Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 58

Fréttablaðið - 18.03.2023, Side 58
betur látið ógert þegar upp er staðið enda stigmagnast spennan milli hans og Ragnars jafnt og þétt í fálmkenndum tilraunum þeirra til þess að spegla sig hvor í öðrum sem renna ítrekað út í sandinn í tragískum misskilningi á tilverunni, sjálfum sér og öllu þar á milli. Hlynur hefur áður unnið með þeim Elliott Crosset Hove og Ingvari E. Sigurðssyni með góðum árangri og þeir glansa hér báðir í hlutverk- um Lucasar og Ragnars sem Hlynur sérsaumaði fyrir þá. Elliott skilar angist, vonbrigðum og andlegri hnignun prestsins átakanlega vel og Ingvar, sem aldr- ei klikkar, er hreint út sagt frábær sem leiðsögumaðurinn. Hann er svo öflugur að maður saknar hans eiginlega um leið og hann er ekki í mynd sem má teljast býsna gott í jafn öflugum leikhópi. Hér er valin manneskja í hverju hlutverki og rétt eins og í Hvítum, hvítum degi er einhver galdur fólginn í samleik Ingvars og Ídu Mekkínar sem leikur yngri dóttur feðra- og nýlenduveldis fulltrúans sem Jacob Lohmann skilar fanta vel rétt eins og Vic Carmen Sonne sem eldri dóttirin. n NIÐURSTAÐA: Volaða land er ágeng og eftirminnileg períóða með nettum frávikum og skálda- leyfi þar sem öflugir leikarar, frábærir búningar, mögnuð tónlist og kvikmyndataka ásamt íslensku landslagi fara með áhorfendur í krefjandi en þakklátan rann- sóknarleiðangur um hinstu rök mannlegrar tilveru. HSH Þrif og flutningar Tökum að okkur regluleg þrif fyrir sumarhús, hótel, gistiheimili og fyrirtæki. Almennar ræstingar, auka þrif og ýmis önnur þjónusta. Erum staðsett á Suðurlandi. Gerum tilboð sem hentar þínum þörfum. Hægt er að nálgast frekari upplýsinga í síma 792-1727 eða í tölvupóst á hshflutningar@gmail.com HSH þrif og flutningar ehf. er fyrirtæki með persónulega þjónustu sem er með 10 ára reynslu í þrifum og flutningum. Nudd Nudd Nudd Slökunarnudd í miðbæ Reykjarvíkur. Lausir tímar. Sími 694 7881, Janna. Citroen C5 Aircross – Shine útgáfa. SUV Plug-in-Hybrid 2021 – ekinn 20 þús. km Verð 5.490.000 Nýr svona bíll kostar 8,1 millj. án dráttarkróks og þverboga. Rúmgóður og notendavænn fjölskyldubíll. Hábyggt jeppalagið og há sætisstaða skapa þægilegt aðgengi. Aftursætin eru öll á sleða og rúma auðveldlega þrjá bar- nastóla. Farangursrýmið er allt að 720 lítrar, það stærsta í þessum flokki bíla og rúmar auðveldlega golfsettið eða barnavagn auk annars farangurs. Langbogar og þverbogar, sumar og vetrardekk. Dráttarkrókur. Dökklitaðar rúður aftan. Starthnappur. Rafdrifinn afturhleri.Tölvustýrð miðstöð. Álfelgur 18”. ESP stöðugleikastýrikerfi. Rafdrifið ökumannssæti. Dagljósabúnaður. Fjarlægðarskynjari framan og aftan, og fleira og fleira . . . Fosshálsi 27 - 110 Reykjavík - Sími 577 4747 - Hofdabilar.is - hofdabilar@hofdabilar.is Hybrid á súperverði! Blaðið í dag og safn eldri blaða á frettabladid.is KVIKMYNDIR Á ferð með mömmu Leikstjórn: Hilmar Oddsson Handrit: Hilmar Oddsson Aðalhlutverk: Þröstur Leó Gunnarsson, Kristbjörg Kjeld, Tómas Lemarquis, Hera Hilmar Þórarinn Þórarinsson Áhugaljósmyndarinn Jón býr í fullkomnu fásinni ásamt aldraðri móður sinni á afskekktum sveitabæ fyrir vestan. Mamman er merking- armiðja tilveru hans og slík eru áhrif hennar að þegar hún deyr kemur ekki annað til greina en að upp- fylla hinstu ósk hennar með því að koma jarðneskum leifum hennar, í hennar fínasta pússi, fyrir í aftur- sæti lúinnar Ford Cortina og drösla henni á Eyrarbakka með viðkomu á Gullfossi og Geysi. Eftir því sem kílómetrunum að baki fjölgar ferðumst við lengra inn í hugarfylgsni Jóns þar sem mamma lætur enn harkalega að sér kveða og þau gera í raun upp samband sitt og fortíð að henni látinni enda margt ósagt og enn á huldu. Jón kemur áhorfendum og þeim sem á vegi þeirra mæðgina verða fyrir sjónir sem hálfgerður ein- feldningur og minnir þannig um margt á garðyrkjumanninn Chance í Being There þar sem ólíklegustu og sjálfsögðustu hlutir virðast ofar þröngum lífsskilningi hans. Eftir því sem lengra er ekið virðist hann þó einhvern tímann hafa lifað eðlilegra lífi og átt vonir og þrár sem mömmu tókst að kæfa niður með ofríki sínu. Hann minnir því einn- ig á annan þekktan mömmustrák, Norman nokkurn Bates. Handrit Hilmars Oddssonar er ansi hreint sniðugt og leikstjórnin vitaskuld fáguð og öguð eins og hans er von og vísa. Tónlistin, kvikmyndatakan og hið sívinsæla íslenska landslag eru mikilvæg púsl sem falla fullkomlega að heildar- myndinni sem yfirburðaleikar- arnir Þröstur Leó Gunnarsson og Kristbjörg Kjeld virðast halda uppi fyrirhafnarlaust. n NIÐURSTAÐA: Þröstur Leó og Krist- björg Kjeld keyra tragikómedíuna áfram af slíkri íþrótt að unun er á að horfa og skilja áhorfendur eftir með heilmikið að hugsa um á óvæntum áfangastað. Óvissuferð um heillandi hugarheim Þröstur Leó og Kristbjörg Kjeld eru frábær á furðuferðalagi sínu á mörkum draums og veruleika. MYND/AÐSEND KVIKMYNDIR Volaða land Leikstjórn: Hlynur Pálmason Handrit: Hlynur Pálmason Aðalhlutverk: Elliott Crosset Hove, Ingvar E. Sigurðsson, Vic Carmen Sonne, Ída Mekkín Hlynsdóttir Þórarinn Þórarinsson Hlynur Pálmason er merkilega magnaður kvikmyndagerðarmað- ur og kannski má segja að hann sé býsna djarfur sem slíkur á vorum ömurlegu tímum merkingarleys- unnar þar sem allt gengur út á að vaða á ofsahraða í gegnum brim- skafla stafrænnar kúadellu og fals- frétta og gleypa um leið sem mest í sig meðvitundar- og hugsunarlaust. Hlynur þorir nefnilega ekki aðeins að gefa sér drjúgan tíma til þess að segja sögur sínar lötur- hægt heldur hikar hann ekki við að gera kröfur til áhorfenda sem hljóta mörg hver að upplifa myndir hans eins og æfingu í þolinmæði og núvitund. Þetta sterka höfundareinkenni er ekki síður áberandi í Volaða landi en Hvítur, hvítur dagur, frá 2019, þótt önnur sé samtímasaga en hin gerist undir lok 19. aldar. Báðar eru myndirnar svo seigf ljótandi að á köflum er eins og ekkert sé að gerast á meðan þær naga sig hægt, bítandi og af sívaxandi þunga djúpt í vitund áhorfenda. Það er að segja ef þeir hafa rænu á því að gefa sig mynd- unum á vald með opnum huga. Volaða land er marglaga átaka- saga ólíkra manna, manns og nátt- úru, Guðs og manns, mannsins við sjálfan sig, kvenna og karla, Íslend- inga og Dana, orða og mynda og ekki síst hrjáðrar þjóðar við sitt vol- aða land sem gefur engin grið, molar fólk niður og drepur það hvort sem öldin er sú 19. eða 21. Þessi átök kristallast og hold- gerast í unga, danska prestinum Lucasi og Ragnari, leiðsögumanni hans. Jarðnánu og alíslensku hörku- tóli og sveitakarli sem hefur tekið á sig ótal myndir í íslenskum bók- mennta- og menningararfi. Presturinn er gerður út frá Kaupinhafn til þess að þjóna Guði í íslenskri sveit eftir að hafa látið reisa þar kirkju. Þótt hann sé varaður við því að Ísland sé þess eðlis að það geti snardrepið menn andlega og líkamlega mætir hann bjartsýnn til leiks með þungar ljósmyndagræjur á bakinu, fullur af vilja til þess að kynnast landi og þjóð. Eitthvað sem hann hefði ef til vil Andleg barátta í landi sem engu eirir Presturinn ungi með ljós- myndadelluna leggur upp með fögur áform um að kynnast Íslendingum í gegnum linsuna. MYND/AÐSEND Mögnuð per- sóna Ragnars var skrifuð með Ingvar í huga og hann þakkar fyrir sig með enn einum stór- leiknum. MYND/AÐSEND 42 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.