Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 4
150
milljónir króna voru
greiddar fyrir jörðina
Horn þar sem hluti
Skessuhorns er.
12
prósenta
aukning
varð á umferð á höfuð
borgarsvæðinu á árinu.
350
manns leita
daglega til
Kaffistofu
Samhjálpar.
57
prósent atkvæða í for
mannskjöri VR voru
greidd Ragnari Ingólfs
syni sitjandi formanni.
20
prósenta
hækkun
hefur orðið á verði
lambakjöts á einu ári.
Ólgan magnast upp og
birtist í verulegu fylgis
falli.
Eiríkur
Bergmann,
stjórnmála-
fræðingur
ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300
OPIÐ VIRKA DAGA 10-17 • LAUGARDAGA 12-16
FIAT DOBLO
SENDIBÍLAR
• 3,4 M3 FLUTNINGSRÝMI
• STIGALÚGA
• HLIÐARHURÐ BÁÐUM MEGIN
• 3JA MANNA
• 7 ÁRA ÁBYRGÐ
EIGUM BÍLA TIL AFHENDINGAR STRAX!
AUKAHLUTIR Á BÍL: ÁLFELGUR OG ÞOKULJÓS AÐ FRAMAN
Guðbjörg Rist
Jónsdóttir
framkvæmdastjóri
íslenska efnafyrir-
tækisins Atmonia
hefur samið við
sádiarabíska iðn-
fyrirtækið Sabic
um sölu á einka-
rétti á nýrri og umhverfisvænni
framleiðsluaðferð á ammoníaki
sem Atmonia hefur fundið upp
og þróað á síðustu árum. „Þetta
eru kaflaskil í okkar starfsemi,“
segir Guðbjörg. „Samningurinn
við Sádana er stór og kallar á meiri
mannskap og fjármögnun.“
Arngrímur
Vídalín
Stefánsson
lektor í íslenskum
bókmenntum
er forsvarsmaður
undirskrifta-
lista kennara við
Háskóla Íslands
sem vilja hindra að einkaskrif-
stofur þeirra verði lagðar niður og
þeir hafðir í opnu rými. „Við eigum
að sitja saman í eins konar lobbíi
sem lítur út eins og flugstöð eða
mathöll með tölvurnar okkar
fyrir framan alla,“ segir Arngrímur.
Jón
Gunnarsson
dómsmálaráðherra
fékk ákúrur frá
umboðsmanni
Alþingis fyrir að
hafa ekki borið
breytingar á
reglugerð um
rafbyssur fyrir lögreglu undir
samráðherra sína. „Þetta er alls
enginn áfellisdómur yfir minni
stjórnsýslu. Það er mikilvægt að
hafa í huga að umboðsmaður
kemst að þeirri niðurstöðu að ég
hafi ekki brotið nein lög,“ segir Jón
og bendir á að reglum um vopn
lögreglumanna hafi verið breytt án
umræðu í ríkisstjórn að minnsta
kosti tvisvar. n
TÖLUR VIKUNNAR |
ÞRJÚ Í FRÉTTUM |
Erfið ríkisstjórn, segir vara-
þingmaður VG sem hefur sagt
sig úr flokknum. Prófessor
segir að grunngildi VG hafi
orðið undir við samþykkt
útlendingafrumvarpsins.
bth@frettabladid.is
ninarichter@frettabladid.is
STJÓRNMÁL Eiríkur Bergmann,
stjórnmálafræðingur og prófessor
við Háskólann á Bifröst, segir að
fjöldaúrsagnir úr Vinstri grænum
séu í takti við þá erfiðleika sem Katr-
ín Jakobsdóttir stríði við í stjórnar-
samstarfinu með Framsóknarflokki
og Sjálfstæðisflokki.
„Þetta eru viðbrögð við lagasetn-
ingu sem VG stendur að og mætti
segja að væri í andstöðu við grunn-
gildi flokksins,“ segir Eiríkur.
Tugir manna hafa sagt sig úr VG
síðustu daga eftir að VG stóð að
samþykkt útlendingafrumvarpsins
sem varð að lögum í vikunni. Þar á
meðal er varaþingmaðurinn Daníel
E. Arnarsson.
„Þetta er erfið ríkisstjórn, það
verður að viðurkennast. Það hefur
verið erfitt fyrir VG að vera í þessari
ríkisstjórn af því að það hefur þurft
að veita afslátt af ýmsum málum og
semja um önnur mál. Sem er alveg
eðlilegt þegar við erum með fjöl-
flokka ríkisstjórn,“ segir Daníel.
„Mér fannst þróunin vera í þá átt
að ef maður er ekki 100 prósent með
þeim, þá er maður orðinn á móti
þeim.“
Daníel segist ekki enn skilja hvers
vegna mikilvægt var að leggja þetta
tiltekna frumvarp fram. Hann segir
meðmælendur frumvarpsins sömu-
leiðis ekki hafa svarað spurningum
um gæði frumvarpsins umfram það
sem samþykkt var 2016.
„Flokkurinn er að nálgast það sem
mætti kalla úlfakreppu,“ segir Eirík-
ur. „Ólgan magnast upp og birtist í
verulegu fylgisfalli.“
Katrín f lutti ræðu við setningu
landsþings VG á Akureyri í gær.
Var engan bilbug á henni að finna.
Eiríkur segir þó augljóst að Katrín sé
á milli steins og sleggju og eigi engan
góðan kost. Hún hafi skuldbundið
sig í þessari ríkisstjórn, skuldbundið
sig til að standa með Sjálfstæðis-
flokknum og Framsóknarflokknum.
„Á sama tíma þarf Katrín líka að
standa vörð um grunnstefnu flokks-
ins og þar er að gliðna á milli.“
Líklegast er að þessi vandræða-
gangur haldi áfram að mati Eiríks
ef VG slítur ekki ríkisstjórnarsam-
starfinu.
„Vinstri græn eru ekki óvön að
standa frammi fyrir svona áskorun-
um. Það gerist iðulega þegar vinstri
flokkar taka þátt í ríkisstjórnarsam-
starfi,“ segir Eiríkur.
Meðal þeirra sem sagt hafa sig
úr Vinstri grænum síðustu daga
er Bjartur Steingrímsson. Hann er
sonur stofnanda Vinstri grænna,
Steingríms J. Sigfússonar. Bjartur var
lengi virkur í ungliðastarfi flokksins
og var á lista flokksins í Mosfellsbæ.
Fylgi VG hefur mælst 6–7 prósent
undanfarið. n
VG sé í úlfakreppu og án góðra kosta
Þetta er erfið ríkis
stjórn, það verður að
viðurkennast.
Daníel E.
Arnarsson,
fyrrverandi vara-
þingmaður VG
Katrín Jakobsdóttir á engan kost góðan að sögn stjórnmálafræðings. Lagasetningin sem hún stóð að í vikunni stríði
gegn grunngildum Vinstri grænna. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN
4 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023
LAUGARDAGUR