Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 6
Þetta er umfangsmikið en mun lítið sjást og ætti engan að trufla. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar Allar líkur eru á að 40.000 tonn af laxi verði framleidd innan nokkurra ára á Reykja­ nesi. Stærsta einstaka lóðar­ úthlutun til einstaklinga. bth@frettabladid.is Fiskeldi Saga sem hófst þegar Sam­ herjamenn fengu heimild til að kanna jarðsjó í Helguvík með ker­ skála í huga undir laxeldi, tók snún­ ing þegar heimamenn á Reykjanesi gáfu þeim leyfi til að bora prufuholu. Eftir rannsóknir og fundahöld hefur umhverfismat verið kynnt. Horfir í gríðarmikið eldi á stærstu lóð sem úthlutað hefur verið til einkaaðila hér á landi. Samherji fiskeldi hyggst byggja 250.000 fermetra af húsnæði vegna eldisins. Ígildir flæmið Reykjavíkur­ tjörn og svæðinu í kring um hana. Uppbygging laxeldisins er hugsuð í þremur áföngum. Ef allt gengur upp gæti framleiðsla hafist innan nokkurra ára. Karl Eskil Pálsson, upplýsingafulltrúi Samherja, segir verkefnið umhverfisvænt, um hring­ rásarhagkerfi sé að ræða. Kjartan Már Kjartansson, bæjar­ stjóri Reykjanesbæjar, segir einu mannvirkin fyrir á svæðinu vera Stolt Sea Farm. Ekki þurfi að virkja, nýttur verði jarðvarmi, sjór og affallsvatn Reykjanesvirkjunar. Ferðamannastaðir nærri raskist ekki, „Þetta er umfangsmikið en mun lítið sjást og ætti engan að trufla,“ segir Kjartan Már. Fiskeldi á stærð við Tjarnarsvæðið Mannvirkin á tölvugerðri mynd. Fermetra­ fjöldinn sam­ svarar rúmlega Reykjavíkur­ tjörn, Hljóm­ skálagarðinum Tjarnargötu og nágrenni. Framleidd verða 40.000 tonn af laxi. Hundrað störf eiga að skapast. Hluti afurðanna verður f luttur út með flugi auk þess sem mikill aðf lutningur mun verða í formi fóðurs og fleiri þátta. Er rætt um að heildarþyngd árlegra flutninga verði 100.000 tonn. „Þetta kallar á endurhönnun og styrkingu vegakerfisins til og frá þessu svæði,“ segir Kjartan Már. „Það samtal er hafið milli okkar og ríkisins. Við þurfum að koma þessu inn á samgönguáætlun.“ Fiskeldisstöðin mun standa saman af seiðastöð, áframeldis­ stöð, og vinnsluhúsi ásamt stoð­ og tæknibyggingum. Umfjöllun um eldisstöðina miðast við laxeldi en þó er gert ráð fyrir möguleikanum að í stöðinni geti einnig verið bleikju­ og regnbogasilungseldi. n Vonarstræti Tjörnin Hljómskála- garðurinn Suðurgata Frík irk ju vegur H ringbraut u.þ.b. 250.000 m2 Frá tilnefningarnefnd vegna aðalfundar Haga hf. 2023 Þeim hluthöfum sem vilja eiga fund með tilnefningarnefnd eða koma skilaboðum á framfæri við nefndina í aðdraganda aðalfundar 2023 er bent á að hafa samband við tilnefningarnefnd eigi síðar en 13. apríl nk. á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Þeim sem vilja gefa kost á sér til setu í stjórn Haga hf. er bent á að tilkynna það skriflega til tilnefningarnefndar Haga hf. eigi síðar en 21. apríl 2023 á netfangið tilnefningarnefnd@hagar.is. Nauðsynlegt er að frambjóðendur noti framboðseyðublað sem finna má á vefsíðu Haga en þar þarf meðal annars að upplýsa um bakgrunn og hæfi frambjóðanda, auk þess að gera grein fyrir hvernig frambjóðandi uppfyllir skilyrði sáttar Haga hf. við Samkeppniseftirlitið frá september 2018. Auk framboðseyðublaðs má á heimasíðu Haga hf. finna nánari upplýsingar um viðmið tilnefn- ingarnefndar við mat á frambjóðendum, www.hagar.is/fjarfestar/hluthafafundir/2023/. Upplýst skal að núverandi stjórnarmenn Haga hf. gefa allir kost á sér til endurkjörs. Tillögur tilnefningarnefndar um frambjóðendur til stjórnar verða tilkynntar þann 10. maí nk. Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn fimmtudaginn 1. júní 2023. Tilnefningarnefnd Haga hf. benediktboas@frettabladid.is Félagsmál „Fólkið í landinu vill greinilega sjá aðgerðir og þá er undir Alþingi og ríkisstjórninni komið að taka til verks og hlusta á kröfur, ekki bara fatlaðs fólks, heldur þessa stóra meirihluta landsmanna sem telur stöðuna í dag óviðunandi,“ segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, for­ maður Öryrkjabandalags Íslands, um könnun sem bandalagið lét gera fyrir sig. Mikill meirihluti Íslendinga telur kjör öryrkja ýmist frekar eða mjög slæm og segir brýnt að bæta þau. Gallup gerði könnunina fyrir ÖBÍ. Alls sagði 38,1 prósent kjör öryrkja mjög slæm og 43,6 prósent frekar slæm. Var lítill munur á afstöðu eftir aldri, kyni, búsetu, menntun eða tekjum. Svarendur voru beðnir um að taka afstöðu til þess hversu brýnt sé að bæta kjör öryrkja. Þeim var gert að gefa svar á kvarðanum 0 til 10 þar sem 0 þýðir alls ekki brýnt en 10 mjög brýnt. Meðaltal svara var 8 sem þýðir að meginþorri landsmanna telur brýnt að bæta kjörin. Alls sagði 33,1 prósent, rétt tæpur þriðjungur, mjög brýnt að bæta kjörin og gaf svarið 10. „Niðurstöður könnunarinnar eru mjög áhugaverðar þótt þær komi ekki endilega mjög á óvart. Það er gott að sjá að mikill meirihluti landsmanna telur brýnt að bæta kjör fatlaðs fólks og áttar sig á því að örorkulífeyrir þarf að vera hærri en hann er,“ segir Þuríður. Að sögn Þuríðar er athyglisverðast að svarendur sögðust sjálfir þurfa að meðaltali 470 þúsund krónur á mán­ uði eftir skatt til að lifa mannsæm­ andi lífi, misstu þeir starfsgetuna. „Þessi upphæð er auðvitað mun hærri en örorkulífeyrir þannig að það er ljóst að það er veruleg þörf á að bæta kjörin. Svarendur sögðu hins vegar að meðaltali að æskilegar tekjur öryrkja væru um 389 þúsund krónur eftir skatt. Það munar tals­ vert á hvað fólk sjálft telur sig þurfa til að lifa og hvað það telur öryrkja þurfa,“ segir hún. n Þurfa sjálf meira en öryrkjar eigi að fá Frá Málþingi ÖBÍ þar sem niðurstöðurnar voru kynntar. Mynd/Þórgnýr Einar albErTSSon Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ ser@frettabladid.is snæFellsnes Ný og glæsileg þjóð­ garðsmiðstöð Snæfellsþjóðgarðs á Hellissandi verður vígð í dag, en hugmyndir að smíði hennar má rekja allt aftur til 2006. „Góðir hlutir gerast hægt,“ segir í tilkynningu frá Fjársýslunni ­ Rík­ iseignum. Fyrsta skóflustunga var tekin 2016 en í útboði 2019 var engu tilboði tekið. Í alútboði 2020 hreppti fyrirtækið Húsheild loks verkið og gengu fram­ kvæmdir vel. Húsið er hannað af Arkís og er alls 710 fermetrar. n Þjóðgarðsmiðstöð vígð á Hellissandi Miðstöðin sem vígð er í dag. Mynd/FSrE Góðir hlutir gerast hægt. Fjársýslan ­ ríkiseignir 6 FréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 24. mARs 2023 FÖSTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.