Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 13

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 13
og leggur til, að skólakerfi landsins sé samræmt sem bezt í þeim tilgangi. 3. Flokkurinn vill styðja og efla þá sérskóla, er veita hagnýta fræðslu í hinum ýmsu atvinnugreinum, svo sem bændaskóla, sjómannaskóla, iðnskóla, verzl- unarskóla o. s. frv., og bæta skilyrði þeirra til þess að fullnægja þeim tilgangi sínum að verða atvinnu- lífi landsmanna að liði. 4. Flokkurinn telur nauðsynlegt, að tryggja það sem bezt, að barnakennslan í landinu verði framvegis fullkomnari og meir í samræmi við þarfir fólksins í hinu almenna starfslífi en verið hefir. 5. Flokkurinn leggur áherzlu á að auka húsmæðra- fræðslu í landinu og stuðla í hvívetna að bættum menntunarskilyrðum kvenna. 6. Flokkurinn leggur sérstaka áherzlu á það, að í skólum landsins sé nemendum innrætt virðing og ást á þjóðlegum verðmætum og unnið sem bezt að vernd- un íslenzkrar tungu. Þá telur flokkurinn nauðsynlegt, að aukin verði hlutlaus kennsla um þjóðfélagsfræði og stjórnskipun landsins til þess að gera vaxandi æskulýð að þroskuðum kjósendum. Loks telur flokk- urinn æskilegt að taka upp í skólum landsins kennslu og æfingar í framsögu og ræðuhöldum. 7. Flokkurinn telur þjóðarnauðsyn að vinna gegn áfengisneyzlu í landinu, og vill hann leggja sérstaka áherzlu á, að í öllum skólum landsins verði tekin upp fræðsla um bindindismál og reynt verði að skapa sterkt almenningsálit gegn neyzlu áfengis. 8. Flokkurinn telur sérstaka nauðsyn þess að vera á varðbergi gegn því, að skólarnir séu gerðir að á- róðurshreiðrum fyrir pólitíska flokksstarfsemi. 11

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.