Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 52

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 52
krókódílatárum yfir allt saman. Þetta er ekki stjórn- arandstaða. Þetta er naut í flagi. Er og barátta stjórnarandstöðunnar fyrir það von- laus, að nær öll þjóðin veit, að hún á alla sína velferð undir því, að gæfa fylgi stjórnarliðum að starfi, svo að hinar stórvirku framkvæmdir lánist sem allra bezt. Þjóðin veit og skilur, að með þeim og þeim ein- um hætti verður auðið að skapa henni ný skilyrði blómlegs atvinnulífs og mikillar menningar í stað þess að daga uppi í hinum nýja heimi og hverfa aftur til fyrri vesaldóms. Það er frumskylda stjórnarandstöðunnar í sér- hverju lýðræðislandi að halda uppi heilbrigðri gagn- rýni á valdhafana. Þeirri skyldu hafa andstæðingar ríkisstjórnarinnar gjörsamlega brugðist. Hitt verða stjórnarliðar þakksamlega að játa, að með baráttu sinni hafa stjórnarandstæðingar sannað alþjóð manna, að annað tveggja er, að efni standa ekki til réttmætr- ar gagnrýni á stjórnarliðið eða hitt, að í andstöðuliði stjórnarinnar skortir hyggindi og hófsemi til að halda sæmilega á málum. Hvort sem heldur er, festir menn beint eða óbeint til fylgis við stjórnarliðið. Barátta stjórnarandstöðunnar gegn þeim velferð- armálum komandi kynslóða á íslandi, er stjórnarlið- ið hefir einsett sér, að bera fram til sigurs, mun því efla stjórnina en ekki veikja, og ekki mun það sízt safna þorra manna til fylgis við stefnu stjórnarliða, að þeir setja sér fyrir hugskotssjónir, hvað af hefði leitt og hversu hér væri umhorfs, ef sú stefna hefði náð valdaaðstöðu, sem Tíminn hefir haft á oddinum frá því stjórnarskipti urðu. Meðan sjávarútvegurinn skilar arði, sættir verka-

x

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins
https://timarit.is/publication/1780

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.