Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Side 47
höfðu því gnægð fjár handa á milli. Þeir gátu fram-
kvæmt margt gagnlegt og einnig sóað fé til óþarfa,
fært þjóðinni ríkar fórnir og hlotið sjálfir vinsældir
og fylgi að launum. Nú var viðhorfið alveg öfugt. Nú
hlaut það að verða verkefni stjórnarinnar að reyna að
fleyta þjóðinni yfir sívaxandi þrengingar, nú var ekki
lengur hægt að færa þjóðinni fórnir, nú varð að kre/j-
ast þess, að þjóðin færði föðurlandinu og framtíð þess
fórnir.
Ég skal ekki orðlengja um þetta, en ég hygg, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki verið öfundsverður
fremur en nokkur annar flokkur, að taka einn við völd-
um í landinu og eiga að berjast í senn við þrengingar
og sameinaða, sterka andstöðu allra annarra flokka í
landinu.
Það varð þá líka niðurstaðan, að eftir gaumgæfi-
iega athugun, hurfum við frá því að ganga til nýrra
kosninga, og gengum að samvinnunni.
Eins og ég þegar hef drepið á, stóðu samningsum-
leitanir um skilmála fyrir samvinnunni alllengi yfir,
og veit ég, að það undrar engan Sjálfstæðismann, þótt
svo væri. Hirði ég ekki að rekja þá sögu nánar, en
endirinn varð, eins og kunnugt er, að þjóðstjómin
var mynduð hinn 17. apríl s. 1.
Ég vík þá að verkum þjóðstjómarinnar, og verð ég
að sjálfsögðu að láta nægja að stikla á því allra
stærsta.
Fyrsta viðfangsefnið var að stuðla að því, að draga
að landinu margvíslega nauðsynjavöru, og þá fyrst
og fremst með þarfir framleiðslunnar fyrir augum.
Það var engan veginn létt verk, og þá fyrst og fremst
«£ því, að ríkisstjórnin hafði ekki neitt handbært fé
45