Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Blaðsíða 54
Eins og að líkum ræður, komu þegar í stað, eftir
að ófriðurinn brauzt út, fram kröfur af hendi sjó-
manna um mjög verulegar kauphækanir. Jafn-
framt fóru sjómenn fram á, að þeir nytu mikils
skattfrelsis, að því er snerti þá áhættuþóknun, sem
þeir fengu vegna stríðshættunnar. Ríkisstjórnin
átti þátt í því, að hindra kaupdeilu og siglinga-
stöðvanir, og varð á þessu sviði, sem öðrum, að gefa
út margvíslega bráðabirgðalöggjöf, til þess að full-
nægja kröfum hinna nýju tíma.
Að því er framleiðslustarfsemina snerti, og þá
fyrst og fremst til sjávarins, urðu fyrstu viðfangs-
efnin þau tvö, að stuðla að því, að togaraflotinn
gæti haldið áfram látlausum veiðum og siglingum,
og svo hins vegar, að auka, svo sem föng voru á,
framleiðslu og útflutning á hraðfrystum fiski. í
sambandi við togaraflotann þurfti ríkisstjórnin
einnig að skakka leikinn í kaupgjaldsmálunum,
og einnig í þessum efnum varð að gefa út bráða-
birgðalöggjöf. Um hraðfrysta fiskinn þykir rétt að
geta þess, að um langt árabil hafa framsýnir menn
talið, að hinar nýju hraðfrystiaðferðir opnuðu ís-
lendingum nýja afkomumöguleika. Það hefir á
undanförnum árum verið unnið af kappi að þess-
um málum, og eftir að ófriðurinn brauzt út, sköp-
uðust ný skilyrði fyrir sölu á þessari framleiðslu-
vöru, sem íslendingum var því meiri þörf á að hag-
nýta til hins ýtrasta sem fleiri stoðir hrundu und-
an framleiðslu þjóðarinnar. Ríkisstjórnin hafði í
ófriðarbyrjun ýms afskipti af þesum málum, og
hefir hún nú m. a. keypt skip, búið kælitækjum,
til flutnings á hraðfrystum fiski, sem vænta má
að komi að nokkru haldi.
52