Fréttablaðið - 18.03.2023, Page 56
Skemmtileg og hressi-
leg skáldsaga um að
finna sig eftir að hafa
týnt sér.
Ég á móður minni
auðvitað mikið að
þakka og hún hefur
stutt við mig. Hún
verður 101 árs 24. mars
og fylgist vel með öllu
sem er að gerast.
Framleiðum einangrunarlok
og yfirbreiðslur á allar
tegundir potta.
Metum ástand og gerum við.
Fjarðarbólstrun S. 561 4188 • 840 0339 • fjardarbolstrun@gmail.com
LOK Á HEITA POTTA
www.fjardarbolstrun.is
Smiðjuvegur 12, rauð gata - S. 566 6630 - gluggagerdin@gluggagerdin.is
Hrafnkell Sigurðsson var á
dögunum útnefndur mynd-
listarmaður ársins. Hann
segist vera sérstaklega þakk-
látur móður sinni sem verður
101 árs í næstu viku.
tsh@frettabladid.is
Hrafnkell Sigurðsson hlaut Íslensku
myndlistarverðlaunin 2023 sem
myndlistarmaður ársins fyrir sýn-
inguna Upplausn. Sýning Hrafnkels
var sett upp á vegum fyrirtækisins
Billboard í verkefni þeirra Auglýs-
ingahlé á yfir 450 auglýsingaskjáum
víðs vegar um höfuðborgarsvæðið
í janúar 2022, í samstarfi við Lista-
safn Reykjavíkur og Y gallerí.
Hrafnkell segir það hafa verið
ólýsanlega tilfinningu að hljóta
verðlaunin. „Ég var svo hissa og
glaður. Þetta var bara stórkostlegur
og skemmtilegur áfangi.“
Alls var sex verðlaunum og viður-
kenningum úthlutað en auk Hrafn-
kels hlutu meðal annars listakon-
urnar Ásgerður Birna Björnsdóttir
hvatningarverðlaun og Ragnheiður
Jónsdóttir heiðursverðlaun.
Sterk viðbrögð
Sýning Hrafnkels á sér langan
aðdraganda en hann sýndi verkin
á Upplausn upphaf lega sem ljós-
myndaprent í Hverfisgalleríi árið
2018. Útgangspunktur verkanna er
einn pixill úr Hubble-sjónaukanum
af fjarlægum vetrarbrautum sem
Hrafnkell stækkaði upp og vann í
myndvinnsluforriti.
„Ég byrjaði að vinna efnið í þessi
ljósmyndaprent 2017. Síðan sá ég að
þetta var alveg kjörið í þessa sam-
keppni Billboard og fékk ofsalega
góða tilfinningu fyrir því. Það var
eitthvað sem ég tengdi við þar, þetta
var alveg unnið í stafrænum heimi
og myndi svo fara beint á stafrænan
skjá, þannig þetta var svona milli-
liðalaust og það var einhver kraftur
í því,“ segir hann.
Hrafnkell segir viðbrögðin við
Upplausn hafa verið mjög sterk í árs-
byrjun 2022 en margir vegfarendur
ráku upp stór augu þegar þeir sáu
verkin og töldu að um væri að ræða
bilun í auglýsingaskjáum Billboard.
„Sumir sögðu meira að segja: „Æ,
þetta er bilað, þetta er nú bara eins
og eitthvert listaverk.“ En ég held að
fólk hafi áttað sig á því kannski eftir
fyrsta daginn að þetta var eitthvað
meira en bilun. En þetta mátti alveg
vera eins og bilun líka,“ segir hann.
Huglæg og abstrakt verk
Í umsögn dómnefndar Íslensku
myndlistarverðlaunanna segir
meðal annars að með því að nýta
auglýsingaskiltin hafi Hrafnkell og
f leiri „opnað nýja leið til að miðla
myndlist“. Spurður um hvort hann
sé sammála því segir listamaðurinn:
„Ég held það sé ekki alveg nýtt að
sýna myndlist á svona auglýsinga-
skiltum og það hafði í raun ekkert
með mig að gera, ég var heppinn að
vera valinn í þetta verkefni og hepp-
inn að vera með verk sem pössuðu
vel inn í þetta.“
En þetta er ekki með öllu óum-
deilt og sumir hafa gagnrýnt það
að myndlist sé sett í jafn kapítalískt
samhengi og auglýsingar.
„Er hægt að sleppa undan því? Ég
veit það ekki. Ég meina, er ekki allur
heimurinn undirlagður? Auðvitað
er alltaf hægt að gagnrýna og finna
vinkil á allt en fyrir mig var þetta
bara kærkomið tækifæri. Skilaboðin
í verkinu voru mjög andstæð því
að vera að segja fólki eitthvað eða
auglýsa eitthvað. Þetta voru mjög
abstrakt verk og huglæg, í töluverðri
andstöðu við umhverfið sem þau
voru sýnd í eða miðilinn, þannig
að ég held að inntak verkanna hafi
mögulega vegið upp á móti staðnum
sem þau voru sýnd á.“
Vinnur með skjái
Hrafnkell segir standa til að gefa út
ljósmyndabók með verkunum úr
Upplausn en fram að því er einnig
í nógu að snúast.
„Meðal annars er ég að vinna að
nýjum verkum sem eru ekki ólík
aðferð og Upplausn en samt á annan
hátt. Ég er að vinna með sjálfan skjá-
inn, ég er að taka myndir af skjánum
og setja þær aftur inn í tölvuna. Ég er
að framkalla eitthvað út úr skjánum
sem er ekki þar fyrir og vinn svo
frekar með það,“ segir hann.
En þótt Hrafnkell vinni gjarnan
með tækni og vísindi í sínum
verkum segist hann ekki vera mjög
tæknisinnaður sjálfur.
„Ég get ekki sagt það, ég er ekki
mjög tæknisinnaður eða fær í ein-
hverri forritun. Ég kann á Photo-
shop og búið. Þetta er mjög hrátt allt
saman og einföld aðferð í rauninni
þótt ég sé að vinna með stafrænt
efni.“
Öflug myndlistarsena
Íslensku myndlistarverðlaunin voru
fyrst veitt 2018 af Myndlistarráði.
Yfirlýst markmið verðlaunanna
er að heiðra íslenska myndlistar-
menn eða myndlistarmenn búsetta
hérlendis og þau verkefni sem hafa
skarað fram úr á liðnu ári.
„Ég held að það sé bara alveg
nauðsynlegt að hafa þessi verðlaun
til staðar og þetta hefði átt að vera
komið miklu fyrr. Það voru náttúr-
lega fyrst Sjónlistarverðlaunin á
sínum tíma sem voru haldin í örfá
ár. Ég held að víða annars staðar séu
svona svipuð fyrirbæri búin að vera
til staðar í áratugi,“ segir Hrafnkell.
Hrafnkell er fæddur 1963 og hefur
verið virkur í sýningahaldi í rúm
þrjátíu ár en hann hélt sína fyrstu
einkasýningu á Ísafirði 1987.
Hvernig blasir myndlistarsenan í
dag við þér?
„Mér finnst bara magnað hvað
hún er orðin öflug hérna á Íslandi
og hvað utanumhaldið er alltaf að
verða betra og betra. Það er svaka-
lega mikil bylting á þrjátíu árum.“
Þakklátur móður sinni
Hrafnkell segist vera þakklátur
Billboard, Listasafni Reykjavíkur
og Y gallerí fyrir stuðninginn við
uppsetningu Upplausnar. Þá segist
hann vera sérstaklega þakklátur
móður sinni, Ellen Svövu Stefáns-
dóttur, sem styður hann í öllu sem
hann gerir.
„Ég á móður minni auðvitað
mikið að þakka og hún hefur stutt
við mig. Hún verður 101 árs 24. mars
og fylgist vel með öllu sem er að ger-
ast,“ segir Hrafnkell.
Er hún mikil áhugakona um
myndlist?
„Já, hún er það, hún hefur gott nef
og skynbragð á myndlist. Ég treysti
því alveg þegar ég sýni henni eitt-
hvað nýtt og tek mark á viðbrögðum
hennar.“ n
Ólýsanleg tilfinning að
vinna verðlaunin
Hrafnkell segist hafa upplifað mjög sterk viðbrögð fólks við sýningunni Upplausn sem var sett upp á yfir 450 aug-
lýsingaskjáum víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í ársbyrjun 2022. Fréttablaðið/anton brink
Bækur
Óbragð
Guðrún Brjánsdóttir
Útgefandi: JPV
Fjöldi síðna: 251
Brynhildur Björnsdóttir
Í upphafi bókarinnar Óbragð er
Hjalti heldur illa staddur í lífi sínu.
Anna kærastan hans er farin frá
honum, draumurinn um að verða
brúarsmiður leystist upp í lítt gef-
andi verkfræðinámi og óttinn við
veggjalýs hefur tekið yfir flestar vök-
ustundir. Ofan á þetta bætist heims-
faraldur og veira sem hefur svipt
hann lykt og bragðskyni, vinir sem
vilja frekar tala um prjónauppskrift-
ir en vanlíðan Hjalta og nágrann-
inn á efri hæðinni sem heldur allt
of hávær partí. Það er þó í gegnum
þennan nágranna sem Hjalti kemst
í kynni við lækningamátt kakós frá
Gvatemala og gengur í framhaldi af
því til liðs við Kakófylkinguna þar
sem fjölskrúðugt persónugallerí
dregur hann með sér í Skaftafell til
að ástunda kakótengda hugleiðslu
og hjálpar honum að finna sjálfan
sig, frelsið og tilgang lífsins.
Ferða- og þroskasaga
Óbragð er ferða- og þroskasaga
Hjalta út úr níðþröngum stakkn-
um sem hann og uppeldi hans og
umhverfi hafa sniðið honum yfir
í ómengaða náttúruna með kostu-
legri Kakófylkingunni þar sem
sætur landvörður hjálpar honum
meira að segja að sættast við lofts-
lagsbreytingar sem óhjákvæmilegan
og óviðsnúanlegan hluta af jarð- og
mannkynssögunni.
Eftir því sem Hjalti kemst í betra
samband við sjálfan sig og heim-
inn sem hann lifir í kemur bragð
og lyktarskynið sem hann glataði
þegar hann veiktist af Covid smám
saman aftur og sú hliðstæða er vel og
skemmtilega útfærð, með pælingum
um hvernig bragð er kannski öðru-
vísi en mann minnir og hvernig
lykt getur kveikt á minningum og
tilfinningum.
Þrælskemmtileg aflestrar
Sagan er sögð á fyndinn og galgopa-
legan hátt og sumar aðstæðurnar
sem sérstaklega Kakófylkingin
lendir í eru sprenghlægilegar, hér
má til dæmis minnast á gerð kynn-
ingarmyndbands í Jökulsárlóni og
þegar hópurinn leiðir ferðamanna-
strauminn út af stikuðum stígum
og út í ómengaða náttúruna. Þróun
Kakófylkingarinnar úr broslegu
safni fólks í leit að sjálfu sér yfir í
sértrúarsöfnuð sem fylgir leiðtoga
sínum í blindni er líka áhugaverð
og vel útfærð. Höfundur styttir sér
stundum leið og notar minni úr vin-
sælum ástarsögum og bíómyndum
að farsælum endi eins og þegar hin
sæta og ákveðna Kría landvörður
verður skotin í Hjalta eftir að hafa
hitt hann einu sinni við aðstæður
sem sýna hann alls ekki í jákvæðu
ljósi en allur andi sögunnar er þann-
ig að auðvitað gerist einmitt það og
sagan á sér meira að segja endi sem
á ekki langt í kött í mýri, rennandi
smjör og brennandi roð.
Guðrún Brjánsdóttir sýnir í þess-
ari bók að hún hefur gott vald á því
að segja sögur og búa til persónur.
Óbragð er þrælskemmtileg aflestr-
ar, létt í lund og tekur sig mátulega
alvarlega og óhætt að mæla með
henni í sumarbústaðarferðirnar um
páskana. n
Niðurstaða: Skemmtileg og
hressileg skáldsaga um að finna sig
eftir að hafa týnt sér.
Kakóhald undir jökli
40 menning FRÉTTABLAÐIÐ 18. mARs 2023
LAUgARDAgUR