Fréttablaðið - 18.03.2023, Síða 10
helgisteinar@frettabladid.is
SVISS Grameðlubeinagrindin Tri-
nity verður seld á uppboði í sviss-
nesku borginni Zürich þann 18.
apríl næstkomandi. Uppboðið er
það fyrsta sinnar tegundar sem
fer fram í Evrópu og er búist við að
beinagrindin seljist á 8,6 milljónir
Bandaríkjadala.
Beinagrindin er sett saman úr
beinum sem fundust í Montana- og
Wyoming-fylkjum milli 2008 og
2013. Rúmlega helmingur beina-
grindarinnar samanstendur af
þessum raunverulegu beinum en
restin eru gervibein.
Sumir vísindamenn hafa lýst yfir
áhyggjum af sölunni og segja að
verðið á beinagrindinni sé of hátt
fyrir f lest söfn. Þeir segja að skyldi
beinagrindin enda í vörslu ríks ein-
staklings gæti það útilokað frekari
rannsóknir á beinunum af hálfu
vísindamanna.
Hilmar Malmquist, líffræðingur
og forstöðumaður Náttúruminja-
safns Íslands, segist ekki aðeins hafa
áhyggjur af því að vísindamönnum
kunni að verða meinaður aðgangur
að beinagrindinni heldur gæti einn-
ig svo farið að aðgengi almennings
yrði takmarkað að henni. Þá er ekki
heldur hægt að tryggja góða með-
ferð á gripnum eftir sölu.
„Ef svona gripir eru á vegum opin-
berra safna þá þurfa þau að uppfylla
ákveðnar skyldur og kröfur gagn-
vart dýrgripum af þessu tagi, sem
á ekki við um einkaaðila. Auðvitað
geta sumir einkaaðilar staðið sig vel
en það er ekki alltaf tryggt.“
Hann minnist þess þegar íslenska
þjóðin safnaði saman og keypti
geirfuglinn sem endaði á uppboði
árið 1971 í London. Gripurinn er nú
í vörslu Náttúruminjasafns Íslands
og aðgengilegur almenningi. n
Ef þú horfir á ferilskrá
rússneska hersins eftir
fall Sovétríkjanna þá er
hún ekkert stórfengleg.
Kirill Voronin,
rússneskur grín-
isti og frétta-
maður
Rússneski grínistinn Kirill
Voronin segir heiminn hafa
stórlega ofmetið rússneska
herinn fyrir innrásina í
Úkraínu. Hann vinnur nú
sem fréttamaður fyrir lettn-
eska fréttastöð sem framleiðir
sjálfstætt efni á rússnesku.
helgisteinar@frettabladid.is
ÚKRAÍNA Kirill Voronin, rússnesk-
ur grínisti og fréttamaður, segir í
samtali við Fréttablaðið að helsta
vandamál rússneska hersins í Úkra-
ínu sé að herinn kunni einfaldlega
ekki að heyja stríð á 21. öldinni.
Hann telur einnig að Yevgeny Pri-
gozhin, leiðtogi Wagner-hópsins,
eigi ekki langt eftir ólifað eftir deilur
hans við rússneska varnarmála-
ráðuneytið.
Orrustan við Bakhmút í austur-
hluta Úkraínu hefur reynst lýsandi
dæmi um þá erfiðleika sem rúss-
neski herinn glímir nú við í stríðinu.
Herinn hefur reynt að hertaka Bak-
hmút undanfarna mánuði en bær-
inn sjálfur þjónar litlum sem engum
hernaðarlegum tilgangi. Að sögn
úkraínskra yfirvalda falla rúmlega
eitt þúsund rússneskir hermenn þar
á hverjum degi.
„Maður þarf alltaf að fara var-
lega þegar kemur að svona tölum.
Þetta er svipað og á tímum seinni
heimsstyrjaldarinnar þegar Sovét-
ríkin fegruðu hlutina sér í hag til að
reyna að stappa stálinu í almenning.
Ég held samt að talan sé alveg pott-
þétt einhvers staðar í kringum 700
á dag,“ segir Kirill.
Hann segir að heimurinn hafi
stórlega ofmetið rússneska her-
inn fyrir stríð og að það hafi einn-
ig verið misskilningur að herinn
hafi haft mikla reynslu í orrustu.
Það hafi vissulega verið hermenn
sem höfðu einhverja reynslu en
stór hluti þeirra hafi fallið á fyrstu
tveimur mánuðum innrásarinnar.
„Ef þú horfir á ferilskrá rússneska
hersins eftir fall Sovétríkjanna þá er
hún ekkert stórfengleg. Við réðumst
inn í Tsjetsjeníu tvisvar sinnum en
það voru ekki nein stórfelld stríð.
Það sama má segja um Georgíu árið
2008 þegar geisaði átta daga stríð
í Suður-Ossetíu, sem má nú varla
kalla stríð. Georgía var aldrei með
neinn stóran her. Þannig að fyrir
stríðið í Úkraínu hafði rússneski
herinn enga stríðsreynslu.“
Kirill f lúði Rússland daginn sem
stríðið í Úkraínu byrjaði. Úkraínsk-
ur vinur hans hafði samband við
hann og sagði að bærinn sinn hefði
orðið fyrir sprengju á rás. Kirill segir
þá báða hafa verið fljóta að átta sig á
því hvað hafði gerst.
Hann f lúði með fjölskyldu sína
til Georgíu og vinnur nú með lettn-
eskri fréttastofu sem framleiðir
fréttaefni á rússnesku. Stöðin heitir
I Gryanul Grem og birtir efnið sitt
á YouTube fyrir rússneska þegna
innan og utan Rússlands.
Kirill minnist einnig á Wagner-
hópinn og telur að Yevgeny Pri-
gozhin gæti verið orðinn of metn-
aðarfullur.
„Fyrir fjórum mánuðum síðan var
hann aðalmaður Pútíns. Hins vegar
eftir þessa aftöku með sleggjunni og
fleira þá er þessi hópur orðinn slæm
ímynd fyrir Rússland. Þar að auki
tapaði Yegveny pólitíska stríðinu
við Moskvu þannig að það kæmi
mér ekkert á óvart ef þessi maður
yrði skotinn til bana eftir einhverja
tvo mánuði,“ segir Kirill. n
Rússar óundirbúnir fyrir
nútímastríð á þessari öld
Úkraínskir lögreglumenn skoða ónýtan rússneskan skriðdreka skammt frá Karkív eftir gagnárás úkraínska hersins.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Náttúrusöfn þurfa að uppfylla mun
meiri kröfur en ríkir einstaklingar
Hilmar Malm-
quist, líf-
fræðingur og
forstöðumaður
Náttúruminja-
safn Íslands
Grameðla til sölu
Beinagrind grameðlu verður seld á uppboði
í fyrsta sinn í Evrópu í næsta mánuði.
Vísindamenn hafa hins vegar áhyggjur af því
að beinagrindin verði keypt af einkaaðila sem
myndi útiloka frekari rannsóknir á beinunum.
Áætlað er að
Trinity verði seld
fyrir rúmlega
8,6 milljónir $
á uppboðinu
í Zürich í Sviss.
Heimildir: Koller Auktionen, AFP, The Times Myndir: Koller Auktionen © GRAPHIC NEWS
TRINITY: Samanstendur af beinum úr
þremur mismunandi grameðlum sem
dóu fyrir 66 milljón árum síðan.
Afgangurinn af beinagrindinni,
eða um 50 prósent af henni, er eirlíking.
Lengd: 11,6 m
Hæð: 3,9 m
Lance Creek Formation, Wyoming-fylki
Hell Creek Formation 1, Montana-fylki
Hell Creek Formation 2
Eirlíkingar
Fyrri grameðlu-uppboð
1997, New York: Grameðlan Sue
keypt af safni í Chicago á 8,36 m. $
2020, New York: Grameðlan Stan
keypt af safni í Abú Dabí á 31,85 m. $
2022, New York: Hauskúpan af
grameðlunni Maximus seld til
óþekkts kaupanda á 6,1 m. $
Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins.
Áhugasamir auglýsendur hafi samband við:
Jón Ívar Vilhelmsson, sími 550-5654 / jonivar@frettabladid.is
FERMINGARGJAFIR
Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út
bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal
hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum.
Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst
gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi.
Tryggðu þér gott auglýsingapláss
í langmest lesna dagblaði landsins.
Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402
eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is
Föstudaginn 24. mars mun Fréttablaðið gefa út aukablaðið
Allt fyrir
hótel & veitingAhús
Allt ritstjórnarefni blaðsins er sérstaklega miðað að rekstraraðilum
þeirra þúsunda fyrirtækja sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu á
Íslandi.
Blaðið er um leið frábær auglýsingamiðill fyrir öll fyrirtæki sem bjóða
upp á rekstrarvörur og þjónustu fyrir hótel og gisti- og veitingahús.
10 FRÉTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023
LAUGARDAGUR