Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 18.03.2023, Qupperneq 46
Þær Eva María Þórarinsdóttir Lange og Birna Hrönn Björns- dóttir, stofnendur og eigendur Pink Iceland, eru lifandi og litríkir karakterar og ber heimili þeirra þess merki. Eva María og Birna keyptu íbúðina við Skólavörðu- stíginn árið 2020 en þær heilluðust um leið og þær komu þangað inn í fyrsta sinn. „Við byrjuðum að sverma fyrir íbúðinni um leið og hún datt inn á fasteignavefina. Það gripu um sig svo margar tilfinningar þegar við fórum fyrst að skoða, okkur leið bara eins og við værum komnar heim,“ segir Birna. Gistiheimili var rekið í rýminu þegar hjónin festu kaup á því og kom það sér einkar vel að sögn Evu Maríu. „Á meðan verið var að senda tilboð fram og til baka og spá og spekúlera vinguðumst við við staðarhaldarann og hún var dugleg að leyfa okkur að laumast upp á turnsvalirnar til að tylla okkur og skála svona fyrir fram með vinum og fjölskyldu. Við fengum því aðeins að máta okkur við útsýnið á svölun- um,“ rifjar hún upp en af svölunum sést vel yfir Skólavörðuholtið þar sem Hallgrímskirkja trónir efst en líka alla leið upp á Snæfellsnes. Breyttu eiginlega öllu Að kaupferli loknu tók við heilmikið breytingaferli enda var rýminu skipt upp í mörg herbergi, sameigin- legt eldhús, þvottahús og móttöku- rými fyrir gistiheimilið. „Stutta svarið þegar við erum spurðar hverju við breyttum væri: eiginlega öllu,“ segir Eva María og Birna bætir við: „Við byrjuðum á því að taka niður veggi sem hólfuðu af gistirýmin, við bjuggum til svefn- herbergi þar sem áður hafði verið þvottahús og skrifstofa og baðher- bergi þar sem áður hafði verið koju- herbergi. Við erum svo óendanlega heppn- ar með fólkið í kringum okkur því það er aldrei skortur á hjálpsömum höndum að lyfta hamri, pensli eða kúbeini. Það þurfti mikið að rífa niður og var það svo sannarlega vin- sælast, einhver orkulosun sem átti sér stað. Við búum að svo hæfileika- ríkum og duglegum einstaklingum í fjölskyldunni sem báru svo hitann og þungann af svona faglegheit- unum og það er ómetanlegt.“ Biðla til Völu Matt og Gulla Aðspurðar hvort frekari fram- kvæmdir liggi fyrir má heyra að þær dreymir um þakpall. „Það er alltaf gaman að láta sig dreyma og hugsa stórt svo stutta svarið er já. Þegar að því kemur er það pottþétt efni í aðra heimsókn,“ segir Birna. „Ef Gulli byggir, já, eða Vala Matt, eru að lesa þetta og hafa áhuga á hugsanlegum þakpalli í miðborg Reykjavíkur þá erum við í síma- skránni,“ bætir Eva María við hlæj- andi. „En jú, við erum með mjög skýrt plan og við erum komnar hingað til að vera, við verðum hér á níræðisaldri enn þá með heitt á könnunni, kældar búbblur og kær- leik fyrir vini okkar og fjölskyldu.“ Glimmer og litríkur fatnaður Litadýrð einkennir heimilið bæði í innanstokksmunum og vegglitum en litagleðin einkennir þær Evu Maríu og Birnu á fleiri sviðum. „Þegar við vorum að kynnast þá byrjuðum við að dj-a á hinsegin stöðum borgarinnar og fengum strax viðurnefnið Dj Glimmer – þetta var ákveðið markaðstrikk því að þá fóru allir heim af dansgólfinu með glimmer á sér. Þannig fylgdi Dj Glimmer þeim fram á næsta dag, og jafnvel stundum næstu daga,“ segir Eva María. „Glimmer-nafnið festist við okkur og er ekki óalgengt að fólk komi til okkar til að fá glimmer eða litríkan fatnað og leikmuni.“ Birna segir að frá upphafi sam- bandsins hafi þær verið samstíga í ást sinni á litum, hvort sem það er á heimili þeirra eða í fatavali. „Það er oft því litríkara, því betra – en ávallt smekklegt. Við erum með nokkur rými á heimilinu sem eru máluð í sterkum litum en við leyfum alrýminu að vera hvítu þar sem hús- gögnin okkar eru græn, bleik og gyllt og mikil litadýrð almennt.“ Húsgögnin flest notuð Meirihluti húsgagna heimilisins er notaður, annaðhvort eru þau keypt notuð eða fengin frá fjölskyldum þeirra og þannig verður stíll heim- ilisins lifandi og fjölbreyttur. „Okkur finnst svo eðlilegt að poppa upp hversdagsleikann með litum. Það kallar á jákvæð viðbrögð fólks, litir örva og hafa áhrif á til- finningar okkar – hví ekki að lífga upp á skammdegið með fallegum litapallettum? Lífið er betra í lit,“ segir Birna brosandi. Eva María og Birna hafa unun af því að bjóða fólki heim og að líf og fjör sé á heimilinu þar sem þeirra fólki líði vel. Þær tóku mið af því þegar þær endurhönnuðu rýmið. „Okkur fannst því mikilvægt að halda í það sem okkur fannst best við okkar fyrra heimili og það var að hafa stórt rými sem hýsir mikið af fólki,“ segir Birna. „Svefnherbergið er því inn af eld- húsinu en besta útsýnið og stærstu gluggarnir eru í opna eldhúsinu, borðstofunni og stofunni sem liggja saman og mynda mjög skemmtilega heild.“ Lífið er betra í lit Björk Eiðsdóttir bjork @frettabladid.is Heimili Evu Maríu og Birnu við Skólavörðustíginn er fyrir margar sakir einstakt þar sem ægir saman nýju og notuðu, fallegum litum og gleðin er alltumlykjandi. Fréttablaðið/anton brink Eldhúsið og alrýmið höfðu þær í hvítu sem mótvægi við alla litagleðina í innanstokks- munum og herbergjum. Hér er horft frá borðstofu inn í stofu. Borðið er úr hótelinu Oddsson sem var í JL húsinu en ljósið yfir útbjuggu þær sjálfar með því að nýta gamlar spegla-plexí- plötur. Útsýnið yfir Reykjavík og nágrenni er einstakt og eru hjónin dugleg að bjóða gestum heim. 30 helgin FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARs 2023 lAUgARDAgUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.