Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 8
Útgáfufélag: Torg ehf. Stjórnarformaður: Helgi Magnússon forStjóri og Útgefandi: Jón Þórisson ritStjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ser@frettabladid.is aðStoðarritStjóri: Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is
fréttaStjóri: Lovísa Arnardóttir lovisa@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út fimm daga í viku og hægt er að nálgast það ókeypis á 250 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborg, Ölfusi, Akranesi, Borgarnesi,
Akureyri og víðar. Að auki er blaðið aðgengilegt í pdf-formi og í appi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 fréttaBlaðið Kalkofnsvegur 2, 101
reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is. VefStjóri: Einar Þór Sigurðsson einarthor@frettabladid.is marKaðurinn: Guðmundur Gunnarsson ggunnars@frettabladid.is HelgarBlað: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is
menning: Þorvaldur S. Helgason tsh@frettabladid.is Íþróttir: Hörður Snævar Jónsson hoddi@frettabladid.is ljóSmyndir: Anton Brink anton@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
halldór
Frá degi til dags
Í samfélagi
sem dýrkar
peninga
umfram
alla guði
er fátæktin
sjálfur
djöfullinn.
Það er óhætt að segja að neyð ríki í dagvistunarmál-
um í Reykjavík. Meðalaldur barna við innritun í leik-
skóla Reykjavíkurborgar er nú 21 mánuður og hefur
varla lækkað. Í ofanálag berast nú fregnir af því að
fjölmargir leikskólar borgarinnar muni ekki taka við
f leiri börnum í haust vegna slælegs ástands húsnæðis
borgarinnar. Foreldrar ungra barna eru því í mikilli
óvissu. Við lesum frásagnir fólks sem hefur þurft að
hverfa af vinnumarkaði þegar fæðingar orlofi lýkur
og fólks sem hefur þurft að f lytja í foreldrahús og
leigja út fasteignir sínar til þess að geta lifað af einum
tekjum.
Það eru allir sammála um að leikskólavandinn sé
margþættur. Það kemur því á óvart að ekki hafi verið
brugðist við honum með fjölbreyttum og nýstár-
legum lausnum. Vandinn er enda ekki nýr af nálinni
og háfleyg loforð hafa verið gefin árum saman. Vandi
reykvískra foreldra var til að mynda kveikjan að
fyrirspurn sem ég sendi dómsmálaráðherra sl. haust
um hvort hann hygðist skoða útvíkkun dvalarleyfis
vegna vistráðningar (au pair) frá ríkjum utan EES-
svæðisins þannig að heimilt yrði að endurnýja leyfið
að ári liðnu. Vistráðningarsamningur getur enda
verið valkostur til að brúa bilið milli fæðingarorlofs
og leikskóla. Dómsmálaráðherra hefur þegar lagt inn
frumvarp í samráðsgátt varðandi þetta atriði.
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur
sömuleiðis bent á margvíslegar lausnir við vand-
anum og hefur meðal annars hvatt til endurskoðunar
á skólakerfinu í heild sinni. Það sé kominn tími til
að ræða hvort skynsamlegt gæti verið að grunn-
skólagangan hefjist við fimm ára aldur og ljúki þá ári
fyrr. Með þessu væri leikskóla- og grunnskólastigið
skoðað heildstætt.
Fyrir rúmum tveimur árum samþykkti Alþingi að
lengja fæðingarorlof og fæðingarstyrki í tólf mánuði.
Við alþingismenn ættum ef til vill að skoða af alvöru
frekari leiðir til þess að koma til móts við örvænt-
ingarfulla foreldra. Meirihlutanum í Reykjavík veitir
ekki af aðstoð, ef hann á annað borð hefur áhuga á að
taka til hendinni í málaflokknum. n
Óvíst hvar barnið þitt
er í röðinni
Diljá Mist
Einarsdóttir
þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins
Vistráðn-
ingarsamn-
ingur getur
enda verið
valkostur
til að brúa
bilið milli
fæðingar-
orlofs og
leikskóla.
Sumt er þannig að það er ekki hægt
að útskýra það til fullnustu fyrir
einhverjum sem hefur aldrei upp-
lifað fyrirbærið á eigin skinni.
Fátækt er þannig fyrirbæri.
Fátækt er nefnilega svo miklu meira en
einhver óhugnanleg tala í heimabank-
anum eða stíft aðhald við innkaup. Hún er
meira en bömmer. Henni fylgir ákveðið og
afgerandi sálarástand og álag. Í samfélagi
sem dýrkar peninga umfram alla guði er
fátæktin sjálfur djöfullinn, orðið eitt og sér
er skítugt blótsyrði.
Að vita að maður hafi ekki efni á því
að leita læknis eða kaupa gjöf og leyfa sér
ekki einu sinni að dreyma um utanlands-
ferðir.
Formaður Hagsmunasamtaka heim-
ilanna sagði frá því í afskaplega skýru
máli í vikunni, hver staða fjölda heimila
í landinu er orðin og mun verða, vegna
verðbólgu og vaxtahækkana. Hún segir
margar fjölskyldur sjá fram á gjaldþrot á
næstu árum, og rökstyður það vel. Það eru
einfaldlega erfiðir tímar fram undan.
Það er ekki nóg að af borganir af fast-
eignalánum séu komnar út fyrir það sem
margir töldu mögulegt, heldur er matvöru-
verð líka búið að snarhækka. Við erum að
tala um húsaskjól og mat, grunnþarfir.
Það sem gerist þegar fólk óttast að geta
ekki uppfyllt þessar grunnþarfir, er svaka-
leg vanlíðan sem rænir okkur hugarró,
svefninum og skaðar sjálfsmyndina. Fylgi-
fiskur fátæktar er níðþungur andlegur
baggi sem á sér fjölda birtingarmynda.
Börn sem búa við fátækt eru með erfið
spil á hendi sem fylgja þeim ævilangt. Við
erum að fara að díla við þetta lengi, ef svo
fer sem horfir.
Í umræðunni um vaxtahækkanir og
efnahagsmál eru staðreyndirnar málaðar
upp eins og allir Íslendingar lifi ágætis lífi
í efri millistétt. Við erum öll með fast-
eignalán, við erum öll með tan frá Tene
og rekum of marga bíla á einu heimili.
Við getum minnkað við okkur án þess að
heilsa okkar og sálarlíf bókstaflega líði
fyrir það.
Í þessu samhengi gleymist oft þjóð-
félagshópurinn, sem er merkilega stór, sem
hafði það skítt fyrir. Fólkið sem hefur
það ekki gott, ekki einu sinni á góðum
degi í Seðlabanka Íslands. Þegar viðtekna
hugmyndin er sú að hver sé sinnar gæfu
smiður og að við einfaldlega veljum okkur
hamingju, er lítið pláss fyrir „já, en ef-
raddir“ hinna efnaminnstu.
Fólk getur nú alltaf brosað framan í
heiminn þó að það sé með rándýrar tann-
skemmdir og hafi ekki efni á ferskvöru úr
búð, er það ekki annars? n
Meira en bömmer
Umhverfismat framkvæmda
Matsáætlun í kynningu
Mölunarverksmiðja í Þorlákshöfn
HeidelbergCement Pozzolanic Materials hefur lagt fram matsáætlun til
Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats mölunarverksmiðju í
Þorlákshöfn.
Kynning á matsáætlun: Matsáætlunin liggur frammi til kynningar hjá
skipulagsfulltrúa Sveitarfélagsins Ölfuss að Hafnarbergi 1 í Þorlákshöfn
og Skipulagsstofnun og er aðgengileg á vef stofnunarinnar
www.skipulag.is.
Umsagnarfrestur: Allir geta kynnt sér matsáætlunina og veitt
umsögn.Umsagnir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 25. apríl
2023 til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, 105 Reykjavík eða með
tölvupósti á skipulag@skipulag.is.
gar@frettabladid.is
Önnur tónlist
Íslensku tónlistarverðlaunin
voru veitt í fyrrakvöld við
geysiítarlega, jafnvel lang-
dregna, athöfn í einum sala
Hörpunnar. Var þar mættur
forsetinn og annað fyrirfólk að
fylgjast með dagskrá sem satt að
segja var fremur þunglamaleg,
nánast leiðinleg eiginlega
myndu skemmtanasjúkir sjón-
varpsáhorfendur kannski segja.
Veittar voru verðskuldaðar
viðurkenningar í alls kyns tor-
kennilegum keppnisgreinum
þar sem flokkurinn „Önnur
tónlist“ var hvað fyrirferðar-
mestur. Hápunktur kvöldsins
var brandari kynnanna um
Svölu Björgvins.
Tvær klukkustundir
Grundvöllur þess að slíkir
viðburðir eru sendir út beint
með tilheyrandi kostnaði fyrir
ríkissjónvarpið er yfirleitt sá að
það komi saman frægðarfólk
sem unnið hafi afrek sem við
öll þekkjum til og finnst gaman
að sjá stíga fram og hljóta það
lof sem þau eiga skilið. Íslensku
tónlistarverðlaunin sýnast hafa
vikið örlítið af þeirri braut og
leitað út á jaðar sjóndeildar-
hrings almennings ef marka
má dagskrána á miðviku-
dagskvöldið sem þó ætti að
hafa getað rúmað vel helstu
aðalstrauma og -stefnur því
hún varði í tvær heilar klukku-
stundir. Gaman væri að slegið
yrði á léttari strengi á næsta
ári. n
Nína Richter
ninarichter
@frettabladid.is
8 skoðun FRÉTTABLAÐIÐ 24. MARS 2023
FÖsTuDAGuR