Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 28

Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 28
Hljómsveitin Fjallabræður treður upp í Háskólabíó í kvöld og verður öll til tjaldað hjá þeim bræðrum og reyndar einni systur. gummih@frettabladid.is Fjallabræður ákváðu að skella í 15 ára afmælistónleika en aldrei áður í sögu hljómsveitarinnar hafa verið haldnir sérstakir afmælis- tónleikar. Halldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, lofar stuði og stemningu á tónleikunum, sem uppselt er á. „Það er svona smá á reiki hjá okkur hversu gömul hljómsveitin er. Ég er fæddur árið 1981 og í 25 ára afmæli mínu urðu Fjalla- bræður til óformlega. Við hljótum því að vera á 16. ári. Við höfum aldrei haldið upp á afmæli svo við erum eiginlega að halda upp á öll afmælin með þessum tónleikum,“ segir Halldór Gunnar. Spurður hvort meðlimir séu ekki spenntir fyrir „gigginu“ segir Halldór: „Jú, heldur betur. Það er leiðin- legt að nota þetta orð, Covid, en það gerði okkur erfitt fyrir enda um stóran kór að ræða. Við vorum bara slakir í gegnum þann tíma en núna að vera koma aftur saman til þess að gera eitthvað svona skemmtilegt, það er alveg geggjað. Ég var að reikna þetta saman að ég er búinn að mæta á kóræfingar á þriðjudögum í 15 ár. Þá er það orðin mikil festa í lífinu ef maður hittir sama mannskapinn alltaf einu sinni í viku. Það er svo gaman þegar þetta byrjar aftur. Við nær- umst hverjir af öðrum,“ segir fyrir- liði Fjallabræðra. Halldór segir að tónleikagestir viti ekki hvað er að fara að gerast á afmælistónleikunum í kvöld. „Hver veit nema óvæntir atburðir eigi sér stað,“ segir Halldór og hlær. „Við munum stikla á stóru í því sem við höfum gert í gegnum tíðina. Við höfum verið að vinna í nýju efni líka í gegnum alheimsfar- aldurinn þegar við höfum náð að hittast. Við ætlum að líta til baka, dvelja í núinu og horfa til fram- tíðar,“ segir Halldór Gunnar. Örugglega eina konan í karlakór Halldór reiknar með að 63 með- limir muni troða upp í Háskólabíó á tónleikunum og þar af ein kona. „Eðli málsins samkvæmt þá verða alltaf einhverjar breytingar á hópnum. Það koma tímabil sem menn detta út en svo koma þeir aftur inn. Kjarni hópsins hefur haldið sér frá fyrsta „giggi“. En eins og ég hef sagt við menn að ef þeir komast ekki þar sem þeir eru að fara að gera eitthvað annað þá geta þeir komið aftur þegar þeir eru klárir. Það er ein kona í hópnum, Unnur Birna Björnsdóttir, sem er fiðluleikarinn okkar. Hún er búin að vera með okkur nær allan tímann og er örugglega eina konan sem er í karlakór. En við erum samt eiginlega hljómsveit frekar en kór og við viljum skilgreina okkur sem hljómsveit. Það eru rosalega margir söngvarar í henni.“ Um aldursbilið í hljómsveitinni segir Halldór: „Það eldist með okkur,“ segir Halldór og skellir upp úr að hlátri. „Elsti heiðursfélaginn okkar er fæddur 1934 en það er afi minn. Hann var með okkur í hljómsveitinni til að byrja með og söng inn á eina plötu með okkur. Hann mætir að sjálfsögðu á tón- leikana. Þeir yngstu eru fæddir upp úr 1980-1990. Hann er ansi breiður aldurshópurinn. Ég man þegar við vorum að byrja þá voru menn í kórnum sem voru á fermingaraldr- inum en núna eru þeir orðnir fullorðnir menn. Þetta eru nokkrar kynslóðir sem mætast. Þetta er fallegur félagsskapur. Við höfum brallað margt saman í gegnum tíðina, gert plötur, farið erlendis og djöflast saman í hinu og þessu.“ n Erum að halda upp á öll afmælin Það verður öllu tjaldað til hjá Fjallabræðrum í kvöld. MYNDIR/ SVEINBJÖRN HAFSTEINSSON Halldór Gunnar Pálsson er kórstjóri Fjallabræðra. Unnur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur notað færðubótarefnin frá Good Routine undanfarna mánuði og er mjög ánægð með virkni þeirra. Hún tekur inn Daily-D3 2000 IU®, Syner- gize-Your-Gut® og C-Your- Imnnunity®. Good Routine eru hágæða bætiefni með einstakri virkni og hámarks upptöku á næringarefnum. Þetta nýja vörumerki er fyrir þá sem gera kröfur um hrein bætiefni og fyrir þá sem vilja gefa sér tíma fyrir góðar venjur. Vönduð og spennandi fæðu- bótarefni með mikla virkni Good Routine fæðubótarefnin hafa slegið í gegn undanfarin misseri. Þau eru gerð úr náttúrulegum innihaldsefnum og geta stuðlað að bættri heilsu á ólíkan hátt, meðal annars með því að vernda þvag- færakerfið, styrkja ónæmiskerfið og bæta meltingu. „Ég fann mun eftir að hafa tekið bætiefnin í 3-4 vikur. Ég hef ágætis þekkingu á fæðubótarefnum því ég hef alltaf hugsað vel um mig og ég fann það strax að þetta er frábær vara,“ segir Unnur. „Ég frétti af þessum fæðubótar- efnum í gegnum vinafólk og sá þetta í verslunum og fannst þetta strax mjög spennandi. Ég hef alltaf verið áhugamanneskja um bætiefni, eins og ég segi, svo ég var ánægð með að fá að prófa eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Unnur. „Mér finnst virkilega hafa verið vandað til verka og þetta er mjög fjölbreytt lína af fæðubótarefnum svo ég á eftir að prófa fleiri efni, en þetta lofar mjög góðu hingað til og mér finnst allt við þetta merki mjög faglegt.“ Betri melting og þarmaflóra „Maður vill alltaf hugsa vel um sig nú er ég orðin amma, svo ég þarf að hugsa vel um ónæmiskerfið og meltinguna. Mér finnst áhrifin af Synergize-Your-Gut® sérstaklega eftirtektarverð og jákvæð,“ segir Unnur. „Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það er meira jafnvægi á þarma flórunni. Það kom mér á óvart hvað ég fann fljótt mun á mér. Þegar farið er í gegnum breytingaskeiðið er mikilvægt að vera með heilbrigða þarmaflóru. Hún er mjög mikilvæg því þannig nýtum við öll næringarefnin betur í líkamanum. Góð þarmaflóra hefur einnig gífurlega góð áhrif á hormónakerfið okkar. Hún hjálpar til við að brjóta niður og melta fæðu ásamt því að fram- leiða ákveðin vítamín og fitusýrur sem eru okkur nauðsynleg. Góð þarmaflóra er því undirstaða fyrir heilbrigða meltingu, sem skilar sér í bættu jafnvægi hormóna- kerfisins. Ég myndi virkilega mæla með þessum fæðubótarefnum. Ég hef mikla trú á þessum vörum og góða tilfinningu fyrir þeim,“ segir Unnur. „Ég held líka að þau sem Öflug þarmaflóra er undirstaða heilsunnar Unnur Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Engey kids, hefur verið að prófa nýju fæðubótarefnin frá Good Routine undanfarnar vikur og er mjög ánægð með virkni þeirra. MYND/AÐSEND Ég hef tekið eftir því að meltingin hefur orðið betri og það er meira jafnvægi á þarmaflórunni. Það kom mér á óvart hvað ég finn mikið fyrir þessu. Unnur Gunnarsdóttir fylgjast með í vítamínheiminum eigi eftir að sjá það fljótt hvað þetta er vönduð og flott vara.“ Loksins á Íslandi Tíu af vörum Good Routine fást á Íslandi. Meðal annars Comfort-U®, sem veitir þvagfærakerfinu stöðuga vernd, Daily-D3 2000 IU®, sem er D3-vítamín af náttúrulegum uppruna, Synergize-Your-Gut®, sem er fyrir þarmaheilsu og heil- brigða þarmaflóru, Pure Omega-3, sem er kraftmikið ómega-3 í gel- hylkjum, og C-Your-Immunity®, sem inniheldur C-vítamín, quer- cetin, hesperidin og bromelain í einu hylki og hjálpar fólki sem er viðkvæmt fyrir kulda og hita- breytingum. Ásamt því að sérhæfa sig í fæðu- bótarefnum leggur Good Routine mikla áherslu á að stuðla að vitundarvakningu um að góðar venjur séu lykilatriði þess að líða vel alla daga. Það spannar allt frá hreyfingu og næringu til andlegrar heilsu. n Good Routine fæst í Hagkaup, Lyfjum & heilsu, Apótekaranum Krónunni, Fjarðarkaupum og á www.goodroutine.is Unnur fann fljott mun á sér þegar hún fór að taka inn Synergize-Your- Gut frá Good Routine. Við höfum verið að vinna í nýju efni líka og við ætlum að líta til baka, dvelja í núinu og horfa til framtíðar. Halldór Gunnar Pálsson 4 kynningarblað A L LT 18. mars 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.