Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Blaðsíða 39
ast til. Hitt má svo engan undra, að eigi er kleyft
að hrinda fyrirætlunum stjórnarliða í framkvæmd á
örstuttum tíma, allra sízt á meðan styrjöldin enn
geisar, að því er sum helztu viðskiptaiöndin snertir.
Meðal annarra efndra fyrirheita eru þessi:
Ríkisstjórninni tókst skömmu eftir valdatökuna
að tryggja vinnufriðinn í landinu. Hafði þá all-lengi
logað í verkföllum, er án efa hefðu stóraukizt, ef
eigi var að gert. Ríkir nú meiri friður í þeim efnum
en áður eru dæmi til, og hefir þannig vegna sam-
starfsins fengizt öryggi í stað óreiðu, þar sem mest
reið á og þegar mest reið á.
Sett hafa verið launalög, svo sem heitið var. Hafa
þau að sönnu eigi hlotið einróma lof, en þó mega
menn gæta þess, að vegna misréttis og óreiðu, er
skapazt hafði undir forystu Framsóknarflokksins,
varð alls eigi lengur unað við það ástand, er ríkti.
Jafnframt er svo hins að minnast, að enda þótt ríkið
hafi nú loks bætt kjör starfsmanna sinna, geta þeir,
er eftir því sjá, huggað sig við, að vart mun sá at-
vinnurekandi, a. m. k. í höfuðstaðnum, að hann
gjaldi eigi starfsmönnum sínum sýnu betur en ríkið
enn gerir.
Þá var og samþykkt á Alþingi dýrtíðarfrumvarp
það, er um var samið.
Samþykktir voru nýir skattar og við það staðið,
er samið var um, að „leitast við að leggja skattana
á þá, er helzt fá undir þeim risið“. Veit ég, að nýir
skattar eru aldrei einhliða fagnaðarefni. En úr vöndu
var að ráða. Mundu sjálfsagt ýmsir fremur hafa
kosið að aðrar leiðir hefðu verið farnar til fjáröfl-
unar, enda mun lengst af svo hafa verið og verða um
37