Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1940, Blaðsíða 59
í nýmælum á sviði löggjafarinnar, sem og í stjórn-
arstarfseminni frá því að þjóðstjórnin var mynduð,
hefir ekkert gerzt í neinum verulegum atriðum,
sem við umboðsmenn Sjálfstæðisflokksins í ríkis-
stjórninni höfum verið andvígir, og leyfi ég mér
að staðhæfa, að ef þannig hefði verið síðustu 12
árin, þá myndi í mörgum efnum betur komið um
hag þjóðarinnar en nú er.
Ég kem þá að horfunum um áframhaldandi sam-
starf lýðræðisflokkanna.
Kjósendur spyrja: Verður kosið í sumar?
Ég svara þeirri spurningu frá mínu sjónarmiði.
Fyrst vil ég gera þá játningu, að ég vildi ekxi
kosningar síðastliðið sumar, og hefi ég þegar í aðal-
atriðum gert grein fyrir ástæðunum til þess. Minni
ég þar sérstaklega á, að gengismálið var óleyst.
Hins vegar er ég frá flokkslegu sjónarmiði algjör-
lega óhræddur við kosningar 1 sumar. Við kosning-
arnar 1937 fékk Sjálfstæðisflokkurinn að vísu fáa
þingmenn kosna, en hann fékk fleiri atkvæði, held-
ur en bæði Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn til samans. Þá höfðu tvö sterk öfl valdið
niiklu um atkvæðatölu Sjálfstæðisflokksins, þ. e.
a. s. sjómenn og svo kvenfólkið, sem mjög hafði
eflt starfsemi sína með félagsbundnum samtökum
í þágu flokksins. Síðan hafa risið nýjar öldur,
flokknum til stuðnings. I mörg ár hafa andstæð-
ingar okkar unnið að því að telja verkalýnðum
trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn væri sinnulaus um
hagsmunamál verkalýðsins og hugsaði eingöngu
um atvinnurekendurna, sem hefðu gagnstæða hags-
muni. Gegn þessari villukenningu hefir rás við-
57