Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 32

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 32
þeirra hendi, er Ijóst eða leynt reyna eftir fremsta megni að ófrægja stjórnina og spilla árangri af störfum hennar og viðleitni. Að hinu síðara hefir verið vegið með tvenns konar vopnum. í fyrsta lagi hefir verið reynt að ala á því, að verið væri að koma á þjóðnýtingu. I öðru lagi hefir stjórninni verið borið á brýn, að hana skorti ráðdeild og fyrirhyggju og henni verið brigslað um, að hún stefni öllu fjármála- og atvinnu- lífi þjóðarinnar til hruns, er hún hvetji menn til að afla sér nýrra framleiðslutækja, fyrr en búið sé að stórlækka allt kaupgjald í landinu. Hvorugur þessi áróður hefir fest rætur, enda hvorttveggja jafn auðhrakið. Byggt á ríkjandi þjóðskipulagi: Málefnasamningarnir eru einmitt grundvallaðir á því meginatriði að halda við því þjóðskipulagi, er Islendingar nú búa við. Þær 300 milljónir af erl. gjaldeyri, er ætlaðar eru til nýsköpunar í atvinnu- og framleiðsluháttum þjóðarinnar, eru öllum jafn heimilar. Hver einstaklingur, hvert félag, þarmeð bæjar- og sveitarfélög, er þar vilja vera að verki, á kröfu á að fá hluta þess gjaldeyris. Og svo er um hnútana búið, að til fjárframlaga ríkisins komi ekki fyrr, en allt um þrýtur, þ. e. a. s. ef einkaframtakið ætlar að skjóta sér undan skyldunni, halda að sér höndum og hafa peningana að átrúnaði, en ekki þann mátt þeirra að skapa ný auðæfi og auka velsæld fyrir allan almenning í landinu. Veit ég, að enginn Sjálf- stæðismaður mælir því í gegn, að ef svo færi, ber 30

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.