóli
Formaður efnahags- og viðskipta-
nefndar Alþingis sagðist á dögum
trúa á krónuna. Hér verður ekki
gert lítið úr trúarsannfæringu í
stjórnmálum. Trú á frelsi og lýð-
ræði er til að mynda mikilvæg
grundvallarhugsun.
Trú á gjaldmiðla er f lóknara
dæmi. Það sést best á því að
þeir sem trúa á gömlu krónuna
missa allir trúna þegar kemur
að útf lutningsfyrirtækjum og
þeim best settu í samfélaginu.
Þá segir köld rökhyggjan: Þeim
leyfist að nota evrur og dollara
af því að það er hagkvæmara. Að
blanda saman trú og rökhyggju í
gjaldmiðilsmálum er álíka snúið
og að hræra saman olíu og vatni.
Afleiðingin er misrétti og kergja
þótt vel gangi að öðru leyti.
Þetta er eins og ef boðskapur
biskups væri sá að einungis þeir
best stæðu mættu njóta kærleika
þess sem er í upphæðum. Aðrir
yrðu að gera sér að góðu þann í
neðra.
Evra fyrir suma
Í síðustu viku hóf formaður þing-
flokks Samfylkingar umræðu á
Alþingi um vexti og verðbólgu og
formaður Sjálfstæðisflokksins var
til andsvara.
Flokkur málshefjanda setti
nýlega í biðflokk hugmyndafræði
um jafnrétti í gjaldmiðilsmálum
vegna brýnni úrlausnarefna í
samgöngumálum og heilbrigðis-
málum.
Málshefjendur voru þannig
samstíga í því að hreyfa ekki við
kerfislegu misrétti, en af ólíkum
ástæðum.
Sjálfstæðisflokkurinn er ekki á
móti evru fremur en Samfylking.
Hann telur þvert á móti nauðsyn-
legt að tryggja samkeppnisstöðu
útflutningsfyrirtækja með því
að leyfa bara þeim að nota evru
og taka lán í evrum og sleppa
þátttöku í baráttunni við verð-
bólguna.
Þetta virkar eins og trúarsann-
færing um að ójöfnuðurinn sé
sjálfstætt markmið. Samfylkingin
vill eyða þessu kerfislega órétt-
læti, en bara bíða með það.
Umræðugrundvöllur
VG styður líka að þeir best settu
noti hagstæðari gjaldmiðil en
alþýðan. En þau virðast af þjóðleg-
um ástæðum telja óhjákvæmilegt
að einhverjir noti gömlu krónuna,
jafnvel þótt það auki ójöfnuð.
Í þessum umræðum á Alþingi
sagðist formaður Viðreisnar vera
tilbúin að ræða við leiðtoga ann-
arra flokka um að nota krónuna
áfram. Þeir yrðu bara að sýna
fram á að unnt væri að nota hana í
þjóðarbúinu öllu.
Þetta er kjarni málsins. Þeir
sem trúa á krónuna þurfa að sýna
fram á að útflutningsfyrirtækin
geti notað hana með samkeppnis-
hæfum vöxtum, sambærilegum
stöðugleika og í grannlöndunum
og án fjármagnshafta.
Takist það er umræðan um evru
óþörf. En takist það ekki er bæði
óskynsamlegt og órökrétt að koma
í veg fyrir að aðrir fái að njóta
sömu aðstöðu.
Uppgjöf
Verðbólga á eftir að lækka og
vextir munu síga. En meðan við
notumst við marga gjaldmiðla
verða vextir á ungt fólk og lítil
fyrirtæki eftir sem áður tvöfalt
hærri en hjá útflutningsfyrirtækj-
unum og í grannlöndunum. Það
er á því misrétti sem þarf að taka
núna, en ekki síðar.
Þetta er ekki stundarvandi
heldur kerfisvandi, sem ýkist í
verðbólgu.
Stjórnmálamenn halda Seðla-
bankanum í vonlausri stöðu. Í
síðustu viku breytti hann reglum
til að auka vægi verðtryggðu
krónunnar. Ástæðan er ekki sú að
bankinn telji þennan auka gjald-
miðil almennt heppilegan.
Seðlabankinn varð að grípa til
þessa ráðs vegna þess að honum
hafði ekki tekist að auka sparnað í
gömlu krónunni þrátt fyrir tvöfalt
hærri vexti en í grannlöndunum.
Vaxtatæki, sem stjórnmála-
menn ákveða að aðeins megi
beina að afmörkuðum hópi
einstaklinga og fyrirtækja,
virkar einfaldlega ekki
sem skyldi.
Hugmyndafræði
Þessi uppgjöf markaði
þáttaskil í umræðunni
um peningamálastefn-
una. Í beinu framhaldi
kallaði seðlabankastjóri
eftir þjóðarsátt.
Síðast var gerð þjóðar-
sátt á vinnumarkaði fyrir
meir en þremur áratugum.
Hún var ekki um aukin
ríkisútgjöld. Kjarni hennar
snerist um gengisstöðugleika.
Þeir forystumenn á vinnu-
markaði, sem höfðu frumkvæði að
þeirri umræðu á sínum tíma, vissu
frá upphafi á hvaða hugmynda-
fræðilega grundvelli hún þyrfti að
byggjast.
Forsendan fyrir norrænu
vinnumarkaðsmódeli er sam-
keppnishæft gjaldmiðlaumhverfi.
Fjölgengiskerfið er óréttlátt og
viðheldur eilífri spennu.
Gjaldmiðlar eru misgóð tæki til
að ná markmiðum. Trú á hug-
myndafræði jafnra tækifæra er
miklu mikilvægari en trú á gjald-
miðil. n
Trú og gjaldmiðlar
Nudd Nudd Nudd
Slökunarnudd í miðbæ
Reykjarvíkur. Lausir tímar.
Sími 694 7881, Janna.
En meðan við notumst
við marga gjaldmiðla
verða vextir á ungt fólk
og lítil fyrirtæki eftir
sem áður tvöfalt hærri
en hjá útflutningsfyrir-
tækjunum og í grann-
löndunum.
HSH
Þrif og flutningar
Tökum að okkur regluleg þrif fyrir
sumarhús, hótel, gistiheimili og
fyrirtæki. Almennar ræstingar, auka
þrif og ýmis önnur þjónusta.
Erum staðsett á Suðurlandi.
Gerum tilboð
sem hentar þínum þörfum.
Hægt er að nálgast frekari
upplýsinga í síma 792-1727
eða í tölvupóst á
hshflutningar@gmail.com
HSH þrif og flutningar ehf.
er fyrirtæki með persónulega þjónustu
sem er með 10 ára reynslu í þrifum
og flutningum.
FRÉTTABLAÐIÐ SKOÐUN 1116. MARS 2023
FIMMTUDAGUR