Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 16
 Við njótum einnig góðs af því að hér er bæði sundlaug og Þinghamar er stórt félagsheimili í göngufæri frá hótelinu. Hótel Varmaland er nýtt heilsárshótel í sveit þar sem er kyrrlátt og fallegt, en þó örstutt frá Borgarnesi og í aðeins klukkutíma og fimmtán mínútna aksturs- fjarlægð frá Reykjavík. sjofn@frettabladid.is Hótel Varmaland er staðsett í Stafholts tungum í Borgarfirði í húsi sem upphaflega var byggt undir starfsemi Húsmæðraskólans á Varmalandi. Herborg Hjelm hótelstjóri segir að húsið hafi tekið miklum breytingum og lögð hafi verið metnaðarfull vinna í að gera hótelið þannig að það tengist náttúrunni sem umhverfið hefur upp á að bjóða. „Á síðustu árum hefur húsið verið stækkað og mikið endurbætt. Skólahald í Hús- mæðraskólanum lagðist af seint á níunda áratugnum og eftir það var húsið í tilfallandi notkun. Meðal annars var rekið þar sumarhótel og skólasel frá grunnskólanum á staðnum þegar nemendur voru þar flestir á uppgangsárum Háskólans á Bifröst,“ segir Herborg og bætir við að vel hafi tekist til við að nýta rýmið sem best. Á krossgötum til allra átta Á efstu hæð hótelsins er hinn glæsilegi Calor Restaurant, með stórbrotið útsýni til allra átta yfir Borgarfjörðinn. Hótelið er útbúið öllum nútímaþægindum, andrúmsloftið er heillandi og umhverfið einstaklega friðsælt og fallegt. Hótelið telur 60 herbergi í sex flokkum og veitingastaðinn Calor sem tekur allt að 140 manns í sæti auk fundar- og ráðstefnusals fyrir um 40 manns. Útsýni af veitingasal á fjórðu hæð er stórbrotið þar sem fjallahringur héraðsins nýtur sín vel. „Varma- land er í rauninni skjólsæl og falin perla milli fal- legra klettabelta. Frá hótelinu er fallegt útsýni þar sem það stendur fremur hátt í landinu. Þá er Varmaland í raun mjög miðsvæðis, á krossgötum til allra átta. Í nágrenni hótelsins er hægt að komast í fjöl- breytta afþreyingu í uppsveitum Borgarfjarðar. Til dæmis má láta þreytuna líða úr sér í böðum Krauma, fara í hellaskoðun, stuttar gönguferðir um Paradísarlaut, Grábrók, skoða sögulega staði eins og Reykholt eða fara í reiðtúr og taka inn orkuna frá Hraunfossum og Barnafossi svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Herborg. Hótel Varmaland er einkar hentugt fyrir fyrirtæki sem vilja halda námskeið eða stefnumót- unarfundi. „Það er mikilvægt að geta unnið vel og fundað án utanaðkomandi áreitis. Hér á Varmalandi er kyrrlátt umhverfi, fjarri öllu amstri en á sama tíma þægileg nálægð við höfuðborgar- Norðurljósin dansa fyrir utan gluggann Herborg Hjelm hótelstjóri er ánægð með hversu vel hefur tekist til með endurbæturnar og notagildið fléttað vel saman við fagurfræðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Veitingastaður hótelsins, Calor, er á efstu hæð með stórbrotið útsýni til allra átta og býður upp á metn- aðarfullan og árstíðabundinn matseðil. svæðið. Við njótum einnig góðs af því að hér er bæði sundlaug og Þinghamar er stórt félagsheimili í göngufæri frá hótelinu. Sundlaugin er opin yfir sumarið en hefur verið opnuð þegar við höfum óskað eftir því og félagsheimilið er hægt að leigja bæði fyrir fjölmennustu veisl- urnar, ráðstefnur og slíkt,“ segir Herborg og hefur fundið fyrir því að það þyki mikill kostur að hafa þessa aðstöðu við höndina þegar stærri hópar koma saman. Stórbrotið útsýni Á efstu hæð hótelsins er glæsi- legur veitingastaður með útsýni til allra átta. „Veitingastaðurinn ber nafnið Calor þar sem boðið er upp á morgunverðarhlaðborð sem er innifalið í gistingunni, árstíða- tengdan „a la carte“ matseðil og hópamatseðil, eins getum við sér- sniðið matseðla með fjölbreyttum veitingum við ýmis tækifæri. Calor er tilvalinn til veisluhalds og hvers kyns samkomuhalds. Árshátíðir, brúðkaupsveislur, afmæli og ýmis- legt fleira. Inn af veitingastaðnum er sér rými/salur sem tekur allt að 40 manns í sæti. Salurinn hentar vel fyrir smærri hópa, fundi, kynningar og fyrir- lestra og er með sama stórbrotna útsýni og veitingastaðurinn Calor hefur upp á að bjóða. Kokkarnir á Calor vinna í miðju rýmisins, í opnu eldhúsi, og geta gestir fylgst með þeim að störfum á milli þess sem notið er útsýnis í gegnum glerveggi sem þekja þrjár hliðar veitingasalarins á fjórðu og jafn- framt efstu hæð hótelsins,“ segir Herborg. Stórar svalir eru til suðurs og norðurs og útsýnið hreint út sagt stórfenglegt þar sem útsýnið út um gluggana eru eins og lifandi lista- verk. Hótel Varmaland getur átt stóran þátt í að styrkja stöðu fyrir- tækja, rækta fjölskyldutengslin eða fagna ástinni. „Það hefur verið okkur sönn ánægja að geta verið pörum, fjölskyldum og öðrum innan handar við skipulagningu, hugmyndavinnu, finna skemmti- krafta og fleira þegar kemur að því að halda stórviðburði og merka áfanga í lífi fólks. Við getum einnig tekið að okkur að sjá alfarið um viðburð og gera fólki þannig kleift að slaka á, taka þátt og njóta við- burðarins.“ Sjarmi gamla Húsmæðraskólans í forgrunni Aðbúnaðurinn á hótelinu og aðstaðan er til fyrirmyndar. „Á hótelinu eru 60 endurnýjuð her- bergi í skandinavískum stíl, útbúin öllum helstu þægindum. Þar sem lagt var upp með að halda sjarma gamla Húsmæðraskólans eru herbergin mismunandi að stærð og gerð. Hótelið hefur 8 standard eins manns herbergi, 38 standard tveggja manna, 6 deluxe, 4 junior svítur, 3 svítur og 1 superior svítu. Öll herbergin eru með sér bað- herbergi og baðvörum, sjónvarpi, te- og kaffiaðstöðu. Á fyrstu hæð á bak við móttökuna er svo barinn okkar Þvottahúsið þar sem hægt er að setjast niður og panta sér ýmsa drykki og létta rétti af barmat- seðli, í léttu og heimilislegu kósí umhverfi þar sem einnig er hægt að setjast út og njóta umhverfisins sem Varmaland hefur upp á að bjóða,“ segir Herborg og er virki- lega ánægð með hversu vel hefur tekist til með endurnýjunina á hótelinu. Síðast en alls ekki síst eru það norðurljósin sem sjást oft á himni á þessu svæði. Á Hótel Varmalandi eru kjöraðstæður til að fylgjast með þessu magnaða fyrirbæri. „Örstutt ganga er inn í skóg þar sem einstakt er að horfa upp í himinhvolfið til að sjá þau dansa sínum fagra dansi eða fara upp á svalirnar á fjórðu hæð, horfa út um gluggana á herberginu undir sæng eða keyra inn Borgarfjörðinn,“ segir Herborg að lokum og er orðin afar spennt fyrir sumrinu sem er skammt undan. n Glæsileg og nýupp- gerð setustofa. Hótel Varmaland er í sveit þar sem kyrrlátt er og fallegt, á skjólsælum stað á milli fallegra kletta- bletta sem á sér fáa líka. Fallegar hönnunarvörur Íslenskt hraun eins og þú hefur ekki séð það áður www.hrauney.com 4 kynningarblað 24. mars 2023 FÖSTUDAGURAllt fyrir hótel og veitiNgAhús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.