Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Qupperneq 32
Formaður flokksins er jafnframt formaður þing-
flokksins.
V. Um Fjármálaráð.
Miðstjórn skipar 5 manna fjármálaráð, er hafi
sérstaklega með höndum fjármál flokksins. Einn
þessara manna skal skipaður eftir tilnefningu
stjórnar fulltrúaráðs félaganna í Reykjavík. Nán-
ari reglur um starfsemi fjármálaráðs skulu settar
af miðstjórn.
VI. Um flokksfélögin.
1. Almenn ákvæði:
í hverju kaupstaðarkjördæmi skal vera aðeins
eitt almennt félag Sjálfstæðismanna, er standi opið
öllum, sem aðhyllast stefnu flokksins, eftir því sem
samþykktir hvers félags ákveða.
Auk þess er heimilt, að jafnframt hinu almenna
félagi starfi sérfélög þeirra, sem aðhyllast stefnu
flokksins, svo sem félög ungra Sjálfstæðismanna,
félög Sjálfstæðiskvenna og félög Sjálfstæðisverka-
manna.
Miðstjórn getur þó heimilað, að í sama kjördæmi
starfi fleiri en eitt félag innan sama verkahrings.
Til þess að geta talizt flokksfélag og notið þeirra
réttinda, sem þar af leiðir, verður hvert félag að
fá viðurkenningu miðstjórnar flokksins. Þegar um
umsókn slíkrar viðurkenningar er að ræða, skulu
fylgja henni lög viðkomandi félags, meðlimaskrá
og annað, sem máli kann að skipta, og miðstjórn
óskar eftir.
Flokksfélög skulu að jafnaði hafa haldið aðalfund
árlega fyrir lok júnímánaðar, en að honum loknum
30