Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 12
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Guðmundur Hilmarsson, gummih@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf. Ábyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Leiðir þeirra Helgu og Ingridar lágu saman árið 2012. Þá bjó Helga enn þá úti í Dúbaí en Ísland var farið að toga í hana. „Þar sem ég var búin að búa svo lengi úti í Dúbaí þá þekkti mig enginn á Íslandi, en ég fékk þá hug- mynd að koma mér inn á markað- inn hér með því að setja upp ráð- stefnur og fá fræga fyrirlesara hér á landi í lið með mér. Ég þekkti Eddu Björgvins og spurði hvort hún væri til í að taka þátt í ráðstefnu. Þá sagði Edda: „Já, ég tek þátt og ég veit um frábæra konu sem er algjör snillingur,““ segir Helga. Þannig kynntust þær Helga og Ingrid fyrst en þær héldu saman tvær ráðstefnur árið 2012 og 2013 um heilsu og sjálfseflingu ásamt fleira góðu fólki. Síðan hafa þær haldið saman fjölmörg námskeið og komið saman að ýmsum verk- efnum. Þegar Helga fékk þá hugmynd að halda námskeið fyrir kennara til að auka áhugahvöt nemenda leitaði hún aftur til Ingridar. „Þegar ég fór að vinna með Ingrid þá fannst mér hún svo öflug og afkastamikil, hún kom hlutum í verk og mér fannst Ingrid bara geggjuð að vinna með. Ég hugsaði: Það er engin betri til að vera með mér í þessu námskeiði en Ingrid,“ segir Helga. „Ég fer bara hjá mér, þú talar svo fallega um mig,“ skýtur Ingrid inn í. „En ég get sagt það sama um þig, ég hef aldrei unnið með manneskju sem er jafn skapandi og hugmyndarík. Við höfum báðar lært jákvæða sálfræði, sem er líka kveikjan að samstarfi okkar og við bætum hvor aðra upp. Við erum yfirleitt sammála þegar við erum að búa til námsefni og fyrirlestra, sem er alveg ótrúlegt. Ég er mjög þakklát fyrir að hún hafi leitað til mín á sínum tíma.“ Helga hefur lokið háskólanámi í sálfræði, heilsu- og íþróttafræði og kennsluréttindum. Hún hefur einnig lært dáleiðslu, NLP, mark- þjálfun og fleira. Ingrid, sem er fædd og uppalin í Amsterdam, lauk aftur á móti meistaragráðu í norrænum fræðum áður en hún tók aðra meistaragráðu í jákvæðri sálfræði. „Ég hef búið á Íslandi í 26 ár. Það var námið í norrænni fræði sem rak mig til Íslands. Ég ætlaði að fara til Svíþjóðar og hafa sænsku sem aðalmál, en svo var ekki hægt að fá styrk svo ég kom til Íslands. Ég fékk styrk frá menntamála- ráðuneytinu til að læra íslensku fyrir erlenda stúdenta og tók það á tveimur árum í staðinn fyrir þremur. Svo kynntist ég mann- inum mínum á Nýja-Garði, f ljót- lega eftir að ég flutti til Íslands, og þá varð ekki aftur snúið. Við eigum tvö börn í dag og fyrirtæki og ég varð íslenskur ríkisborgari fyrir 20 árum,“ segir Ingrid glöð í bragði. „Ég verð að nefna það að Ingrid talar fullkomna íslensku eins og þú heyrir,“ skýtur Helga inn í. „Það er hún sem prófarkales allt sem við gerum þó að ég sé Íslendingurinn og hún útlendingurinn, mér finnst það frekar spaugilegt.“ Hundleiddist í skólanum Helga segir frá því að í skóla hafi hún lent í einelti en það sem breytti lífi hennar var námskeið sem hún fór á 23 ára gömul sem hét Máttur hugans. „Ég held að það hafi verið ástæða þess að ég fór út í sjálfseflingu. Ég fékk að kynnast þessu innra afli sem við höfum öll og getum nýtt á miklu betri hátt en við gerum,“ segir hún. „Líf mitt í raun snerist við og ég fór að læra allt sem tengdist því að efla mig og efla aðra. Ég byrjaði á heilsueflingu en svo lærði ég líka NLP og dáleiðslu til að vinna í gegnum erfiðar tilfinningar.“ Tuttugu árum eftir að Helga hafði lokið tveimur BA-gráðum fór hún aftur í háskóla til að klára meistaragráðu en hún segist alla tíð hafa elskað að læra og afla sér nýrrar þekkingar. En þegar hún fór aftur í háskólanám eftir allan þennan tíma fannst henni eins og hún hefði verið slegin utan undir. „Mér fannst þetta bara hund- leiðinlegt. Ég var komin á full- orðinsaldur og stóð sjálfa mig að því að læra undir próf í stað þess að læra fyrir sjálfa mig og mundi hvernig ég hafði gert það þegar ég var í skóla á mínum yngri árum. Mundi ég eftir einhverju sem ég lærði þá? Ekki séns. Ég veit það núna að þegar ytri hvatning stýrir lærdómnum þá skilur það lítið sem ekkert eftir. Það voru örfáir áfangar skemmtilegir og ég velti því fyrir mér hvers vegna. Þegar ég fór í jákvæða sálfræði uppgötvaði ég hver lykillinn væri. Þeir kennar- ar sem kenndu skemmtilegu fögin nýttu innri hvatningu í miklum mæli en þeir sem kenndu leiðin- legu fögin nýttu enga hvatningu, eða ytri hvatningu,“ segir hún. „Þessi reynsla varð upphafið að kennaranámskeiðunum sem við Ingrid erum að fara að halda. Þegar ég fór að læra jákvæða sálfræði og lærði um innri og ytri hvatningu þá lærði ég að það er hægt að breyta þessum kennsluaðferðum. Það er okkur eiginlegt að þykja skemmtilegt að læra. En ég var til dæmis með fyrirlestur fyrir yfir 100 nemendur um daginn og þau voru flest með hangandi haus og ég fann fyrir miklu áhugaleysi. Ég sá vanlíðan og þreytu skína úr augum þessara nemenda. Þetta voru allt nemendur sem voru að útskrifast úr menntaskóla og ég hugsaði bara: Guð minn góður, við þurftum að breyta þessu.“ Hún heldur áfram: „Ingrid er náttúrulega jákvæð- asta manneskja sem ég þekki og með þessum námskeiðum viljum við snúa þessu við. Við viljum að börn og ungmenni hlakki til að fara í skólann og finnist gaman að læra, það þarf ekki að vera leiðin- legt í skólanum.“ Ingrid tekur undir þetta og bendir á að rannsóknir sýni að mikil vanlíðan og kvíði sé meðal ungmenna eftir heimsfaraldur- inn. Skapar sér eigin vellíðan Helga talar um að fólk festist oft í fórnarlambshlutverki og átti sig ekki á hvernig það getur skapað sér sína eigin vellíðan. „Ég hugsa að ef ég hefði ekki farið á þetta námskeið þegar ég var 23 ára, hefði ég ekki áttað mig á hvað ég get gert margt til að skapa mér það líf sem ég vil. Þetta eru hlutir sem eru ekki kenndir í skólum, samskiptahæfni og tilfinningagreind er ekki kennt í skólum. Það er ekki kennt hvernig á að nota hugann á þann hátt sem eflir mann,“ segir hún. „Á kennaranámskeiðunum, sem má lesa um á helgamarin. com/upcoming-events, erum við að gefa kennurum verkfæri til að skapa sinn eigin raunveruleika og byggja upp jákvæðari viðhorf og hugsanir. Við gefum þeim líka ákveðin verkfæri til að þeir geti kennt börnum og unglingum að breyta sínum hugsunarhætti.“ Ingrid segir að þær vinni með innri áhugahvöt en ekki ytri hvatningu. „Við erum oft að nota ytri hvatningu, eins og launahækkun, stöðuhækkun, verðlaun eða fríð- indi, sem er aðferð sem virkar í ákveðnum aðstæðum en dregur oft úr innri hvatningu. Innri hvatning er þegar við gerum eitthvað af því okkur finsnt það skemmtilegt. Við höfum mikla ánægju af því og það veitir okkur vellíðan, tilgang eða gleði. Þetta skiptir miklu máli. Gott dæmi um ytri hvatningu er ef ég stend mig vel á prófum til að fá umbun frá foreldrum eða háar einkunnir. Ef ég læri aftur á móti til að auka þekkingu mína og af því mér finnst það skemmtilegt, þá kemur hvatningin innan frá.“ Ábyrgð á eigin hamingju Ingrid og Helga segja að það sé ekki spurning að þetta hafi þær sjálfar tamið sér í sínu lífi. „Kjarninn í öllum mínum námskeiðum og fyrirlestrum undanfarin tuttugu ár er að hver er sinnar gæfu smiður, ásamt spurningunni: Hvað get ég sjálf gert til að auka vellíðan í daglegu lífi? Þannig að ég nota klárlega aðferðir í daglegu lífi til að koma mér í jákvætt hugarástand. Ég nota tónlist og klæðist litum og nota húmor til dæmis. Við erum oft svo upptekin af því að ein- blína á neikvæðu hlutina og það sem við einblínum á, það vex og stækkar. Við berum öll ábyrgð á að skapa okkur okkar eigin hamingju og það er klárlega eitt- hvað sem ég hef tamið mér,“ segir Ingrid og tekur sem dæmi að hún hafi lengi reynt að finna líkams- rækt sem hentaði henni og hafi til dæmis farið í spinningtíma sem henni fannst aldrei skemmtilegir. „Það var ekki fyrr en ég fór í zumba sem ég fann þessa eðlis- lægu ánægju. Ég hlakka til að fara í tíma, þannig að ég náði að breyta líkamsrækt úr einhverju sem mér fannst leiðinlegt í eitthvað sem ég vil helst ekki sleppa.“ Helga tekur undir þetta og segir að allt sem hún hefur lært á síð- ustu þrjátíu árum hafi gert henni kleift að skapa sér sitt draumalíf. „Með jákvæðni og opnum huga koma tækifærin, en ef maður er neikvæður og með lokaðan huga, þá sér maður ekki tækifærin. Allt sem ég hef lært finnst mér hjálpa mér að byggja upp það líf sem mig dreymdi um. Ég hef verið að kenna nemendum að láta drauma sína rætast, við höfum öll mögu- leika á að láta drauma okkar rætast ef við erum rétt stillt.“ n Ingrid og Helga hafa tamið sér jákvæða sál- fræði í eigin lífi. FRéttABLAðið/ ERniR Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun @frettabladid.is Ég fékk að kynnast þessu innra afli sem við höfum öll og getum nýtt á miklu betri hátt en við gerum. Helga Marín Bergsteinsdóttir Það var ekki fyrr en ég fór í zumba sem ég fann þessa eðlislægu ánægju. Ingrid Kuhlman 2 kynningarblað A L LT 24. mars 2023 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.