Fréttablaðið - 18.03.2023, Síða 14
13.06.2022
Háværar kjafta-
sögur heyrðust
úr Laugardalnum
um að Arnar
Þór Viðarsson
og þjálfara-
teymi liðsins
væru verulega
ósátt við hugar-
far Alberts og
framgöngu í verkefni landsliðsins.
Fyrst um sinn átti þjálfarinn erfitt
með að viðurkenna að samband
þeirra væri ekki gott. „Þetta er
bara ekki satt. Ég hef ekki lent í
neinu rifrildi við Albert. Við höfum
rætt hlutina, ég og Albert. Hann
er mjög faglegur og við höfum
átt nokkra fundi og talað saman
í þessum glugga. Ég veit að þetta
er mjög erfitt fyrir hann og það er
eðlilegt að hann sé ekki sáttur,”
sagði Arnar meðal annars.
Albert Guðmundsson,
atvinnumaður í knattspyrnu
hjá Genoa á Ítalíu, hefur
verið á milli tannanna á fólki
undanfarna daga. Arnar Þór
Viðarsson, landsliðsþjálfari
Íslands, segist hafa reynt að
rétta fram sáttahönd og fá
Albert aftur í landsliðið en að
sóknarmaðurinn hafi viljað
byrja alla leiki liðsins svo
hann gæfi aftur kost á sér.
FÓTBOLTI Hinn 25 ára gamli Albert
Guðmundsson hefur ekki spilað
með íslenska landsliðinu í að verða
níu mánuði. Arnar Þór hætti að
velja Albert og sagði hugarfar hans
ekki gott, vonir stóðu til að Albert
kæmi aftur í landsliðið á þessum
tímapunkti enda óumdeilt að hæfi-
leikar hans eru gríðarlegir.
Albert hefur ekki viljað ræða
stöðu mála opinberlega, allt frá
því að Arnar hætti að velja hann.
Erfitt er að sjá eftir þessar nýjustu
vendingar í málinu að Albert spili
aftur fyrir landsliðið á meðan
Arnar Þór er þjálfari liðsins. Enda
segir þjálfarinn að Albert vilji ekki
mæta í landsleiki nema að hann
byrji alla leiki. Albert hefur ekki
viljað tjá sig um málið en sóknar-
maðurinn hefur blómstrað með
Genoa á Ítalíu undanfarnar vikur.
Landsliðsferill Alberts telur 33
landsleiki og hefur hann skorað
sex mörk í þeim leikjum. n
Hæðir og lægðir á
landsliðsferli Alberts
10.01.2017
Hinn 19 ára gamli
Albert fékk í
fyrsta sinn tæki-
færi í A-landslið-
inu, mikil spenna
var fyrir þessum
efnilega pilti
sem spilaði sinn
fyrsta leik gegn
Kína. Heimir
Hallgrímsson hafði trú á Albert og
valdi hann í B-landsliðsverkefni í
janúar eftir að hafa vakið athygli
fyrir vaska framgöngu hjá PSV.
14.01.2018
368 dögum eftir sinn fyrsta lands-
leik skorar Albert sín fyrstu mörk
fyrir A-landsliðið. Mörkin komu í
æfingaleik gegn Indónesíu ytra,
eins og í fyrsta verkefni Alberts
var um að ræða verkefni í janúar
þar sem stærsta stjarna liðsins
vaknaði. Albert skoraði þrennu í
leiknum sem er helmingur þeirra
marka sem hann hefur skorað
fyrir landsliðið.
11.05.2018
Heimir Hallgrímsson, þá landsliðs-
þjálfari Íslands, velur hóp sinn sem
fer á Heimsmeistaramótið í Rúss-
landi. Albert var yngsti leikmaður
liðsins og var val hans nokkuð
óvænt. Albert var á þessum tíma
byrjaður að fá örfá tækifæri hjá
PSV í hollensku úrvalsdeildinni.
26.06.2018
Íslandi vantaði
mark í síðasta
leik riðilsins
gegn Króatíu á
HM í Rússlandi.
Heimir telur að
hinn ungi Albert
geti komið með
hið óvænta og
setur Albert inn á
völlinn síðustu fimm mínúturnar
og kippti hinum reynda marka-
skorara Alfreð Finnbogasyni af
velli. Leiknum lauk með 1-2 sigri
Króatíu og Ísland var úr leik í Rúss-
landi.
08.06.2021
Rúmlega þremur árum eftir að
hafa skorað sín fyrstu mörk og
nítján leikjum síðar skoraði Albert
fyrsta mark Íslands í 2-2 jafnt-
efli gegn Póllandi í æfingaleik. Á
þessum tímapunkti var búist við
að Albert myndi verða stjarna
liðsins enda var komið að kyn-
slóðaskiptum og væntingarnar til
Alberts voru miklar.
11.10.2021
Í leik gegn Liechtenstein var Al-
bert heitur og skoraði tvö mörk af
vítapunktinum. Albert var orðinn
sá lykilmaður sem búist var við
og vonir stóðu til að þessi mörk
myndu kveikja neista í þessum
hæfileikaríka leikmanni. Ísland
vann góðan 4-0 sigur en liðið fer
einmitt til Liechtenstein eftir
rúma viku og mætir þar heima-
mönnum.
16.09.2022
Arnar Þór Viðarsson kynnir næsta
landsliðshóp eftir kjaftasögurnar
um að Albert hefði ekki lagt sig
fram í verkefninu á undan og að
ósætti væri um hann. Nú kom í ljós
að þjálfarinn var ekki sáttur við Al-
bert og setti hann úr hópnum. „Ég
var mjög svekktur út í hugarfar Al-
berts í síðasta glugga. Það er mikill
heiður að vera valinn í landsliðið og
menn þurfa að vera 100% með eða
ekki. Leikmenn Íslands hafa alltaf
sett frammistöðu liðsins fram yfir
eigin frammistöðu og ég tel að það
sé lykillinn að árangri,“ sagði Arnar
þá um hlutina.
14.03.2023
Eftir að hafa
verið með Albert
í kuldanum frá
síðasta sumri er
greint frá því í
Fréttablaðinu að
Arnar Þór Viðars-
son og Albert
Guðmundsson
hafi rætt saman
í síma. Vonir stóðu til um að þetta
símtal bæri árangur og að þjálfar-
inn myndi velja þennan hæfileika-
ríka leikmann aftur í hópinn.
15.03.2023
Arnar Þór kynnir landsliðshóp sinn
fyrir fyrstu tvo leikina í undan-
keppni Evrópumótsins á næsta ári.
Enginn Albert Guðmundsson er
á lista og Arnar segir að Albert sé
ekki til í að vera á sömu forsend-
um og aðrir leikmenn. Degi síðar
útskýrði hann svo mál sitt. „Ég
hringdi í Albert og bauð honum að
koma til baka. Eins og ég hef alltaf
sagt er hurðin alltaf opin. Það er
ekkert illt á milli mín og Alberts.
En þegar ég tjáði honum að hann
myndi byrja á bekknum á móti
Bosníu lét hann mig vita að hann
væri ekki tilbúinn í það,“ sagði
þjálfarinn.
Hörður Snævar
Jónsson
hordur
@frettabladid.is
14 ÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023
LAUGARDAGUR