Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 16
Það er notalegt að finna eitthvað einstakt og endurnýta um leið. Ég hef gaman af litum og fatnaði sem er á einhvern hátt sérstakur. Kjalar Martinsson Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is Það má segja að líf Kjalars Martinssonar hafi heldur betur farið nýjar leiðir og orðið líflegt undanfarna mánuði þar sem hann tók bæði þátt í Idol-keppninni á Stöð 2, þar sem hann hafn- aði í öðru sæti, og í Söngva- keppni sjónvarpsins. „Já, ég er sko heldur betur kominn aftur niður á jörðina,“ svarar Kjalar þegar hann er spurður hvort hann sé búinn að jafna sig eftir þessa tvo stóru viðburði í lífinu. „Ég fór beint í meira stuð, hef verið að syngja á hinum og þessum viðburðum,“ segir þessi ungi tónlistarmaður sem er í söngnámi í MÍT og útskrif- ast þaðan í vor. Kjalar kláraði stúdentspróf fyrir fjórum árum og hóf þá nám í söng hjá MÍT sem er góður undir- búningur fyrir háskólanám í tón- list. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um áframhaldandi nám þar sem ég ætla að taka smávegis frí og einbeita mér að tónlistinni. Eftir útskriftina verður sem sagt bæði tónlist og gleði í lífi mínu. Ég er að undirbúa plötu með eigin tónlist sem ég stefni á að koma út í vor eða byrjun sumars,“ segir hann. „Og síðan verð ég með aðra í haust sem verður meiri stuðplata.“ Semur eigin lög fyrir plötu Kjalar sem er að verða 24 ára hefur lært á píanó frá því hann var sex ára og nýtir vel þá kunn- áttu með söngnum. „Ég legg út frá ein- lægum lögum við píanóundirleik á plötunni. Textana samdi ég út frá eigin persónulegri reynslu. Ég tók áfanga í lagasmíðum í skól- Fer aðrar leiðir og kaupir föt á nytjamörkuðum Kjalar uppáklæddur og fínn í gráum jakkafötum og gulum rúllukragabol. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Kjalar á von á að nóg verði að gera á næstunni enda er hann að senda frá sér sína fyrstu plötu. anum undir stjórn Maríu Magnús- dóttur. Námið hjálpaði mér mikið við textagerðina, þetta verður svolítið hrár Kjalar,“ segir hann og bætir við. „Ég er nefnilega enn að þróa minn textastíl.“ Idol-keppnin og Söngvakeppnin vöktu mikla athygli á Kjalari og hann hefur mikið verið beðinn um að koma og syngja, til dæmis í brúðkaupum og afmælum. „Ég er mjög þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt því það auðveldar mér fyrstu sporin í tónlist,“ segir hann. „Tónlistin er klárlega það skemmtilegasta sem ég geri.“ Fatastíll með sérstöðu Kjalar fer ekki hefðbundnar leiðir þegar kemur að fatastíl, sem ein- mitt vakti athygli í báðum keppn- unum. „Ég pældi ekkert í fötum þar til fyrir þremur, fjórum árum en þá var það kannski í annarri átt því þá valdi ég mínímalísk föt, eins og svarta stuttermaboli og galla- buxur. Fljótlega fann ég að þetta var ekki alveg ég og þá kom systir mín, Hekla, til sögunnar. Hún er 21 árs og er mikill listamaður og mín fyrirmynd. Saumar til dæmis fötin sín sjálf og hefur gaman af því að prófa sig áfram á sviði hönnunar. Hekla hefur haft áhrif á fatastílinn minn og það hefur vaxið frekar en hitt í gegnum Idolið. Stílisti keppn- innar hafði sömuleiðis gaman af því að finna föt fyrir mig. Henni fannst skemmtilegt hvað ég var til í að prófa allt. Það var geggjuð upp- lifun,“ segir Kjalar sem kaupir öll sín föt á nytjamörkuðum. Hann segir að það sé kannski ekki auðvelt að finna réttu fötin á nytjamörkuðum, maður þurfi að hafa fyrir því að leita. „Ég finn samt alltaf eitthvað. Mér finnst meira gaman að leita á mörkuðum heldur en að fara í búð þar sem alveg eins flíkur eru í miklu magni. Það er notalegt að finna eitthvað einstakt og endurnýta um leið. Ég hef gaman af litum og fatnaði sem er á einhvern hátt sérstakur,“ segir hann og er alveg ófeiminn að vera öðruvísi klæddur en aðrir. Kjalar segist vera að undirbúa sig fyrir að læra að hekla. Hann hefur hug á að gera heklaðar flíkur, til dæmis toppa. „Ég reyndi að prjóna en það var ekki alveg fyrir mig.“ Alinn upp í tónlist Kjalar er alinn upp á miklu tónlistarheimili ásamt þremur yngri systkinum. Hann fæddist í Þýskalandi þar sem hann ólst upp til sex ára aldurs. Faðir hans, Martin Kollmar, er Þjóðverji en foreldrar hans eru bæði kennarar og hljóðfæraleikarar. Hann spilar á píanó og klarínett en móðirin, Guðrún Árnadóttir, á fiðlu. Þau eru meðlimir hljómsveitarinnar Mandólín sem leikur hjartnæma tangótónlist. Kjalar segist lengi vel ekki hafa sungið heldur einungis spilað á píanó. „Það eru ekki mörg ár síðan ég byrjaði að syngja þótt ég hafi verið í kór,“ segir hann. „Ég hóf söngnám árið 2018 og þá vaknaði áhuginn. Í fyrstu var þetta til gamans gert en síðastliðin tvö ár hefur það verið draumur minn að syngja opinberlega.“ Kjalar vonast til að það verði nóg að gera hjá honum þegar vorar en hann er þegar bókaður á danska daga í Stykkishólmi í júní. „Boltinn er byrjaður að rúlla og ég elska lífið.“ Þegar Kjalar er spurður hvort honum hafi fundist skemmtilegra að taka þátt í Idolinu eða Söngva- keppni sjónvarpsins, svarar hann. „Þetta var ólíkt en ég held Idolið því þar fékk ég að vinna að nýju efni í hverri viku. Það var mjög skemmtilegt. Söngvakeppnin var miklu stærra dæmi þar sem maður var einungis með eitt lag. Ótrúleg upplifun í bæði skiptin en bara aðeins frábrugðið. Fyrri keppnin hjálpaði mér mikið varðandi Söngvakeppnina því hún var eigin- lega bara róleg miðað við stressið í Idolinu. Reynslubankinn minn fylltist meðan á þessu stóð og ég lærði mikið um sjálfan mig auk þess að kynnast mörgu frábæru fagfólki.“ n Kjalar hefur hug á að læra að hekla en hann segist ekki vera góður í að prjóna. Hann klæðir sig gjarnan á allt annan hátt en jafnaldrar hans. 4 kynningarblað A L LT 16. mars 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.