Fréttablaðið - 16.03.2023, Blaðsíða 10
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jón Þórisson RITSTJÓRI: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
FRÉTTASTJÓRI: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101
Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VEFSTJÓRI: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is MARKAÐURINN: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
MENNING: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
HALLDÓR
FRÁ DEGI TIL DAGS
Megin-
hugsunin
hefur alla
jafna verið
sú að falli
almenn-
ingur ekki
að reglu-
verkinu
skuli kerfið
ávallt njóta
vafans.
Það sem
hefur gerst
hér er að
löggjafar-
valdið
hefur
tapað
fyrir fram-
kvæmdar-
valdinu.
Sigmundur Ernir
Rúnarsson
ser
@frettabladid.is
benediktboas@frettabladid.is
Kynslóðin sem nennir ekki
Það er eins og himinn og jörð
séu að farast af því unga fólkið
getur ekki keypt sér íbúð. Eins
og það sé einhver ný saga að
það sé erfitt að kaupa sér íbúð.
Það er ekkert mál að kaupa
sér íbúð. Það þarf bara að hafa
fyrir því. Kynslóðin í dag er
ekki tilbúin í að fórna 200
þúsund króna símanum, 100
þúsund króna hettupeysunni,
80 þúsund króna Michael
Jordan skónum sínum og öllu
hinu til að fá læk á samfélags-
miðlum. Þau vilja bara að
mamma og pabbi eða afi og
amma gefi þeim fyrir fram
greiddan arf til að komast út á
fasteignamarkaðinn. Eins og
það sé rétta leiðin?
F$%& umsýslugjöld
Auðvitað er galið hvernig
fasteignamarkaðurinn er og
virkar. Fyrir utan að þurfa að
spara sér fyrir íbúðinni þá þarf
að eiga fyrir fasteignasalanum
og hinum ömurlegu umsýslu-
gjöldum. Andskotann á það
að þýða að það þurfi að borga
banka f leiri hundruð þúsund
fyrir að sýsla með peningana
sem hefðu geta farið í sófa-
sett eða jafnvel sjónvarp. Það
er blóðpeningur að þurfa að
greiða umsýslugjald. Það eru
gjöld sem ættu að hverfa enda
er þetta einföld aðgerð en
kostar nánast augun úr. Ef það
ætti að berjast fyrir einhverju
þá er það að leggja þau niður. n
Í gær samþykktu stjórnarflokkarnir á Alþingi
útlendingafrumvarpið. Það er ómannúðlegt, mun
ekki auka skilvirkni í kerfinu og mun bitna á öðrum
grunnstoðum samfélagsins. Það mun heldur engu
breyta um fjölda umsækjenda um vernd hér á landi.
Breytingum sem gerðar voru við lokameðferð
þingsins var einungis ætlað að bjarga andliti þing-
manna Vinstri grænna og Framsóknar sem talað
hafa fyrir mannúðlegri stefnu í málefnum flótta-
fólks en gera það svo ekki í verki, enda engar raun-
verulegar breytingar á núverandi framkvæmd þar
á ferð.
Allsherjar- og menntamálanefnd barst fjöldi
umsagna sem voru nánast allar neikvæðar utan
þeirra sem komu frá ráðuneytinu sjálfu. Í umsögn-
um frá Rauða krossinum og Flóttamannastofnun
Sameinuðu þjóðanna, svo dæmi séu tekin, komu
fram skýrar tillögur um hvernig mætti gera frum-
varpið ögn skárra en stjórnarliðar gerðu bókstaf-
lega ekkert með þær tillögur.
Það virðist sem stjórnarflokkarnir séu staddir
í einhverju leikriti, nokkuð fyrirsjáanlegu þó og
leiðigjörnu til lengdar. Fyrir nokkrum vikum var
látið líta út fyrir að Vinstri græn ætluðu sér að koma
til leiðar einhverjum breytingum á frumvarpinu
með því að taka það inn í nefnd til breytingar milli
annarrar og þriðju umræðu og lét forsætisráðherra
meira að segja hafa það eftir sér í fjölmiðlum. En
hvað gerðist? Það urðu engar raunverulegar breyt-
ingar. Málið kom til nefndar, gestir mættu á fund
en þegar það átti sér stað höfðu stjórnarliðar þegar
ritað nýtt nefndarálit sem var samþykkt á sama
fundi án þess að tekið væri tillit til orða gestanna.
Það sem hefur gerst hér er að löggjafarvaldið
hefur tapað fyrir framkvæmdarvaldinu eða við
skulum segja tapað fyrir lífslokameðferð ríkis-
stjórnar Katrínar Jakobsdóttur sem virðist vera það
eina sem stjórnarliðar brenna fyrir.
Stjórnarþingmenn vinna svona inni í nefndum
þingsins. Leiksýning ríkisstjórnarinnar inniheldur
leikrit án innihalds, með leiktjöld án lita og með
leikara sem bíða bara eftir aðstoð hvíslara í sviðs-
væng svo þeir viti hvað eigi að segja næst. n
Leikrit án innihalds
Helga Vala
Helgadóttir
þingmaður Sam-
fylkingarinnar
VEIÐIN
FÖSTUDAGA KL. 20.00
Veiðimaðurinn Gunnar Bender býður
landsmönnum í veiðiferð á Hringbraut.
Á áralöngum ferli sem fréttamaður
og foreldri hefur sá sem þetta
skrifar staðið agndofa frammi fyrir
kerfinu. Ekki einu sinni. Og ekki
tvisvar.
Ástæðan er einfaldlega sú að kerfið – sem á
að heita mannanna verk – gerir ekki alltaf ráð
fyrir fólki. Það vinnur gegn fólki. Það hafnar
fólki.
Og meginhugsunin hefur alla jafna verið sú
að falli almenningur ekki að regluverkinu skuli
kerfið ávallt njóta vafans.
Af þessum sökum er það næsta kunnuglegt
að lesa ummæli Sigurðar Hólmars Jóhannes-
sonar í Fréttablaðinu í gærdag, en hann er faðir
Sunnu Valdísar, sautján ára stúlku sem glímir
við erfiðan og sjaldgæfan taugasjúkdóm.
„Krafa kerfisins,“ segir faðirinn, „er að
börnin falli í þeirra kassa, jafnvel þó að þeir
henti þeim alls ekki.“
Og hér talar foreldri sem alla ævi fatlaðrar
dóttur sinnar hefur mætt raunalegu skilnings-
leysi af hálfu velferðarkerfis sem hefur misst
forskeytið af eigin heiti, svo eftir stendur bara
tómt og innihaldslaust kerfi.
Draumur fjölskyldunnar hefur verið að
eignast sérútbúið þríhjól þar sem tveir sitja og
báðir geta hjólað. En tölvan segir nei. Úrskurð-
arnefnd velferðarmála hefur nýverið synjað
Sunnu um styrk til að kaupa umrætt hjól.
Umsagnir sjúkraþjálfara gilda einu, en þeir
vilja meina að þríhjólið myndi hjálpa henni að
takast á við umhverfi sitt.
„Neitunin er bara af því bara,“ segir pabbi
Sunnu – og bætir því við að líf fjölskyldunnar
hafi frá fæðingu dótturinnar einkennst af ítrek-
uðum neitunum frá kerfinu.
Svona sögur eru Íslandssögur. Því miður. Þær
eru að gerast um allt land, allan ársins hring.
Og flest af því fólki sem glímir við kerfið með
þessum hættir ber harm sinn í hljóði, í þeirri
veiku von að kerfið skipti einhvern tíma um
skoðun.
En á meðan má það bara eiga sig.
Dæmigerð er sagan af Ástþóri bónda Skúla-
syni á Melanesi á Rauðasandi, en hann
lamaðist neðan mittis í alvarlegu bílslysi í
upphafi aldarinnar. Eftir sem áður sinnir hann
bústörfum, svo aðdáun vekur um allar jarðir,
enda ekkert áhlaupaverk að fara um á höstum
hjólastól á skreipum gólfum fjárhúsanna.
Ástþór hefur oftar en einu sinni óskað eftir
því við hið opinbera að það styrki hann til
kaupa á hjólastól með fjöðrun svo hann eigi
auðveldara með að athafna sig við bústörfin.
Svarið hefur alltaf verið nei.
Sama svarið barst honum þegar hann bað um
styrk til að setja lyftu utan á traktor sinn.
Nei. Það er öll velferðin. n
Glíma við kerfið
10 SKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ 16. MARS 2023
FIMMTUDAGUR