Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 4
bth@frettabladid.is LoftsLagsmáL Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, menningar- og viðskipta- ráðherra, fer til Brussel eftir helgi til að funda með fulltrúum Evrópu- sambandsins um hækkun kolefnis- skatta ESB af flugi sem Ísland þarf að óbreyttu að undirgangast. Að sögn ráðafólks er staðan alvar- leg þar sem ferðaþjónustan og stór hluti hagkerfisins er í hættu. Ísland vill að horft verði til þess að aðrir samgöngukostir en f lug bjóðist ekki hjá Íslendingum sem eyþjóð. Þar sem mikið er um tengi- f lug um Ísland myndu álögurnar hitti Ísland afar illa fyrir. „Þetta er stærsta hagsmunamál fyrir Ísland á síðari árum,“ segir Lilja sem kveðst munu nota fundi í Brus- sel til að vekja máls á hagsmunum Íslands, ferðaþjónustunnar og flug- félaganna. Gæta verði sanngirni. Lilja til Brussel vegna losunardeilunnar við ESB Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráð- herra „Við höfum ekki sömu möguleika og aðrar þjóðir á umhverfisvænum kostum eins og æskilegt væri,“ segir Lilja. Ekki sé í boði fyrir Íslendinga að lækka kolefnisspor sitt með því að taka strætó eða lest út í heim. Lilja segist bjartsýn á skilning innan ESB. Hún fari ekki út til að leysa deiluna, því forsætisráðherra sé í forsvari fyrir ríkisstjórnina. En sem ferðamálaráðherra renni henni blóðið til skyldunnar. n N Ý F O R M h ú s g a g n a v e r s l u n h ú s g a g n av e r s l u n Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af borðstofuborðum frá CASÖ Embla hrinborð 120 cm og 140 cm reykt eik og nature eik. Rachel Talbot hefur sýnt hversu auðvelt það er að stela upplýsingum frá fólki í gegnum samfélagsmiðla. FRÉTTABLAðið/VALLi Árleg netöryggisráðstefna Syndis fór fram á Grand Hótel í Reykjavík í gær. Ráðherrar og sérfræðingar héldu erindi um aukna þörf á skilningi og samstarfi. For- stjóri bandarísks netöryggis- fyrirtækis segir Íslendinga búa við mikið forskot. helgisteinar@frettabladid.is tækni Rachel Tobac, forstjóri SocialProof Security, segir íslenska tungumálið veita Íslendingum gott forskot til að vera leiðandi í net öryggismálum. Hún varar fólk einnig við því að deila of miklum upplýsingum á samfélagsmiðlum. Árleg öryggisráðstefna Syndis fór fram á Grand Hótel í gær þar sem netöryggi fyrirtækja í heimi sívax- andi netárása var kynnt. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Ýmir Vigfússon, prófessor hjá Emory University og einn af með- stofnendum Syndis. Rachel Tobac var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar en hún er vel þekkt í heimi netöryggismála. Hún mætti meðal annars í viðtal á CNN og sýndi hversu auðvelt það er fyrir tölvuþrjóta að nálgast persónuupp- lýsingar. Í viðtali við Donie O’Sullivan notaði hún eingöngu Instagram- og Twitter-reikning hans og fékk aðgang að tölvupósti hans, síma- númeri og heimilisfangi og gat meðal annars breytt sæti hans í bókuðu flugi sem hann átti. „Ég held að Íslendingar geti spilað stórt hlutverk í netöryggi þar sem þið hafið sérstakan skilning á einhverju sem ekki allir hafa. Þið þekkið íslenska tungumálið og sérstaklega þegar kemur að mann- legri hegðun innan tæknigeirans þá vitum við að því erfiðara sem tungumál er, því erfiðara er að plata einstaklingana sem tala það,“ segir Rachel. Á ráðstefnunni talaði Áslaug Arna einnig um mikilvægi þess að ef la þekkingu og samstarf en Ísland er í 61. sæti á heimsvísu þegar kemur að netöryggi samkvæmt mælikvarða National Cyber Security Index. Hún segir mikilvægt að bæta þá stöðu þar sem tölvuþrjótar eru líklegri til að ráðast gegn þjóðum sem eru neðarlega á þeim lista. Áslaug segir að Íslendingar hafi aftur á móti bætt sig verulega í þeim málum. Til að mynda verða fulltrúar Íslands þátttakendur í net- öryggisæfingunni Locked Shields á vegum NATO í fyrsta sinn á þessu ári. Ísland sé nú komið á sameigin- legan vígvöll með þjóðum Atlants- hafsbandalagsins þar sem þjóðirnar geta allar orðið fyrir netárásum. „Forsenda þess að við náum þessum markmiðum er að styrkja og formgera aukið samstarf vegna þess að þetta snertir okkur öll og það mega ekki vera veikir hlekkir,“ sagði Áslaug í ræðu sinni. Rachel bætir við að notendur samfélagsmiðla þurfi einnig að huga að eigin netöryggi. Hún segir að það sé eitt að birta ferðamyndir og segja fólki að verið sé að fara í frí en það sé hins vegar ekki nauðsynlegt að merkja nákvæma staðsetningu. „Ef þú ert á ferðalagi og „taggar“ nákvæmlega á hvaða hóteli þú ert, þá get ég auðveldlega séð hvort þú sért til dæmis í vinaklúbbi Hyatt hótela eða hjá einhverju öðru hót- eli. Það þýðir að í hvert skipti sem þú tilkynnir ferðalag þá gæti ég haft samband við Hyatt eða við þig og þóst vera Hyatt og mjög auðveld- lega svindlað á þér þar sem ég þekki nú ferðamynstur þitt. Ég er alls ekki að segja fólki að deila ekki á sam- félagsmiðlum, en það er betra að deila færri upplýsingum en fleiri,“ segir Rachel. n Tungumál smáþjóða veitir forskot í netöryggismálum Þetta snertir okkur öll og það mega ekki vera veikir hlekkir. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráð- herra kristinnhaukur@frettabladid.is samgöngumáL RÚV og Samgöngu- stofa munu fara yfir verklag sitt í ljósi athugasemda Rannsóknar- nefndar samgönguslysa vegna banaslyss á Suðurlandsvegi 3. febrúar árið 2022. Athugasemdirnar lúta meðal annars að fræðslu um veðurviðvar- anir í ökukennslu og framsetningu vindaspár í sjónvarpsveðurfréttum. Í slysinu fauk vörubifreið á hlið- ina og farþegi lést. „Verða námskrár yfirfarnar með tilliti til tilmælanna og staðan kort- lögð í mismunandi ökunámsflokk- um,“ segir Þórhildur Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. Samkvæmt Heiðari Sigurfinns- syni, fréttastjóra RÚV, gáfu upplýs- ingar á kortinu þetta kvöld til kynna vindhraða úti á hafi. Örvarnar eigi því ekki við heilt spásvæði. „Breytileiki veðurs getur verið töluverður á jafnvel afmörkuðum svæðum hér á landi og það getur verið flókið að koma því vel til skila í veðurfréttum, sem og að tryggja að skilningur almennings á þeim upplýsingum sem fram koma sé réttur,“ segir Heiðar. Framsetning verði skoðuð. n Yfirfara ökuleyfisnámskrár eftir slys benediktboas@frettabladid.is Hornafjörður „Lón og Nes hafa engin sameiginleg málefni umfram þorrablót og sauðfé sem ruglast á milli svæða. Því geta Lónmenn eins verið með Öræfingum í félagi og kannski betra þar sem núningur yrði miklu minni,“ segir í ályktun frá aðalfundi Búnaðarfélags Lóns- manna. Lónsmenn mótmæla því að vera settir undir sama hatt og Nesmenn í fyrirhugaðri skipan íbúaráða. Bæjarráð hyggst stofna þrjú íbúa- ráð fyrir dreif býli þannig að eitt þriggja manna ráð sé í Öræfum, annað í Suðursveit og á Mýrum og það þriðja fyrir Nes og Lón. „Það er fyrirséð að það muni halla á aðra hvora sveitina í þriggja manna ráði og trúlega yrði það hlut- skipti Lónsmanna þar sem atkvæða magnið er meira í Nesjum á árs- grundvelli. Vert er að benda á að íbúatala Lóns margfaldast á sumr- in,“ segir í ályktun Lónsmanna. Eindreginn vilji þeirra sé að fá sjálf- ræði sé það hugsun sveitarstjórna að afsala sér völdum og verkefnum í hina gömlu hreppa. n Ekkert sameiginlegt með Nesfólkinu nema þorrablót og kindur sem villast Slysið varð austan við Brunná. Frá golfvellinum í Hornafirði. Mynd/Aðsend bth@frettabladid.is akureyri Vinna er hafin við styrk- ingu flóðavarna eftir að sjávarflóð olli verulegu tjóni á Oddeyri á Akur- eyri í lok september í fyrra. Bráðabirgðavörn hefur verið sett upp á 150 metra kafla á Eyrinni. A nd r i Teit s son, for maðu r umhverfis- og mannvirkjaráðs, segir á akureyri.net að til skoðunar sé hvort ef la þurfi fráveitukerfið sunnarlega á Oddeyrinni. n Verja Oddeyrina 4 fréTTir FRÉTTABLAÐIÐ 24. mARs 2023 fÖSTUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.