Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 17

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 17
Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Ólafs Thors, forsætis- ráðherra, við setningu Landsfundar 1945. Á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins, er hald- inn var í júní 1943, gerði ég allítarlega grein fyrir viðburðunum á vettvangi íslenzkra stjórnmála frá ársbyrjun 1940 til fundardags. Það voru merk ár og viðburðarík og því eðlilegt að saga þeirra væri nokk- uð rakin. Síðan eru nú liðin tvö ár. Munu þau að sönnu jafn- an talin hin merkustu, jafnvel svo, að til einskis verði jafnað, jafnt í sögu þjóðar okkar sem umheimsins. En þó er það svo, að sú saga er, hvað íslenzk stjórn- mál áhrærir, fljótrakin fram til 21. október s. 1., enda aðeins merk vegna einstaks stórviðburðar, en að öðru leyti lengst af lítt viðburðarík og engum til sóma. Mun ég því fara stutt yfir þá sögu. Tímabilið frá síðasta landsfundi greinist í tvo skýrt aðskilda hluta, nefnilega frá júní 1943 til 21. okt. 1944 og frá þeim degi fram til dagsins í dag. Skal nú vikið að hvorum kaflanum fyrir sig. A. Fyrra tímabilið — til 21. október 1944: Eins og kunnugt er, var í des. 1942 sett á laggirn- ar utanþingsstjóm, er fór með völd til 21. okt. 1944. 15

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.