Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Qupperneq 47

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Qupperneq 47
Samstarfið I ríkisstjórninni: Samstarfið í ríkisstjórninni hefir eftir atvikum gengið vel. Að sjálfsögðu hafa ekki alltaf allir verið sammála, enda er þess ekki að vænta, jafn mikið sem ber á milli um grundvallarsjónarmið þeirra, er að ríkisstjórninni standa. En því ánægjulegra er að geta sagt frá því, að með fáum undantekningum hafa ráðherrarnir ýmist orðið sammála eða getað sætt sig við þær ákvarðanir, er teknar hafa verið. En, svo sem kunnugt er, ræður hver ráðherra sinni stjórnar- deild og getur, innan þeirra takmarka, sem lög setja, ráðið þar málum eftir vild. Geta aðrir ráðherrar eigi hindrað slíkt nema með samstarfsslitum, sem þó oft og einatt myndu eigi fá hindrað þann verknað, er um kynni að vera deilt. Nokkur verkefni: Þess er enginn kostur að rekja hér þau verkefni, er stjórnin hefir þurft við að fást. Þau hafa verið ákaf- lega mörg og margvísleg og ekki alltaf vandalaus, eins og ég að nokkru hefi vikið að. Hafa og eftir lok Evrópustríðsins skapazt ýms ný úrlausnarefni, sem reynt hefir verið og reynt mun verða að mæta eftir því sem bezt þykir henta íslenzkum hagsmun- um. Verður það auðvitað alltaf matsatriði hversu giftusamlega til hefir tekist. En þó hika ég ekki við að fullyrða, að fram úr mörgu eða jafnvel flestu er mestu skiptir hefir ráðizt ólíku betur en auðið var, ef eigi hefði tekizt að koma á ábyrgri þingræðis- stjórn. # # # 45

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.