Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 23

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 23
vott um áhugaleysi fyrir skjótri lausn málsins og er þá hóflega orðað. Skal nú farið fljótt yfir sögu og aðeins stiklað á því stærsta. Andúðin gegn málinu stakk alltaf öðru hvoru upp höfðinu allt árið 1943. Gætti hennar jafnt utan þings sem innan. Þó tókst hinn 30. nóv. 1943 að ná sam- komulagi allra þingflokka, nema Alþýðuflokksins, um að kveðja saman þing hinn 10. janúar 1944 í því skyni að fella niður sambandslagasáttmálann og setja jafnframt nýja lýðveldisstjórnarskrá, er öðlaðst skyldi gildi hinn 17. júní 1944. Stóð nú ríkisstjórnin einnig að þeirri samþykkt. Lýðveldisstof nunin: Var Alþingi síðan kvatt saman á tilsettum tíma. Hófust þá fyrst allharðar deilur, en síðan langvar- andi samkomulagstilraunir, er lyktaði með endan- legu samkomulagi allra flokka hinn 19. febrúar 1944. Samþykkti Alþingi síðan einróma niðurfellingu sam- bandslagasáttmálans og hina nýju lýðveldisstjórnar- skrá. Staðfesti þjóðin hvort tveggja með þeim glæsi- leik, er aldrei mun yfir fyrnast. Var lýðveldið síðan endurreist á Þingvöllum hinn 17. júní 1944 og jafnframt kosinn fyrsti forseti hins endurreista íslenzka lýðveldis. Það kveður stundum við, að ógæfu Islendinga verði allt að vopni. Lokaþáttur sjálfstæðisbaráttunn- ar staðfestir þetta ekki. Þvert á móti sýndi hann, að þegar mest reið á, réðist bezt úr fyrir hamingju Is- lands. Óglæsilegri ramma getur varla um fagra helgi- mynd en pólitíska ástandið á íslandi við endurreisn lýðveldisins. Eigi aðeins hafði Alþingi þeirrar þjóð- 21

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.