Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 4
Það þurfti ekki þetta mál til að Píratarnir kalli eftir afsögn minni. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra Ragnar Þór hlaut 57 prósent atkvæða. N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. Það stefnir í að aðeins börn ríkra foreldra geti keypt húsnæði að sögn formanns Viðreisnar. Vaxtahækkanir og verðbólga sliga æ fleiri að sögn Neytendasamtakanna. bth@frettabladid.is HÚSNÆÐISMÁL Tekjuhár sjómaður tók í heimsfaraldrinum 70 milljóna króna húsnæðislán á breytilegum vöxtum. Hann byrjaði að borga af láninu í maí í fyrra, greiddi þá 370.000 krónur á mánuði. Eftir hrinu stýrivaxtahækkana Seðlabankans hefur nú mánaðarleg af borgun mannsins hækkað í 540.000 krónur eða um 170.000 krónur. Á ársgrunni nemur hækkunin rúmum tveimur milljónum króna. Það þýðir að maðurinn þarf að auka tekjur sínar um rúmar 3,7 milljónir króna til að standa í skilum. Staða mannsins versnar enn í næstu viku þegar spáð er verulegri vaxta­ hækkun. Símar Neytendasamtakanna eru rauðglóandi vegna Íslendinga sem eru að sligast vegna vaxtahækk­ ana og verðbólgu að sögn Breka Karlssonar, formanns Neytenda­ samtakanna. Dæmið að ofan er frá Neytendasamtökunum komið. Sjómaðurinn hafði samband við samtökin vegna þess vanda sem hann stríðir við vegna stökkbreytts vaxtakostnaðar. „Hann var á leið í bankann þegar hann hafði samband við okkur og ætlaði að endursemja,“ segir Breki. „En það eina sem hann getur gert er að fara aftur í verðtryggða vexti. Þá bíta seðlabankavextirnir minna en ella. Að reka f lesta landsmenn aftur í verðtryggingu vinnur gegn því markmiði Seðlabankans að ná niður vöxtum.“ Breki segir umhugsunarefni að maðurinn hafi vegna hvatningar Seðlabankans og stjórnvalda á sínum tíma tekið þau skref sem hann steig í ákvörðunum um hús­ næðismál. Nú spáir Íslandsbanki enn einni stýrivaxtahækkuninni, 0,75 prósenta hækkun í næstu viku. Bankinn segir nokkrar líkur á að vextir hækki enn meira eða um heilt prósent. Verðbólga er þrálátari og verð­ bólguhorfur verri en Seðlabankinn vænti í febrúarbyrjun. Af þeim sökum er spáð að að vextir haldi áfram að hækka og nái ekki hámarki fyrr en um mitt þetta ár. Þá gætu landsmenn horft upp á að stýri­ vextir, sem voru lægstir 0,75 prósent fyrir skömmu, fari í 7,5 til 8 prósent. Breki segir margt ungt fólk í miklum húsnæðisvanda. Margir fái kolsvarta niðurstöðu þegar spurt er með reiknivél hvort fólk geti keypt þak yfir höfuðið. „Maður veltir fyrir sér hvort ruðn­ ingsáhrif aðgerða Seðlabankans séu að hafa verri afleiðingar en mark­ miðið, að ná niður verðbólgu,“ segir Breki og átelur að ekki fari saman hljóð og mynd. „Á meðan Seðlabankinn kemur inn skömm hjá þeim sem fara á sólarströnd og taka mynd af eigin tásum, er bankinn sjálfur í heljarinnar framkvæmdum á eigin aðstöðu. Það er verið að laga eld­ húsið í Seðlabankanum fyrir þrjá milljarða króna. Þarf aðhaldið ekki að byrja heima?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir koma á óvart að ríkisstjórnin virðist ekki tilbúin með neina sérstaka áætlun vegna þeirra hamfara sem nú skeki efnahagslífið. Einkum séu ungir hús­ næðiskaupendur í miklum vanda. „Ég hef sérstakar áhyggjur af högum ungs fólks. Það er ekki hægt að aðeins ungt fólk sem á efnaða foreldra, fjárhagssterka pabba og mömmur, getið komið yfir sig þaki,“ segir Þorgerður Katrín. n Mánaðarleg afborgun af íbúðarláni hækkað um nær tvö hundruð þúsund Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir, formaður Viðreisnar Erfiðara er nú fyrir ungt fólk að kaupa hús- næði en um langt skeið. Aðeins börn ríkra geta keypt, að sögn þing- manns. FRÉTTABLAÐIÐ/ STEFÁN kristinnhaukur@frettabladid.is KJARAMÁL Ragnar Þór Ingólfsson var í gær endurkjörinn formaður VR. Hlaut hann rúmlega 57 prósent atkvæða en mótframbjóðandi hans, Elva Hrönn Hjartardóttir, hlaut tæp­ lega 40 prósent. Er þetta í annað sinn sem Ragnar stendur af sér mótframboð. Ragnar Þór, sem kjörinn var formaður 2017, sigraði Helgu Guðrúnu Jónasdóttur 2021 með 63 prósentum gegn 34. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir stuðninginn. Ég er orðlaus. Að vera með svona stórt og breitt félag, það eru ólíkir hópar innan þess sem við erum að vinna fyrir og oft erfitt að gera öllum geðs,“ sagði Ragnar eftir sigurinn. „Miðað við þessar ó á nægju raddir sem ég hef heyrt út undan mér þá er þessi niður staða viss von brigði. Að sama skapi kemur þetta ekki endi­ lega á ó vart,“ sagði Elva þegar úrslit­ in voru kunngjörð. Sjö aðrir stjórnarmenn voru kosnir í 18 manna stjórn félagsins. Af þeim sem taldir eru stuðningsmenn Ragnars náðu aðeins tveir kjöri, það er Sigurður Sigfússon og Þórir Hilm­ arsson. Helga Ingólfsdóttir og Krist­ jana Þorbjörg Jónsdóttir náðu ekki endurkjöri í stjórn. n Segir oft erfitt að gera öllum til geðs Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR bth@frettabladid.is STJÓRNMÁL „Nei, þetta er alls eng­ inn áfellisdómur yfir minni stjórn­ sýslu. Það er mikilvægt að hafa í huga að umboðsmaður kemst að þeirri niðurstöðu að ég hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón Gunnars­ son dómsmálaráðherra. Umboðsmaður gerði með bréfi til forsætisráðherra í gær athugasemd við rafbyssumál lögreglunnar. Telur hann að góðrar stjórnsýslu hafi ekki verið gætt og ræðir skort á samráði. Jón segist hafa verið í fullum rétti til að taka þessa ákvörðun, enda mörg fordæmi að baki. Reglum um vopn lögreglumanna hafi verið breytt án umræðu í ríkisstjórn að minnsta kosti tvisvar sinnum. Jón undrast að umboðsmaður ýi að þeirri skoðun að málið hefði átt að ræða innan stjórnarinnar. „Mér finnst þetta á mörkunum hjá umboðsmanni og ekki rökstutt með neinum fordæmum af hans hálfu,“ segir dómsmálaráðherra. Skiptar skoðanir eru um hvort Jón kunni að hafa framið brot á stjórnarskrá. Þingf lokkur Pírata segir grafalvarlegt að umboðsmað­ ur álíti að dómsmálaráðherra hafi ekki „farið að stjórnarskrá“ líkt og Arndís Anna K. Gunnarsdóttir þing­ maður orðar það. Píratar hafa sent forseta Alþingis beiðni um sérstaka umræðu í þinginu og vill Arndís Anna afsögn Jóns. „Það þurfti ekki þetta mál til að Píratarnir kalli eftir afsögn minni,“ segir Jón. „Helst myndu þeir vilja hafa mig undir grænni torfu.“ n Dómsmálaráðherra hissa á áliti umboðsmanns Frá Eggertsgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR benediktboas@frettabladid.is REYKJAVÍK Ósk samgöngustjóra Reykjavíkur um að óheimilt verði að leggja ökutækjum við Eggerts­ götu var samþykkt á fundi umhverf­ is­ og skipulagsráðs Reykjavíkur. Í greinargerð sem fylgir segir að bílum hafi verið lagt í götunni með þeim afleiðingum að ökumenn eigi erfitt með að mætast og geti það skapað hættu fyrir bæði akandi og gangandi vegfarendur. „Hefur þetta verið rætt við íbúa við Eggertsgötu og er þetta gert í sátt við a.m.k. meirihluta þeirra?“ spurði Kolbrún Baldursdóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins. Fulltrúar Sjálfstæðisf lokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. n Bannað að leggja á Eggertsgötu Bandarískur MQ-9 Reaper dróni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY helenaros@frettabladid.is HERMÁL Rússar hyggjast reyna sækja bandarískan dróna af gerðinni MQ­9 Reaper sem féll í Svartahaf á þriðju­ dag. Dróninn er talinn hafa hrapað í sjóinn eftir að rússnesk orustuþota lenti í árekstri við hann, að því er fram kemur á vef BBC. Haft er eftir yfirmanni öryggis­ ráðs Rússa, Nikolaj Patrúsjev, að Rússar séu að reyna að finna vélina. Flug drónans sé sönnun þess að Bandaríkjamenn taki þátt í átök­ unum í Úkraínu. Bandaríkjamenn halda því fram að dróninn hafi verið að sinna venjubundnu störfum yfir alþjóð­ legu hafsvæði. n Hyggjast ná dróna úr Svartahafi 4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.