Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 46

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 46
á fiskiskipum erlendis frá. Eru lántökur þessar að vísu áhættulausar fyrir ríkissjóð, en sýna vel jafnt stórhug stjómarliðsins sem vilja þess til að hagnýta ríkisvaldið til fyrirgreiðslu um stórvirkar fram- kvæmdir einstaklinga, félaga og sjálfseignarstofnana. Enn má og geta um fyrirgreiðslu Alþingis fyrir út- flutningi ísaðs fisks, fyrirmæli um byggingu lýsis- herzluverksmiðju, styrk til hérlendra skipabygginga, nýjar framfarir á sviði landhelgisgæzlu og björgunar- starfsemi o. m. fl. Þá sýndi og Alþingi glöggan skilning á nauðsyn bættra samgangna og ákvað á fjárlögum næsta árs í því skyni 22 millj. kr., eða meira en íl/2 millj. kr. hærra framlag en fyrrverandi ríkisstjórn lagði til, en setti auk þess ýms þörf lög á því sviði. Loks voru samþykktar miklar f járveitingar og sett mörg merk löggjöf um raforkumál, iðnaðarmál, póst- og símamál, heilbrigðismál, kirkju- og kennslumál, félagsmál, listir, bókmenntir, vísindi og margt fleira, er allt sýndi skilning, velvilja, bjartsýni og stórhug, en þó festu og stjórnsemi, er jafnan þurfti eigi aðeins að velja, heldur og að hafna og jafnframt að hafa gát á útgjöldunum, svo að tryggt þætti, að nægar tekjur yrði fyrir hendi til þarfanna. Tókst stjórnarliðum að marka stefnur í öllum þess- um efnum og ná innbyrðis samkomulagi um allt, er máli skipti. Hefir hið nýja samstarf þannig borið verulegan ávöxt einnig í mörgum mikilvægum lögum og ákvörð- unum Alþingis, er marka munu spor á öllum sviðum þjóðlífsins. * 44

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.