Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 30
Það er svo gaman að heyra muninn núna, að þótt textinn í laginu sé sorglegur þá er orkan svo allt önnur. Fyrsta plata Dagbjartar Rúriksdóttur var samin sitt hvorum megin við kaflaskil í lífi hennar þar sem hún fór úr helgarneyslu yfir í andlega vakningu. arnartomas@frettabladid.is Söngkonan og lagahöfundurinn Dagbjört Rúriksdóttir, eða Día eins og hún kallar sig, hefur sent frá sér þrettán slagara á undanförnum árum, ýmist ein eða í samstarfi við aðra tónlistarmenn. Í vikunni urðu þau tímamót á ferli hennar að hún gaf út sína fyrstu plötu sem nefnist Týnd á leiðinni heim. Titill plötunnar er dreginn af lífsreynslu Dagbjartar sjálfar. „Ég var í helgarneyslu í níu ár, frá 16 ára til 25 ára aldurs,“ segir Dagbjört sem fann undir lokin hvað ástandið var orðið hættulegt. „Hjartað var farið að slá allt of hratt, ég var farin út í örvandi efni um helgar og mig langaði ekki að þetta myndi enda illa.“ Dagbjört leitaði strax hjálpar hjá samtökum þar sem hún segist hafa upplifað andlega vakningu þegar hún leitaði æðri máttar á einlægan hátt og fór í kjölfarið að hjálpa öðrum. Hún segir ferlið hafa verið þroskandi. „Ég byrjaði að semja allt öðruvísi texta eins og má heyra á plötunni,“ útskýrir Dagbjört en tvö af fimm lögum plötunnar samdi hún áður en hún varð edrú. „Þá var ég enn þá mjög týnd en síðustu þrjú lögin samdi ég eftir að ég hætti í neyslu og er í rauninni að lýsa andlega ferlinu að fara frá myrkri og deyfingu í að finna sitt eigið virði, hjálpa öðrum, öðlast tilgang og trú aftur í lífinu.“ Muninn segir Dagbjört að megi finna í lögunum sjálfum. „Þegar ég fer í gegnum gamlar hljóðupptökur frá mér frá 2017– 2018 þá finn ég hvað orkan er slæm og hvað mér leið illa. Ég var til dæmis bara full að syngja eitt lagið!“ segir hún. „Það er svo gaman að heyra muninn núna, að þótt text- inn í laginu sé sorglegur þá er orkan svo allt önnur.“ Tónlistinni lýsir Dagbjört sem poppi þótt þessi plata sé í hrárri kantinum. „Þetta er einlægur söngur með gítar, píanó, bassa og fiðlu. Lögin eru á íslensku og ég er í rauninni sögumaður í eigin lífi en bara í söngformi. Allt sem ég syng um er hundrað prósent frá hjartanu um eitthvað sem er að gerast í mínu eigin lífi.“ Samhliða áframhaldandi sjálfs- betrun segist Dagbjört hafa nóg á könnunni. „Ég er búin að vera edrú núna í þrjú ár og nær fjóra mánuði,“ segir hún. „Ég hef mikið verið að verja virku dögunum mínum í að passa systurdóttur mína sem hefur verið alveg frábært. Svo er ég auðvitað alltaf í tónlistinni og það er fullt af meira efni á leiðinni frá mér – ég er sko alls ekkert að hætta hér!“ n Dagbjört fann leiðina aftur heim Í HELGARBLAÐINU | Plata Dagbjartar, Týnd á leiðinni heim, var gefin út á Spotify í vikunni. Dagbjört segist vera rétt að byrja og er með nóg af tónlist í bígerð. FRéttABLAÐIÐ/ ANtoN BRINk Wick gæti verið að kveðja að sinni. arnartomas@frettabladid.is Fjórða og mögulega síðasta myndin um spengilega laun- morðingjann John Wick verður frumsýnd í kvöld. Bíónördinn Hafsteinn Sæmundsson, sem er svo heppinn að hafa nú þegar séð myndina, segist hiklaust ætla að sjá hana aftur í bíó. „Ef þetta er lokamyndin þá eru þeir að ljúka þessu með svaka stæl,“ segir Hafsteinn. „Ég er mikill hasarmaður og það hafa verið fáar myndir á sama stalli og John Wick- myndirnar á síðasta áratugnum, að minnsta kosti í Bandaríkj- unum.“ Það virðist vera lítið pláss fyrir hefðbundinn hasar á kvikmynda- markaði sem er stokkbólginn af ofurhetjum í tölvugerðum búning- um. Er John Wick þá Rambó nýrrar kynslóðar? „Já, ég get hiklaust tekið undir það. Ég myndi samt alltaf taka Wick fram yfir Rambó! “ svarar Hafsteinn hlæjandi. „Þær verða eiginlega bara betri og betri með hverri myndinni.“ n Myndi frekar velja Wick en Rambó Ég er mikill hasar- maður og það hafa verið fáar myndir á sama stalli og John Wick-myndirnar á síðasta áratugnum, að minnsta kosti í Banda- ríkjunum. Hafsteinn Sæmundsson, kvikmynda- áhugamaður Siglingin breyttist í martröð Í stað þess að fagna fertugs- afmæli eiginmanns síns, Ríkharðs Arnar Steingrímssonar, um borð í skemmtiferðaskipi við Bahamaeyj- ar eins og ráðgert var, sigldi Iðunn Dögg Gylfadóttir ásamt ungum sonum þeirra tveimur frá skipinu með eiginmann sinn og föður þeirra í líkpoka. Ekkert meira töff en lúðrasveit Þorkell Harðarson brennur fyrir því að skemmta fólki, ekki bara fólki heldur hinum svokallaða „bol“, sem útleggjast mætti sem almúganum. Eftir tvær veiðiferðarmyndir er sú þriðja í pípunum og í næsta mánuði blæs hann ásamt lúðrasveitinni Svani til eitísveislu í Hörpu. Lofar skagfirskri sveiflu Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson held- ur söngkvöld í Salnum í Kópavogi annað kvöld. Hann varð þjóðþekktur árið 1972 þegar lagið hans Bíddu við fór á topp íslenska listans. Geirmundur heldur nú bæði hross og sauðfé á Geirmundsstöðum en sinnir tónlistinni enn vel. 18 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 24. MARS 2023 fÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.