Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Qupperneq 31

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Qupperneq 31
Stjórnin mynduð 21. okt.: Hin nýja stjórn tók við völdum og gerði grein fyrir stefnu þeirra, er að henni stóðu, á Alþingi hinn 21. október. Tel ég óþarft, svo oft sem það mál hefir verið opinberlega rakið, að lýsa ýtarlega þeim mál- efnasamningum. Við Sjálfstæðismenn vil ég þó segja þetta: Flokksstjórnin hafði farið að fyrirmælum síðasta landsfundar flokksins um að freista þess að koma á sem víðtækustu stjórnmálasamstarfi og jafnan fylgt svo fast á eftir sem talið var auðið. Það hefir tekizt að uppfylla höfuðkröfu landsfundarins að koma á þingræðisstjórn. Út af fyrir sig er það fagn- aðarefni, og er þá að gera sér grein fyrir, hvort hnossið er of dýru verði keypt, þ. e. a. s., hvort flokk- urinn hefir neyðzt til að gera nokkur þau afvik frá stefnu sinni, er ótilhlýðileg þyki eða aðhyllast eitt- hvað það, er frágangssök megi telja, í því skyni að rétta við virðingu Alþingis og sameina kraftana í baráttunni fyrir öryggi hins unga lýðveldis og fram- tíðarheill þjóðarinnar. Tvær undirstöður: Málefnasamningur stuðningsmanna stjórnarinnar stendur á tveim meginstoðum. Annarsvegar að „vinna að því að tryggja sjálf- stæði og öryggi íslands." Hinsvegar að „tryggja það, að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbærastan atvinnu- rekstur." Um fyrra málsatriðið, það er út á við veit, hefir enginn ágreiningur komið í ljós, ekki einu sinni af 29

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.