Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Qupperneq 37
stefnu flokksins. Þvert á móti hefir flokksforystunni
tekizt að fá andstæðinga flokksins til að einbeita
getunni í þágu nýrra, stórvirkra framkvæmda í at-
vinnulífi þjóðarinnar, sem reistar eru á því þjóðskipu-
lagi, sem flokkurinn fram að þessu hefir barizt fyrir
og enn vill viðhalda.
Jafnframt hefir samizt um framkvæmd sumra
þeirra mála, er flokkurinn jafnan hefir borið fyrir
brjósti, en önnur nú þegar náð fram að ganga, án
þess sérstaklega væri um samið. Þykist ég mega
treysta því, að flokkurinn fagni þessu og þá ekki
sízt, þegar menn minnast þess, að jafnframt var reist
úr rúst virðing Alþingis, og hins, hversu mörg og
veigamikil verkefni eru framundan, sem vonlaust
var að leysast myndu farsællega, ef sama óreiðan,
glundroðinn og stjórnleysið, sem verið hafði undan-
farið, hefði haldizt áfram.
Hvað um efndirnar?
En, segja menn, samningarnir eru ágætir, en hvað
er um efndirnar?
Eg þykist mega staðhæfa, að þegar á allt er litið,
og með hliðsjón af, að enn eru eigi liðnir 8 mánuðir
frá því að samstarfið hófst, hafi nú þegar tekizt
furðu vel að efna heitin.
Löggjöf um Nýbyggingarráð var sett fljótlega eftir
að samstarfið hófst. Það tók brátt til starfa og hefir
ötullega unnið að sínum afar mikilfengu og þýðingar-
miklu verkefnum. En áður hafði stjórnin nokkuð
undirbúið þau mál. Nýbyggingarráð hefir nú þegar
hafið víðtækar rannsóknir um þörf og óskir íslenzkra
atvinnurekenda og verkalýðs til nýrra tækja. Jafn-
3*
35