Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 20
Fólk nennir ekki að draga fram komm- óður til að reyna að koma tækjum sínum í samband. USB-tenglar eru orðnir nauðsynlegir í hverju hótelherbergi sem býður upp á nútíma tækni. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is Gestir hótela gera kröfur. Það sem fólk leitar helst eftir er hreinlæti, gott internet og friðsælt svefn­ umhverfi. Þá skiptir sturtan miklu máli og margir eru á því að sparn­ aðar­sturtuhausar séu til lítils gagns því þeir minnki kraftinn úr vatninu. Þegar fólk er spurt hvað það vilji hafa á hótelherbergi sínu er þetta hér fyrir ofan nefnt en einnig inn­ stungur til að hlaða síma og tölvur. Fólk nennir ekki að draga fram kommóður til að reyna að koma tækjum sínum í samband. Til mikilla bóta er að hafa sérstök box með USB­aðgangi að hleðslu. Hóteleigendur ættu að fylgjast með ánægju gesta og spyrja þá hvort eitthvað megi bæta. Slíkar spurningar hafa jákvæð áhrif á gesti sem fá þá tilfinningu að starfsfólk vilji allt gera til að dvölin verði sem ánægjulegust. Það skiptir líka máli þar sem margir tjá sig á samfélagsmiðlum um gæði hótela. Slík ummæli hafa gríðarleg áhrif á aðra sem eru að leita að hótelum. Þeir sem ferðast vegna viðskipta vilja að dvölin á hóteli auðveldi þeim lífið. Þeir vilja gjarnan sofa vel í góðum rúmum, að netið sé helst fullkomið og aðgengi að því auðvelt. Hratt net gerir viðskipta­ ferðamenn ánægða þar sem þeir þurfa að vinna með fartölvur, taka myndspjall og jafnvel halda fjarfundi. Samgöngur frá hótelum skipta viðskiptaferðamenn líka mjög miklu máli. Gott dæmi um viðskiptahótel er sagt vera Mandarin Oriental í Hong Kong. Það er frábærlega staðsett, býður upp á lánsfartölvur, hátækniherbergi og Michelin­ stjörnu veitingastað. n Góð sturta og hratt net Hótel Reykjavík Grand, eitt fjölmargra hótela í höfuðborginni. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI gummih@frettabladid.is Að meðaltali var dvalarlengd erlendra ferðamanna hér á landi á tímabilinu maí til desember í fyrra 7,6 nætur en Ferðamálastofa birti nýverið könnun meðal erlendra ferðamanna sem heimsóttu Ísland á þessu tímabili. Ríflega þriðjungur, eða 36%, gisti á bilinu eina til þrjár nætur, tæplega helmingur fjórar til átta og tæplega fimmtungur níu nætur eða fleiri. Langflestir sóttu heim höfuð­ borgarsvæðið eða 91%. Fjórir af hverjum fimm heimsóttu Suður­ land, tveir af hverjum þremur Reykjanesið, helmingur Vestur­ land, ríflega þriðjungur Norður­ landið, tæplega þriðjungur Austur­ landið og um 13% heimsóttu Vestfirðina. Dvalarlengd þeirra sem gistu á höfuðborgarsvæðinu var að jafnaði 3,3 nætur, á Suðurlandinu 3,2, á Norðurlandi 2,5 og á Vestfjörðum 2,5 nætur. Dvalarlengd þeirra sem gistu í öðru landshlutum var að jafnaði rétt innan við tvær nætur. Íslandsferðin fór fram úr væntingum nærri sjö ferða­ manna af hverjum tíu. Hjá þremur af hverjum fimm stóðst ferðin væntingar og einungis 2% voru á því að ferðin hefði ekki staðist væntingar. Þegar svarendur voru inntir eftir því hvort ferðin hefði verið peninganna virði, var tæplega helmingur þeirrar skoðunar að ferðin hefði verið mikils virði, um tveir af hverjum fimm að hún hefði hvorki verið mikils né lítils virðis og um 12% að hún hefði verið lítil virðis. n Nánar má sjá um könnunina á ferdamalastofa.is Meðaldvalarlengd tæpar átta nætur Sýningarsalur Draghálsi 4 Sími: 535 1300 verslun@verslun.is Okkar mest seldu stóreldhústæki á föstum verðum frá 16. febrúar til og með 31. maí. Gildir bæði í vefverslun og verslun. 24/7 OPIÐ VERSLUN.IS Tecnodom Perfekt 700 Stálkælir á 179.000 kr. án vsk Tecnodom Perfekt 700 Stálfrystir á 209.000 kr. án vsk. Aristarco Undirborðs uppþvottavél AF 50.35 á 249.000 kr. án vsk. Aristaro Hood Uppþvottavél WH720 á 389.000 kr. án vsk. Berjumst gegn verðhækkunum! Föst verð á völdum vörum hjá Verslunartækni og Geira Þjarkar og vélar Langtímaleiga eða sala – Þitt er valið Kíkið í kaffi í verslun okkar, sjón er sögu ríkari Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað 8 kynningarblað 24. mars 2023 FÖSTUDAGURAllt fyrir hótel oG veitinGAhús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.