Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 17
Fjölmörg hótel og gistiheim- ili hafa valið rúm frá Svefni & heilsu fyrir viðskiptavini sína. Hjónin Sigurður Matthí- asson og Elísabet Trausta- dóttir, eigendur Svefns & heilsu, segja hótelin vilja gæðarúm fyrir gestina. Matthildur Fanney Jónsdóttir verslunarstjóri og Árni Magnússon sölufulltrúi hafa að mestu leyti séð um og sérhæft sig í hóteldeild verslunarinnar. Sala á rúmum til einstaklinga er kjarnastarfsemi hinnar rótgrónu verslunar Svefns & heilsu, sem starfað hefur frá árinu 1991, eða í rúmlega 30 ár. Samkvæmt Gallup hefur verslunin stærstu markaðshlutdeildina á Íslandi í sölu á rúmum. Góðir dómar hótelgesta „Á árunum fyrir Covid jókst sala á rúmum og dýnum til hótela og gistihúsa mikið vegna fjölgunar ferðamanna, því höfum við selt fjölmörg hótelrúm til hótela, og reynslan hefur verið mjög góð. Hótel og gistiheimili velja í auknum mæli gæðarúm fyrir viðskiptavini sína. Sum þeirra auglýsa sérstak- lega að þau séu með dýnur frá Svefni & heilsu,“ segir Sigurður. „Við erum í miklu samstarfi við KEA, Grímsborgir og Heilsustofnun NLFÍ ásamt mörgum öðrum hótelum og gistiheimilum en það bætast sífellt fleiri hótel og gistiheimili í viðskiptavinahóp okkar. Við höfum fengið mjög góða dóma frá viðskiptavinum sem gista á þeim stöðum sem eru með dýnur frá okkur og í mörgum tilfellum koma svo þessir einstaklingar í verslunina að kaupa sambærilega dýnu,“ bætir hann við. „Samkvæmt skoðanakönnunum meðal hótelgesta eru það yfir- leitt rúmin sem skipta mestu máli hvað gæði dvalarinnar varðar. Á tímum tölvualdar, þar sem fólk getur skoðað TripAdvisor og aðrar ferðamannasíður, er það í raun viðskiptavinurinn sem gerir þær kröfur að rúmin séu góð.“ Svefn & heilsa býður upp á fjölmörg gæðamerki „Við leggjum mesta áherslu á heilsudýnurnar frá Bodyprint og Fylds, einnig á stillanlegu rúmin frá Reverie. Við látum líka sérframleiða fyrir okkur heilsudýnur. Þær heita Valhöll, Frigg, Óðinn, Ýmir, Iðunn og Miðgarður. Valhöll er langvinsælasta dýnan fyrir hótel Við erum einnig með mjög gott úrval af öðrum vörum fyrir hótel og gistiheimili eins og höfðagafla, náttborð, rúmföt, rúmteppi, lök, hlífðardýnur, sængur, kodda, hand- klæði, inniskó, sloppa og margt fleira,“ segir Elísabet. „Við bjóðum upp á ýmis góð merki í mjúkvörunum. Til dæmis HEFEL sem er það allra besta sem við höfum kynnst í sængurverum. Þá eru Vandyck góðir í flestum mjúkvörum en lökin frá þeim eru sérstaklega góð. Mine sængurverin úr egypskri bómull hafa verið vin- sælust hjá okkur og gefa HEFEL lítið eftir,“ segir Sigurður. Góðar heilsudýnur Allar heilsudýnurnar hjá Svefni & heilsu eru svæðaskiptar. Það þýðir að axlasvæðið er mjúkt, mjóbaks- svæðið er stífara og miðjusvæðið er millistíft. „Svæðaskiptar heilsu- dýnur gefa betri stuðning við axlir og mjóbak og styðja í heild miklu betur við líkamann. Valhöll, heilsudýnan sem er vinsælust fyrir hótelin, er sjösvæðaskipt og 30 cm þykk. Það er hægt að snúa henni og hún er því mjög endingargóð. Valhöll er einnig með steypta kanta og stálkanta og hægt er að festa tvær dýnur saman með velcro til að mynda hjónarúm,“ segir Sigurður og bendir á að botnarnir séu gríðar- sterkir og henti þess vegna mjög vel fyrir hótel. „Ég væri mjög ánægður með að lenda á slíkri dýnu á fimm stjörnu hóteli,“ segir Sigurður. Svefn & heilsa er nýkomin með heilsu- rúm og dýnur frá Faubee. Það er fyrirtæki sem framleiðir rúm fyrir þýskan markað. „Faubee rúmin eru belgísk hönnun en með glæsilegu skandinavísku útliti. Þau eru með sjösvæðaskiptingu í botni og dýnu ásamt vali á yfirdýnu. En það eru alltaf einhver hótel sem hafa áhuga á slíkum lúxus-rúmum,“ segir Elísa- bet. „Rúmin koma í mörgum litum, í alls konar útliti og stífleika. Við erum mjög spennt að geta loks farið að bjóða upp á þessi rúm.“ n Nánari upplýsingar á: svefn.is Gæðarúm fyrir hótelgesti Sigurður og Elísabet ásamt Matthildi Fanneyju verslunarstjóra og Árna Magnússyni sölufulltrúa sem hafa að mestu leyti séð um og sérhæft sig í hóteldeildinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hægt er að festa tvær dýnur saman með velcro til að mynda hjónarúm. Valhöll er langvinsælasta dýnan fyrir hótel. Enda sérhönnuð hóteldýna. Svefn & heilsa býður upp á fjölbreytt úrval af heilsudýnum og rúmum. Einnig rúmfötum, sloppum, handklæðum og fleiri mjúkvörum. Hótel og gistiheim- ili velja í auknum mæli gæðarúm fyrir viðskiptavini sína. Sum þeirra auglýsa sérstak- lega að þau séu með dýnur frá Svefni & heilsu. Sigurður Matthíasson kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 24. mars 2023 Allt fyrir hótel oG veitinGAhús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.