Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 2
Erfitt upphafsskref í átt að EM Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hóf í gærkvöldi vegferð sína í undankeppni EM 2024 er liðið mætti Bosníu og Hersegóvínu í borginni Zenica. Leikar stóðu enn þegar Fréttablaðið fór í prentun en staðan var 2-0 hálfleik, Bosníu í vil. Íslenska liðið mun leika annan leik sinn í keppninni á sunnudaginn kemur þegar það heimsækir Liechtenstein. Í undankeppninni er barist um laus sæti á Evrópumóti næsta árs sem fram fer í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð Linnulaus snjókoma síðustu daga kætir skíðaunnendur fyrir norðan. Útboð verður á næstunni um heilsársafþrey- ingu í Hlíðarfjalli bth@frettabladid.is Akureyri „Já, við erum heldur betur sáttir við aðstæður, ekki síst miðað við hvernig ástandið var fyrir þrem- ur vikum, veðrið hefur heldur betur snúist okkur í hag,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Snjó hefur kyngt niður í höfuð- stað Norðurlands sem aldrei fyrr síðustu daga. Sumum til ama á Akureyri, líkt og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær. En aðstæður fyrir skíðafólk í Hlíðarfjalli fyrir ofan bæinn eru eins og best verður á kosið. Brynjar Helgi segir að ef lægðir verði til friðs líti næstu dagar og páskarnir handan við hornið mjög vel út. Um snjóinn sem fallið hefur segir forstöðumaðurinn: „Við höfum fengið helling af því sem við köllum japanskt púður. Snjó- girðingarnar okkar hafa gripið þetta púður mjög vel.“ Japanskur púðursnjór kallast sú lausamjöll sem fellur í samspili kalds lofts og uppgufunar úr hafi. Í gær féll púðrið í svo miklum mæli í Hlíðarfjalli að loka þurfti hluta skíðaleiða. „Klukkustund eftir að við höfðum troðið brautir sást ekki að við hefðum troðið, snjórinn féll svo hratt.“ Nú er frostspá í kortunum, eng- inn vindur og útlitið afar gott um páskana. Dæmi eru um að 3.000 manns hafi heimsótt skíðasvæðið á einum degi í Hlíðarfjallinu. Ef allt gengur upp um páskana gætu met fallið. Kærkomin viðbót er að nýleg lyfta, Fjallkonan sem f lytur fólk í efri hæðum skíðasvæðisins, gæti létt mjög á traffíkinni, að sögn Brynjars Helga. Annað og spennandi mál sem varðar Hlíðarfjall að hans sögn er útboð fram undan þar sem áhugi fólks og fyrirtækja verður kann- aður á að setja upp af þreyingar- starfsemi í fjallinu. Margir eru áhugasamir um slíkt samstarf að sögn Brynjars Helga. Jafnvel allt árið um kring. „Við sjáum að mörg skíðasvæði erlendis byggja upp mikla af þrey- ingu á sínum svæðum til að nýta þá miklu fjármuni sem hafa verið lagðir í skíðasvæði,“ segir Brynjar Helgi. Rennibrautir eru einn kostur af mörgum sem gætu komið til skoðunar. Á skíðasvæðinu á Dalvík eru aðstæður einnig sagðar mjög góðar nú um stundir sem og víðar á skíða- svæðum úti á landi. Í Bláfjöllum þar sem mikil upp- bygging hefur verið í gangi vonast menn eftir snjó á næstunni. n Japanskt púður sem aldrei fyrr og skíðafólkið kætist Vel sést á þessari mynd hve snjó hefur kyngt niður. Mynd/aðsend Horfurnar fyrir páskana eru góðar. ÍÞRÓTTAVIKAN MEÐ BENNA BÓ FÖSTUDAGA KL. 21.00 benediktboas@frettabladid.is dýrALÍF Kettir í kringum Reykja- víkurtjörn hafa sést á veiðum og drepið kríuunga. Þetta kemur fram í skýrslu um fuglalíf Tjarnarinnar fyrir síðasta ár sem þeir Ólafur K. Nielsen og Jóhann Óli Hilmarsson gerðu. Þar er spurt af hverju kríunni vegni jafn illa og raun ber vitni síð- ustu ár. Ólafur og Jóhann segja að mögulega skipti mestu máli skort- ur á sandsílum í sjó við Reykjavík, en afræningjar gætu líka leikið stórt hlutverk. Er þó bent á að minkur lék laus- um hala í kríuvarpinu í Vatnsmýr- inni í júní 2017. Þá hafa sílamáfar herjað á varpið og drepið unga. „Við getum ekkert gert við fæðu- skorti en það er ólíðandi að horfa upp á afræningja spilla þessu varpi sem er ein helsta prýði Tjarnarinn- ar,“ segja skýrsluhöfundar. n Miðborgarkettirnir drepa kríuunga Kettir fá sér oft kríu við Tjörnina. fréttaBlaðið/Getty bth@frettabladid.is OrkumáL „Það er ástæðulaust að tíunda sérstaklega til hvaða ein- staklinga er vísað, enda snýst þetta mál ekki um persónurnar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Lands- virkjunar. Náttúruverndarsamtök Íslands vilja vita hvaða fólk Hörður eigi við þegar hann spyr hvaða erindi einstaklingar sem ekki vilji virkja frekar hér á landi eigi í verkefnis- stjórnir rammaáætlunar. Árni Finnsson, formaður NÍ, sagði í Fréttablaðinu í gær að ummæli Harðar væru honum ósæmandi. Þau rifji upp fyrstu ár aldarinnar þegar Landsvirkjun hafi barið á umhverf- issinnum vegna Kárahnjúka. „Landsvirkjun hefur á undanför- um árum ítrekað gert athugasemdir við að ekki sé horft til almennra vanhæfisreglna stjórnsýsluréttar í störfum rammaáætlunar,“ segir Hörður. Ekki er eðlilegt, að sögn Harðar, að aðilar sem berjist opinberlega gegn virkjanakosti komi síðan að störfum rammaáætlunar um sama virkjanakost. n Hörður svarar umhverfissinnum Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar 2 fréttir FRÉTTABLAÐIÐ 24. mARs 2023 fÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.