Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 14
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654. Ellen Dröfn Björnsdóttir viðskipta- fræðingur rekur Allt fyrir hótel. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá því það var stofnað árið 2017. „Ég byrjaði reksturinn í bílskúrnum heima hjá mér. Byggði síðan lítið 15 fermetra hús í garðinum og er búin að vera þar þangað til ég flutti hingað í Dugguvoginn,“ segir Ellen en hún starfaði áður í Íslandsbanka. Ellen fjárfesti í nýju húsnæði að Dugguvogi 15A fyrir nákvæmlega ári og flutti inn í október síðastliðn- um. „Núna get ég haft allt á einum stað sem er mikill munur,“ segir hún. „Ég var með lager á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Það var frekar flókið.“ Saumar gluggatjöld Þótt Ellen þjónusti lítil sem stór hótel með ýmsar vörur sem eru nauðsynlegar í hvert herbergi þá hefur hún líka tekið sig til og saumað gluggatjöld jafnt fyrir fyrirtæki sem einstaklinga. Hún hafði nóg að gera í gluggatjalda- saum á Covid-tímabilinu fyrir einstaklinga. Ellen segir að það hafi verið fyrir einskæra tilviljun að hún tók að sér að sauma. „Ég var að þjónusta hótel sem nýlega hafði skipt um eigendur og vildi taka herbergin í gegn. Þegar hóteleigandinn dró gardínur frá í einu herberginu rifnuðu þær. Ég hljóp í búð, keypti efni og saumaði nýjar. Eigandinn var svo ánægður að hann bað mig að sauma fyrir allt hótelið. Það varð kveikjan að saumaskapnum. Ég hef verið með tvo frábæra klæðskera með mér í verkefnunum,“ segir Ellen. Hún segir að gluggatjalda- saumurinn hafi spurst út og fleiri hótel báðu hana að sauma auk þess sem vinir og fjölskylda leituðu líka til hennar. „Ég flyt sjálf inn hágæða efni, afar vönduð gardínuefni og reyni að fylgja eftirspurn um liti og gæði. Vinsælt í svefnherbergi eru þunnar voile gardínur með höráferð að innra lagi og þykkari myrkvunarefni yfir. Inni í stofunni eru ljós voile efni með höráferð langvinsælust. Litir eru mikið til náttúrulitir, hvítt, beige, ljósgrátt, dökkgrátt og brúnir tónar eru að koma sterkir inn núna,“ segir hún. „Það er vin- sælt hjá fólki að hafa hótelútlit á hjónaherbergjum í heimahúsum. Með gardínum færðu hlýleika inn á heimilið, það rammar inn rýmið og gerir allt mjög kósí,“ segir hún. Afar fjölbreytt úrval Ellen er með mikið úrval af alls kyns hlutum fyrir hótel og gistihús. Fyrir utan rúmföt og handklæði má nefna baðsloppa, inniskó sem hægt er að fá merkta hótelinu, sængur, kodda, skrautpúða og rúmábreiður. „Varan hjá Allt fyrir hótel er margvísleg, hárblásarar, kaffikönnur, hraðsuðukatlar, míníbar auk smáu baðvörunnar sem fólk þekkir frá hótelum. Þar má nefna handsápur, sturtu- sápur, sturtuhettur, raksápur, body lotion, tannbursta, svefngrímur, saumadót, eyrnatappa, Vanity Kit sem inniheldur bómullarhnoðra, eyrnapinna og þess háttar. Einnig er ég með skó klúta og að sjálfsögðu hurðahengjur þar sem fólk biður um frið. Hægt er að fá allar þessar smávörur merktar viðkomandi hóteli,“ segir hún. Áhersla á vandaðar vörur Ellen leggur mikið upp úr því að hafa vandaða vöru en rúmfötin kaupir hún frá Þýskalandi. Bæði er hægt að fá þau straufrí og sem þurfa að fara í strauvél. „Ég vel bara hágæða lín sem viðskiptavinir mínir hafa verið gríðarlega ánægðir með. Fyrirtækið hefur þróast mikið eftir óskum og þörfum viðskipta- vina.“ Ellen segir að ferðaþjónustan sé sífellt að verða umsvifameiri og hún finni vel fyrir því. „Ég hef mikið verið að þjónusta lítil hótel eða gistiheimili úti á landi. Fólki finnst þægilegt að geta fengið allt á einum stað og sleppa þannig við að leita að vörunum hér og þar. Ég hef líka tekið að mér að aðstoða fólk sem er að taka í gegn hjá sér eða opna ný hótel. Þannig þjónusta ég hótelin allt frá minnstu hlutum upp í gluggatjöld og rafmagns- tæki,“ útskýrir hún. „Ég spara hótelstjórum mikinn tíma með því að sinna þessu starfi fyrir þá en það getur verið mjög mismunandi hvað það er sem hótelin þurfa,“ segir Ellen. Allt fyrir hótel er með frábæra heimasíðu, afh.is, þar sem hægt er að skoða vöruúrvalið. Hægt er að fá samband í síma 662 5424, eða senda tölvupóst á afh@afh.is til að fá tilboð eða aðrar upplýsingar. n Ellen Dröfn er með nánast allt fyrir hótelherbergi, hvort sem það eru smærri hlutir á baðherbergi, rúmföt, handklæði eða gluggatjöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINk Ellen Dröfn saumar gluggatjöld fyrir bæði hótel, gisti- staði og einstaklinga. Vinsælustu gluggatjöldin eru eins og þessi á myndinni. Hægt er að sérmerkja baðvörur með nafni hótelsins. Gluggatjöld sem saumuð voru hjá Allt fyrir hótel en Ellen flytur inn gæðagluggatjaldaefni. Smápakkar fyrir baðherbergi sem innihalda það flesta sem til þarf á góðu hótelherbergi. Glæsileg gluggatjöld frá Ellen prýða glugga þessa hótels. Allt í þessu herbergi er frá Allt fyrir hótel nema húsgögnin. Ég spara hótel­ stjórum mikinn tíma með því að sinna þessu starfi fyrir þá en það getur verið mjög mismunandi hvað það er sem hótelin þurfa. Ellen Dröfn Falleg stofa með gluggatjöldum frá Ellen. 2 kynningarblað 24. mars 2023 FÖSTUDAGURAllt fyrir hótel og veitingAhús

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.