Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 18
Hótel Vos er lítið fjölskyldu- rekið hótel sem staðsett er við bæinn Norður-Nýjabæ í Þykkvabæ, um 17 kíló- metrum suðvestur frá Hellu og 30 kílómetrum frá Hvols- velli. gummih@frettabladid.is Gyða Árný Helgadóttir er fram­ kvæmdastjóri Hótel Vos og er eigandi þess ásamt eiginmann­ inum, Hallgrími Óskarssyni. Þegar slegið var á þráðinn til Gyðu var í nógu að snúast hjá henni. „Veðrið setti strik í reikninginn. Hótelið fylltist í gær þar sem fólk komst ekki leiðar sinnar svo það hefur verið nóg að gera,“ sagði Gyða en stormasamt hefur verið á þessu svæði undanfarna daga með ofankomu og erfiðum aksturs­ skilyrðum Hótel Vos var opnað árið 2017 og leggur það áherslu á persónu­ lega þjónustu. Á hótelinu eru 18 herbergi, öll með sérbaðherbergi, sjónvarpi, nettengingu og aðgang að heitum potti. „Við áttum fjós sem við breyttum, byggðum við það ásamt nýbyggingu og ákváðum að koma upp hóteli sem við opn­ uðum vorið 2017. Það var búinn að vera smá draumur hjá okkur að fara út í þetta. Fjósið var í baga­ legu ástandi og það var annað hvort að rífa það eða byggja upp, sem okkur fannst áhugaverðari kostur. Fyrst kom upp sú hug­ mynd að opna lítið sætt hótel en þetta endaði í 18 herbergja hóteli,“ Gaman að upplifa ánægju gestanna  Guðný Árný Helgadóttir er hótelstýra á Hótel Vos. MYNDIR/AÐSENDAR Hótel Vos er fjölskyldurekið sveitahótel með 18 herbergjum. segir Gyða Árný en þau hjónin búa á staðnum. Hvernig hefur gengið frá því þið opnuðuð hótelið? „Þegar Covid skall á var allt í mikilli uppsveif lu og það leit allt rosalega vel út þetta sumar 2020. En það fór eins og það fór. Nú er sagan allt önnur. Síðasta ár fór langt fram úr öllum vonum og sumarið í fyrra var mjög gott hjá okkur þótt Covid hafi verið í gangi fram í miðjan júní,“ segir Gyða. Spurð út í komandi vikur og mánuði hvað hótelreksturinn varðar segir hún: „Sumarið lítur mjög vel út. Það er búið að bóka mjög mikið og einhverjir dagar eru orðnir fullir. Tímabilið virðist vera að lengjast frá maí og alveg fram í október. Það hefur oft verið góð virkni í október og nóvem­ ber úti á landi en hún virðist vera þéttari núna,“ segir Gyða. Gyða segir að meirihluti gesta Hótel Vos séu útlendingar en Íslendingarnir séu meira yfir haustið, veturinn og vorið. Það eru margir áhugaverðir staðir og margar af helstu náttúru­ perlum suðurstrandar Íslands sem eru í næsta nágrenni við Hótel Vos og á svæðinu í kringum hótelið má finna fjöldann allan af ferða­ þjónustufyrirtækjum. Erum á frábærum stað „Við erum á frábæran stað og erum eiginlega í miðjunni á öllu. Við erum staðsett nálægt sjónum og þegar skyggnið er gott er fjalla­ sýnin mögnuð og við sjáum öll fjöllin á Suðurlandi og jöklana. Þetta er dásamleg sýn og frábær upplifun,“ segir Gyða. Hún segir að á hótelinu sé nútímalegur veitingastaður sem býður upp á úrval girnilegra for­ rétta, aðalrétta og eftirrétta. „Yfir sumartímann er veit­ ingastaðurinn opinn en yfir vetrartímann er þetta meira eftir hentug leika og ræðst af því hver fjöldinn á hótelinu er. Við reynum að leita fanga í nærsamfélaginu og gerum okkar besta til að ná í íslenskt hráefni. Þar get ég nefnt til að mynda lambið, bleikjuna og kjúklinginn sem allir vilja fá. Svo eru líka vegan réttir í boði og ýmislegt annað,“ segir hótel­ stýran. Spurð hvernig það sé að eiga og reka hótel segir Gyða Árný: „Það er mjög skemmtilegt að starfa við þetta og er mjög gefandi. Þetta er vissulega krefj­ andi og maður þarf að vera með puttann á púlsinum alla daga. Það er virkilega gaman þegar maður upplifir ánægju gestanna. Það fyllir mann gleði og ánægju.“ n Scintilla, Laugavegur 40, scintilla.is Scintilla Hospitality er íslenskt fyrirtæki í textílhönnun sem hannar og framleiðir fallegan og vandaðan textíl fyrir hótel og gistiheimili. Sængurverasett frá 3. kr.* Handklæði frá 0 kr.* Lök frá 0 kr.* Hótel gardínur eftir máli. *Öll verð eru án vsk. 6 kynningarblað 24. mars 2023 FÖSTUDAGURAllt fyrir hótel oG veitinGAhús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.