Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 30

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 30
verki. Gekk á misjöfnu í þeim samningaumleitunum og horfði ekki alltaf vænlega, enda munu fleiri en Framsóknarmenn hafa talið þær vonir andvana fædd- ar. Skal hér eigi frekar út í þá sálma farið. En vegna þeirra Sjálfstæðismanna, er harmað hafa, að Fram- sóknarflokkurinn varð utangátta, vil ég enn taka fram og leggja áherzlu á, að Sjálfstæðisflokkurinn hafði gert allt, sem í hans valdi stóð til að hvetja Framsóknarflokkinn til að gera skyldu sína. Eftir var þá það eitt, hvort Sjálfstæðisflokkurinn átti að svíkja sína skyldu á örlagaríkustu tímum, einungis vegna þess, að Framsóknarflokkurinn hafði gert það. Slíkt kom auðvitað ekki til mála. Hitt er og rétt að menn athugi, að Framsóknarflokkurinn hefir í mörg ár þráð og leitað samstarfs við verkalýðsflokk- ana án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Ef Sjálfstæðis- menn hefðu ekki þorað að taka á sig ábyrgð stjóm- arsamstarfs án þátttöku Framsóknarflokksins, hefðu þeim með því löghelgað þá forystu Framsóknar- flokksins, sem Sjálfstæðismenn í nær 2 áratugi hafa fordæmt og háð öfluga og markvissa baráttu gegn. Að sjálfsögðu er miður farið, að 5 af þingmönnum Sjálfstæðisflokksins féllust ekki á þá að öðru leyti nær eða alveg einróma ákvörðun flokksráðs Sjálf- stæðisflokksins að ganga til samstarfs við verka- lýðsflokkana á grundvelli ákveðins málefnasamn- ings. Af þessu hefir þó til þessa enginn þverbrestur orðið í flokknum, og vænti ég, að svo verði ekki, enda prýðilegt samstarf á milli sumra þessarra manna og stjórnarliðsins. * # # 28

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.