Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Síða 34
um á og samúð með þeirri þjóðarnauðsyn, er stjórnin
hefir tekið á sig að leysa úr. Er þetta að sjálfsögðu
vítavert, en þó jafnframt dálítið kátbroslegt, vegna
þess að kalinn í garð ríkisstjómarinnar stafar af
því, að hún varð til þess að útvega fararleyfi þeirri
stjórn, sem eðli málsins samkvæmt aldrei var né gat
orðið annað en máttvana tákn hættulegs sjúkleika
þingræðisins, og átti því að fara sem allra fyrst í
friði og við fögnuð allra lýðræðissinnaðra manna.
Stjómarandstaðan rökþrota:
Það er löngu orðið öllum kunnugt af skriflegum
gögnum málsins, að meðan Framsóknarflokkurinn
ætlaði að taka þátt í ríkisstjórn, ef eigi tækist að
viðhalda hinni óþingræðislegu stjórn, krafðist hann
engra kauplækkana, heldur bauð hann fram kaup-
hækkanir og hafði þá mjög á orði að slíkt væri
sanngjarnt, vegna þess, að margir verkamenn hefðu
orðið útundan, hvort heldur miðað væri við bændur
eða þá verkamenn, er stærstan hlut hefðu frá borði
borið. Þá var það ekki kauplækkanir, sem krafizt
var, heldur vinnufriðar, sem átti að kaupa með kaup-
hækkunum. Og þá vom það ekki fjárglæfrar að
hvetja menn til framtaks, heldur fyrirhyggja. Það
er því í þessu, sem fleim, augljóst, að Framsóknar-
flokkurinn er ekki með öllu stefnulaus, heldur hefir
hann tvær stefnur í hverju máli, allt eftir því hvort
hann er sjálfur við völd eða ekki.
Þá er það og augljóst, að eigi að framfylgja kröfu
Tímans um að festa ekki kaup á framleiðslutækjum,
fyrr en sýnt sé, að þau munu bera sig, getur orðið
óþægilegur dráttur á framkvæmdunum. Allir vita,
32