Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 18.03.2023, Blaðsíða 60
Þessi kuldi var kannski ekki svo slæmur. Jack Magnet er fantasía um harmonikkuleik- ara á Snæfellsnesi sem uppgötvar áður óþekkta hæfileika sína til að festa utan á sig málmhluti. Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að segja sína skoðun óháð áliti annarra • Kjark til að tala um eigin líðan og annarra • Leiðir til að eignast vini, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun Námskeið hefjast: 10 til 12 ára 12. júní 9.00 -13.00 átta virka daga í röð 13 til 15 ára 12. júní 13.30 - 17.00 níu virka daga í röð 16 til 19 ára 9. ágúst 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti 20 til 25 ára 1. júní 18.00 -22.00 tvisvar í viku, 9 skipti Skráning á sumarnámskeiðin hafin Skráning á dale.is eða 555 7080 Ókeypis kynningartími dale.is/ungtfolk *Hægt er að nota frístundastyrki bæjarfélaga sem greiðslu - Youth_Ad_031323 FRÉTTIR VIKUNNAR | Bæjarbíó í Hafnarfirði verður segulmagnað um næstu helgi þegar tónlistargoðsögnin Jakob Frímann Magnússon dustar rykið af einu sinna sjálfa frá því á árum áður í Ameríku. ser@frettabladid.is Frumflutningur á konseptverkinu Jack Magnet frá fyrsta tóni til þess síðasta hefur lengi staðið til. Að sögn Jakobs hefur hugmyndin að tónleikunum ágerst nokkuð innra með honum, allt frá því hann flutti Horft í roðann í heild sinni fyrir ári. Bæði verkin eru af annarri vídd en þeirri hversdagslegu, að sögn höfundarins sem samdi þau bæði á Ameríkuárum sínum á áttunda áratug síðustu aldar. Fantasía nikkarans Litið er um öxl í verkinu Horft í roð- ann sem fjallar um upplifun Ívars nokkurs frá Purkey á Breiðafirði þegar bát hans hvolfir fyrirvaralaust í óveðri á Breiðafirði. „Í því verki blasir þroskasagan við í hraðspólun, ef svo má segja,“ rifjar Jakob upp, „en Jack Magnet er fantasía um harmónikkuleikara á Snæfellsnesi sem uppgötvar áður óþekkta hæfileika sína til að festa utan á sig málmhluti með segulafli líkamans einu og sér.“ Þetta er náttúrlega eitthvað, bendir höfundur á í endurlitinu – og rifjar áfram upp tilurð verksins. „Svo verður bandarískur varnar- liðsmaður af Keflavíkurvelli vitni að þessum yfirnáttúrulegu hæfi- leikum, undrum og stórmerkjum, á kúttmagakvöldi á Rifi, býður harm- ónikkuleikaranum að koma fram á lítilli fjölskylduhátíð í Nevadafylki og smám saman færast út kvíarnar,“ segir Jakob og er kominn á f lug í endurminningunni. „Harmónikkan víkur svo fyrir sjónrænum yfirskilvitlegum uppá- komum en samhliða þessu eykst spenna, fíkn og bílífi sem endar með því að batteríin klárast og kalla á endurhleðslu heima á Arnarstapa að afstaðinni sérstakri meðferð á Staðastað.“ Hugmyndaf lugið hefur sumsé ekki skort á sínum tíma. Óvæntur samfundur „Það undarlega gerðist síðan fyrir skemmstu,“ heldur Jakob áfram, „að ég var kynntur fyrir kraftakarlinum Njáli Torfasyni sem getur látið bæði Kobbi Magg gengur aftur sem Jack Magnet Jakob Frímann hefur gefið sér góðan tíma í að undirbúa tónleikana sem fram fara laugardaginn 25. mars í Bæjar- bíói, en þurfti raunar að gera hlé á æfingum vegna utanfarar í aldingarðinn Eden. FRÉTTABLAÐIÐ/ ANTON BRINK hnífa, skeiðar og gaffla hanga utan á sér með segulkraftinum einum saman, en jafnframt látið níðþungt straujárn loða við sig – og dregið með því bíl sem bundinn er við straujárnið, allt þetta án bragða og með segulaf l líkamans eitt að vopni.“ Jakob er auðvitað hrifnæmur maður – og er hvergi hættur. „Um þennan mann ákvað ég þegar í stað að gera heimildarmynd sem sýnd verður síðar á árinu, en brot úr henni verður frumsýnt á tónleikunum á laugardaginn um næstu helgi. Þetta er tvímælalaust merkasti maður sem ég hef hitt og skýringar á þessum kröftum hans mætti ræða í sjálfstæðri Fréttablaðs- grein,“ segir tónlistarmaðurinn af kunnuglegri drift. Fundaflakk um Mesópótamíu Í miðjum undirbúningi þessara stórtónleika var Jakob svo sendur sem alþingismaður til Bagdað í Miðausturlöndum í furðulegt og ótrúlegt fundaflakk um hina fornu Mesópótamíu, eins og hann kemst sjálfur að orði, „meira að segja í ald- ingarðinn Eden í fylgd með fremstu trúarleiðtogum Íraks, forseta lands- ins og f lestum ráðherrum, og loks fjölskyldu sjálfs Saddam Hussein.“ Lífið er nefnilega lyginni líkast – og listin líka. Og hann hlakkar til tónleikanna næsta laugardag þar sem það besta af sólóferli kappans verður f lutt í bland við bestu lög Stuðmanna fyrir hlé, áður en konseptverkið Jack Magnet verður frumflutt í heild sinni í fyrsta skipti hér á landi. n Óli Hjörtur Ólafsson Óli Hjörtur Ólafsson, kynningar- og útgáfustjóri Stockfish-kvikmynda- hátíðarinnar, nefnir Óskarinn sem einn hápunktinn í fréttum liðinnar viku. „Númer eitt var Óskarinn og það að Everything everywhere all at once vann svona mikið. Ég bjóst ekki við því, og ógeðslega geggjað að Michelle Yeoh var fyrsta asíska konan sem vann Óskarinn. Ég fer sáttur frá borði með það,“ segir Óli. „Fréttin sem kom í gær með handtökuskipun á Pútín er frétt sem ég bjóst ekki við,“ segir Óli og vísar til handtökuskipunar Alþjóðaglæpadómstólsins á Rúss- landsforseta vegna stríðsglæpa í Úkraínu. „Ég vonast til að þetta lendi vel og verði ekki eitthvað Skautadrottning, skotárás og Óskarsverðlaun shitshow. Það verður spennandi að fylgjast með,“ segir hann. „Mér fannst ógeðslega gaman að sjá Dag borgarstjóra birta mynd- band af skautadrottningu á Reykja- víkurtjörn, þetta var hlýtt í hjartað og fékk mig til að hugsa: Þessi kuldi var kannski ekki svo slæmur. Ég vildi að ég væri svona góður á skautum,“ bætir hann við og hlær. „Svo er þessi skotárás á Dublin- ers, hvað var að gerast þar? Ég er ánægður með að ekkert alvar- legt hafi skeð. Ég vona, sem maður sem hefur starfað í skemmtana- bransanum mjög lengi, að þetta fari ekki að færast í a u k a n a , “ segir Óli. n 44 LÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 18. MARS 2023 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.