Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 24
Nú er ég búinn að búa til
litla útgáfu af sjálfum mér,
einhvern sem verður að
heimsækja mann á elli-
heimilið.
Merkisatburðir |
Fimmtíu ár eru liðin frá því
Kjarvalsstaðir, sýningarhús
í eigu Listasafns Íslands,
voru formlega opnaðir með
stórri sýningu á verkum
Jóhannesar S. Kjarvals list-
málara.
Jóhannes S. Kjarval tók
fyrstu skóflustunguna að
Kjarvalsstöðum á 180 ára
afmælisári Reykjavíkur-
borgar árið 1966, en hann
lést tæpu ári áður en húsið
var tekið formlega í notkun.
Byggingin er sú fyrsta
sem er hönnuð sérstak-
lega og byggð til almennra
myndlistarsýninga á Íslandi,
en hana teiknaði Hannes
Kr. Davíðsson. Við hönnun
Kjarvalsstaða var Hannes
undir áhrifum af japönskum
innblæstri í norrænan mód-
ernisma, þar sem áhersla
var lögð á ómeðhöndluð
náttúruefni bygginga ásamt
léttleika og einföldun allra
drátta. Léttleikann má sjá
í burðarvirki hússins þar
sem grannar súlur bera uppi
lárétt, koparklætt þakið.
Fyrir tilkomu Ráðhúss
Reykjavíkur voru Kjarvals-
staðir notaðir undir veiga-
meiri móttökur á vegum
Reykjavíkurborgar.
Á Kjarvalsstöðum eru
reglulegar sýningar á
verkum úr safneign Jó-
hannesar S. Kjarvals, sem
ánafnaði Reykjavíkurborg
stórt safn listaverka sinna
og persónulegra muna,
en auk þess eru þar settar
upp sýningar á málverkum,
höggmyndalist og bygg-
ingarlist viðurkenndra lista-
manna og arkitekta. n
Kjarvalsstaðir formlega opnaðir
Þetta gerðist | | 24. maRS 1973
1548 Gissur Einarsson, biskup í Skálholti, deyr. Hann var
fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi.
1603 Jakob VI. Skotakonungur verður Jakob I. Englands-
konungur. Þar með er komið á konungssambandi á
milli landanna tveggja.
1931 Fluglínutæki eru notuð í fyrsta skipti til björgunar
á Íslandi. Slysavarnardeildin Þorbjörn bjargar 38
manna áhöfn franska togarans Cap Fagnét þegar
hann strandar í slæmu veðri
á Hraunsfjörum, austan
Grindavíkur.
1958 Elvis Presley sinnir
herkvaðningu og
verður óbreyttur
hermaður númer
53310761.
1959 Reglugerð
er sett um
stefnuljós á
bifreiðum og önnur um
umferðarmerki á Íslandi.
1972 Kvikmyndin Guðfaðirinn er frumsýnd í Bandaríkj-
unum.
1973 Hljómplata Pink Floyd, Dark Side of the moon,
kemur út í Bretlandi.
1974 Varðskipið Týr kemur til landsins.
1976 argentínski herinn steypir Ísabellu Perón af stóli.
1987 albert Guðmundsson iðnaðarráðherra segir af sér.
albert stofnar Borgaraflokkinn í kjölfarið sem nær
nokkru fylgi í kosningum mánuði síðar.
2001 Fyrsta útgáfa mac OS X („Cheetah“) kemur á
markað.
2003 arababandalagið samþykkir ályktun um að herir
Bandaríkjanna og Breta yfirgefi Írak tafarlaust.
2004 Fjölmiðlafrumvarpið samþykkt á alþingi, en forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, synjar því síðar
staðfestingar.
2014 Rússland er rekið úr G8 af hinum sjö ríkjunum í kjöl-
far innlimunar Krímskaga.
2015 150 manns farast þegar airbus a320-211 farþega-
þota Germanwings brotlendir í frönsku Ölpunum.
Uppistandarinn Þórhallur
Þórhallsson fagnar fertugsaf-
mæli sínu með því að blása til
heljarinnar veislu í kvöld með
vinum og vandamönnum. Hann
segist spenntur fyrir nýjum tug,
en fæðing frumburðarins hafi
losað hann úr viðjum hvers kyns
aldurskrísu.
erlamaria@frettabladid.is
„Mér líst bara vel á þetta og er óvenju-
spenntur fyrir þessari nýju tölu. Ég held
það hafi verið erfiðara að verða þrítugur
en fertugur, það var einhver aldurskrísa
í gangi þá. En nú er ég búinn að sætta
mig við aldurinn, þá sérstaklega eftir að
vera orðinn pabbi. Nú er maður loksins
orðinn þroskaður,“ segir Þórhallur Þór-
hallsson, uppistandari og spéfugl, sem er
fertugur í dag.
Þórhallur segist ekki vera mikið
afmælisbarn að upplagi, en þrátt fyrir
það ætli hann að fagna stórafmælinu
með heljarinnar veislu í kvöld fyrir vini
og vandamenn.
„Ég ákvað í byrjun árs að halda veislu
í tilefni afmælisins af því ég er alltaf að
stoppa mig af við að gera hluti og er ekki
mikill afmæliskarl. En núna lét ég vaða,
og ekki bara með afmælið. Ég var með
grillveislu og tók upp mína eigin sýningu
og er svo „all in“ í þessu fertugsafmæli. Ég
er stórskuldugur eftir þetta allt saman,“
segir Þórhallur og hlær.
Stoltastur af syninum
Þórhallur segir að sigur í keppninni
Fyndnasti maður Íslands árið 2007 hafi
verið mikill vendipunktur í lífi hans. Á
tuttugu ára ferli sínum sem uppistandari
sé hann hvað stoltastur af því augnabliki,
auk þess að hafa leikið í bíómyndinni
Mentor sem kom út árið 2020. Að því
sögðu sé samt eitt sem toppi allt annað
sem hann hafi áður gert.
„Ég er stoltastur af litla stráknum
mínum og nýjasta hlutverkinu, að vera
pabbi. Nú er ég búinn að búa til litla
útgáfu af sjálfum mér, einhvern sem
verður að heimsækja mann á elliheim-
ilið. Ég þarf ekki lengur að hafa áhyggjur
af því að vera einn á einhverju elliheim-
ili,“ segir Þórhallur.
Pressa að vera sonur Ladda
Þrátt fyrir að eiga föður sem er einn ást-
sælasti leikari þjóðarinnar segist Þór-
hallur ætíð hafa reynt að feta eigin veg
í lífinu og gera hlutina á sinn hátt. Það
sé þó óneitanlega pressa að vera sonur
Ladda.
„Þetta er auðvitað alveg stór partur
af lífi manns og hefur litað lífið að vera
sonur hans pabba. Það hefur alltaf verið
pressa og fólk kannski sett mann í sam-
anburð við hann, vegna þess að maður
var að gera svipaða hluti,“ segir Þórhallur,
og heldur áfram:
„Það hefur verið svolítið þannig að ef
einhver þekkir mig, þá segir viðkomandi:
„Hei, sonur hans Ladda.“ Ég veit ekki
hversu lengi þetta verður og hvenær ég fæ
að heita bara Þórhallur. Kannski þegar
ég verð áttræður, þannig að ætli ég taki
ekki önnur fjörutíu ár í viðbót sem sonur
Ladda,“ segi hann og hlær.
Mun aldrei hætta að skapa
Þórhallur fagnar ekki bara fertugsafmæli
í ár heldur einnig tuttugu ára afmæli sem
uppistandari. Fyrr í mánuðinum var
hann með uppistand í tilefni afmælisins
sem hann segir að hafi tekist einstaklega
vel. Aðspurður segir Þórhallur engar
líkur á því að hann hætti að koma fram
og fá fólk til að hlæja.
„Ég held að ég muni aldrei hætta að
skapa eitthvað eða vera með uppistand,
ég sé það ekki fyrir mér nokkurn tímann.
Það er alltaf nóg að gerast í hausnum á
mér og það er svo margt sem ég á eftir að
gera,“ segir Þórhallur og heldur áfram:
„Til dæmis hefur blundað í mér lengi
að búa til mitt eigið grín fyrir sjónvarp,
minn eigin sketsaþátt. Ég hef alltaf verið
ötull stuðningsmaður þess að það sé
meira íslenskt uppistand í sjónvarpi. Svo
væri ég til í að gera jafnvel eina bíómynd
sjálfur. Ef ég verð búinn að gera eitthvað
af þessu eftir tíu ár yrði ég sáttur,“ segir
Þórhallur að lokum. n
Loksins orðinn þroskaður
Tveggja ára gamall eignaðist Þórhallur
kisuna Fífu, sem fylgdi honum í 19 ár.
mömmustrákurinn Þórhallur tæplega eins árs að hlaupa í faðm móður sinnar, Sigur-
rósar marteinsdóttur. Myndir/AðsendAr
Þórhallur segist stoltur af mörgu sem hann hafi áorkað á tuttugu ára ferli sínum sem uppistandari og grínisti. Hans mesta stolt í
lífinu sé þó fólgið í föðurhlutverkinu og fæðingu frumburðarins, Kristþórs Rúnars. FréttAblAðið/Anton brink
12 tímamót FRÉTTABLAÐIÐ 24. mARs 2023
FÖStUDaGUR