Landsfundur Sjálfstæðisflokksins - 01.12.1945, Side 55
hvetja til áframhaldandi samstarfs, að óbreyttum
kringumstæðum, á meðan þess er kostur, á skynsam-
legum grundvelli.
*
Baráttan fyrir stefnu flokksins nauðsynleg:
Þrátt fyrir þetta bið ég Sjálfstæðismenn að missa
aldrei sjónar á því, hversu áríðandi er að halda uppi
baráttu fyrir stefnu flokksins. Slíkt er að sjálfsögðu
hægt með fullum drengskap gegn samstarfsmönnum,
því hvorki hefir verið til þess mælzt, né látið falt,
að niður væri felld baráttan fyrir hugsjónum og
stefnumálum flokksins, né úr henni dregið. Sjálf-
stæðisstefnan er án alls efa hin eina þjóðmálastefna,
er hæfir íslenzku lundarfari og íslenzkum staðhátt-
um. Það mun þjóðin bezt skilja ef að því ræki, að
hún fengi að reyna aðrar stefnur í framkvæmd. ís-
lendingár heimta eigi aðeins skoðanafrelsi, málfrelsi,
fundafrelsi og kosningafr'elsi. Þeir heimta einnig sem
allra víðtækast athafnafrelsi. Þeir krefjast þess, að
hver og einn njóti góðs af sínu framtaki. Verði þær
kröfur bældar niður, mun framtakið lamast og af-
raksturinn þverra að sama skapi.
Hitt er svo annað mál, að þótt aldrei megi gleyma
þessum meginkjarna sjálfstæðisstefnunnar og aldrei
linna á baráttu fyrir sigri hennar, þá ber Sjálfstæðis-
mönnum að taka opnum örmum öllu því bezta í nýj-
um boðskap stjórnmálanna, og aldrei víla fyrir sér
að hagnýta það úr stefnum eða starfsháttum and-
stæðinganna, er til heilla horfir og bezt hentar hags-
munum almennings á hverjum tíma. Með því móti
53