Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Blaðsíða 36
Ræða Ólafs Thors, atvinnumálaráð-
herra, við fundarsetningu.
Háttvirtu fulltrúar!
Ég segi þennan landsfund settan og býð ykkur öll
velkomin.
Eins og kunnugt er, var síðasti landsfundur Sjálf-
stæðisflokksins haldinn sumarið 1936. Samkvæmt
flokksreglum á að halda samskonar fund annaðhvert
ár, og hefði því átt að halda landsfund árið 1938. Sá
fundur féll niður samkvæmt sameiginlegri ákvörðun
miðstjórnar og þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en í
stað hans voru haldin 12 héraðsmót víðsvegar um
landið. Var þessi ákvörðun tekin vegna tilmæla ýmsra
leiðtoga flokksins víða um landið og þótti vel gefast.
Nú þótti hinsvegar sjálfsagt að draga ekki lengur að
halda landsfund.
Nokkru fyrir síðasta landsfund varð flokkurinn fyr-
ir því mikla áfalli að missa formann sinn, Jón Þor-
láksson. Frá því síðasti landsfundur var haldinn, er
í valinn hniginn hinn aðalforingi flokksins, maðurinn,
sem ásamt Jóni Þorlákssyni, allt frá stofnun flokks-
ins, hafði borið hita og þunga dagsins.
Magnús Guðmundsson lézt hinn 28. nóvember 1937,
og hafði þá um nær 2 áratugi verið í fremstu röð á-
hrifamanna á sviði stjórnmálanna.
í okkar flokki þótti engu ráði vel ráðið nema áður
væri leitað umsagnar Magnúsar Guðmundssonar,
enda var hann vitsmunamaður, ráðhollur og góðvilj-
aður, skapfestumaður mikill, stilltur vel, afkastamað-
ur með afbrigðum og öllum mönnum fróðari um allt,
sem að stjómarfari landsins laut.
34