Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 21
X3-æfingakerfið er ný leið til þess að byggja upp styrk og vöðva. Settinu fylgir æfinga- plan en aðeins er gert ráð fyrir fjórum mismunandi hreyfingum á dag, fjóra til sex daga í viku. X3-æfingarnar má gera hvar sem er. Æfingakerfið er samansett af ólympískri lyftingastöng, fjórum teygjum og lyftingapalli. Það er mjög fyrirferðarlítið, passar auð- veldlega í ferðatösku og tekur ekki upp geymslupláss. Viktor Ben Gestsson er aðalþjálf- ari X3 á Íslandi. „X3-kerfið er fyrir þá sem vilja fá hámarksárangur á minnstum mögulegum tíma. Margir kannast við það að vilja finna fyrir meiri styrk í líkamanum en finnst erfitt að finna tímann sem fylgir því að mæta daglega í ræktina. Aðrir finna fullmikið fyrir æfingunum og eru þess vegna ragir við að beita sér. Hugmyndin er að einfalda líkamsrækt. Gera fólki kleift að æfa sig heima með minnstu mögulegu óþægindum, spara sér tíma en geta líka sótt ráð og stuðning.“ Fullnýta tímann „Fyrir þá sem vilja bjóðum við upp á að koma reglulega í tíma með leiðsögn. Til þess að það sé auð- veldara að halda sér við efnið og vera alltaf að fara fram, getur fólk komið til okkar vikulega og fengið ráð frá leiðbeinanda um hvernig er best að beita sér í æfingunum. Það tekur smá tíma að læra að fullnýta sér allt það sem X3 býður upp á og við viljum aðstoða fólk við að fá þann árangur sem það stefnir á og halda sér við efnið. Okkur fannst vanta þetta millistig milli heimaæfinga og ræktarinnar,“ segir Viktor. Yfirleitt ekki harðsperrur Með hefðbundnum lyftingum fylgja oftast bólgur í vöðvunum. Það er vegna þess að þá á sér stað vöðvaniðurbrot og í því ferli fram- leiðir líkaminn mjólkursýrur sem valda stífleika í vöðvunum, sem við köllum yfirleitt harðsperrur. Með því að taka aðeins eitt sett komum við í veg fyrir vöðvaniður- brot að mestu og fáum því ekki hefðbundnar harðsperrur. Eðlilegt er að finna aðeins fyrir vöðvunum þegar fyrstu æfingarnar eru teknar þar sem þetta er nýtt álag fyrir vöðvana, en þeir sem hafa stundað X3 í smá tíma finna ekki fyrir slíku. Í æfingum með X3 hækkar kort- isólið í líkamanum ekki eins mikið og í æfingum sem taka lengri tíma. Ef við æfum lengi í senn hækkar kortisólið okkar og veldur streitu- áhrifum í líkamanum. Kortisól er oft kallað stresshormón líkamans. Of mikið magn af því getur valdið ofþyngd, vöðvaveikleika, þreytu og höfuðverk. Spennandi hugmyndafræði „Áður en ég hóf störf hérna var ég búsettur í Noregi þar sem ég starfaði og lærði einkaþjálfun. Það var skemmtilegur tími því ég lærði hefðbundna einkaþjálfun en á sama tíma komst ég yfir bókina um X3 sem er hugmyndafræði sem er töluvert ólík hugmyndum okkar um styrktarþjálfun. Mér fannst X3 mjög spennandi hugmynd og var alltaf á leiðinni að kaupa mér það en það var ekki fyrr en ég flutti til Íslands sem ég fékk loksins að taka fyrstu æfinguna og það var enn betra en ég hefði trúað. Ég hef keppt í kraftlyftingum og æft lyftingar í ellefu ár. Á þeim tíma hef ég skaðað mig nánast alls staðar í líkamanum og alvarlegast af þessu var slæmt brjósklos neðst í bakinu. Undanfarin ár hef ég ekki getað lyft þungu með neðri líkamanum án þess að verða verkjaður daginn eftir. Með X3 get ég æft bak og fætur án þess að finna fyrir því daginn eftir. Fyrir mig er mikilvægt að geta æft eins þungt og mikið og ég vil án þess að vera stífur og verkjaður. Æfingar með X3 hafa bætt lífsgæði mín og vöðvastærð til muna,“ segir Viktor. X3 er í Ögurhvarfi 2 í sama hús- næði og OsteoStrong. Áhugasamir eru velkomnir á miðvikudögum kl. 17 í stutta kynningu og til þess að prófa settið. Nauðsynlegt er að skrá sig í síma 419 9200 eða í tölvu- pósti: skapari@skapari.is Hámarksárangur á minnstum tíma Það er gaman að fylgjast með árangri af æfingum með X3. X3-æfingakerfið er ákaflega gott fyrir líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Fjórar æfingar á dag, fjórum til sex sinnum í viku. Allt með þessu einfalda setti. X3-æfingakerfið er samansett af ólympískri  lyftingastöng, 4 teygjum og lyft- ingapalli. Mjög fyrirferðarlítið og passar auð- veldlega með í ferðatösku. Æfingar með breiðustu teygjunni jafnast á við það að lyfta allt að 270 kílóum í bekkpressu. X3-æfingakerfið er frábrugðið hefðbundnum lyftingum því með teygjum má fullnýta vöðvann í gegnum allan hreyfiferil hans. Vöðvar líkamans eru missterkir eftir því hvernig við beitum þeim og með X3 náum við betri nýtingu þar sem mótstað- an eykst eftir því sem vöðvarnir eru í betri styrk- stöðu. Hvert sett er aðeins gert einu sinni alveg þangað til að iðkandinn getur ekki gert meira. Með X3 léttist álagið þar sem liðirnir eru viðkvæmastir og líkur á meiðslum minnka. Æfing 1 – Ýta Æfing 2 – Toga Brjóstpressa Réttstöðulyfta Axlarpressa Róður Þríhöfðapressa Tvíhöfðaæfing Hnébeygja Kálfapressa kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 16. mars 2023 HEILSUR ÆKT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.