Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 27
Við erum að draga fram verk sem við höfum ekki sýnt í áratugi en eru samt frábær verk og góðra gjalda verð. Markús Þór Andrésson Þegar þetta hús var byggt þá var það ákveðin bylting í aðstöðu fyrir mynd- listarmenn til að koma verkum sínum á fram- færi. Ólöf K. Sigurðardóttir Listasafn Reykjavíkur fagnar fimmtíu ára afmæli Kjarvals- staða með yfirlitssýningunni Kviksjá sem samanstendur af um tvö hundruð verkum sem spanna alla 20. öldina. Listasafn Reykjavíkur opnar veg- lega yfirlitssýningu úr safneign listasafnsins á laugardag undir yfir- skriftinni Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld. Sýningarstjórar eru þau Edda Halldórsdóttir, Markús Þór Andrésson og Ólöf K. Sigurðardóttir. Ólöf: „Í tilefni þess að það eru fimmtíu ár frá því Kjarvalsstaðir voru opnaðir ákváðum við að halda upp á safneign Listasafns Reykjavík- ur. Við ákváðum að skoða safneign- ina og reyna að gera hana aðgengi- lega, eins mikið og kostur er, í okkar húsakynnum. Hér erum við með sýningu sem heitir Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld og svo erum við með sýningu í Hafnarhúsinu sem heitir Kviksjá: Alþjóðleg safneign og síðan í sumar opnum við sýningu sem heitir Kviksjá 21. aldar.“ Í dag eru nákvæmlega fimmtíu ár síðan Kjarvalsstaðir voru teknir í notkun en safnið var vígt 24. mars 1973 og var fyrsta byggingin á Íslandi sem var hönnuð sérstaklega fyrir myndlistarsýningar. Markús: „Fimmtíu ár eru langur tími í listasögunni og það er svo- lítið fyndið að horfa á hvernig húsið er byggt alveg miðað við alla staðla fyrir fimmtíu árum og svo hvernig það hefur lifað. Ég verð að segja að mér finnst það alveg ótrú- lega gaman að setja sýningar upp hérna. Þótt maður sé inni í skúlptúr sem hefur mjög ákveðinn tíma með sér, 8. áratugurinn er mjög ríkjandi hérna, bæði í sjónsteypunni og svo þessu lofti sem hefur áhrif á allt sem fer hér inn. Hér eru stórir salir og vítt til veggja, engar súlur og falleg ofan- birta. Þetta eru fullt af elementum sem eru alveg sígild en auðvitað ef þú myndir byggja hús fyrir mynd- list í dag þá yrði það allt öðruvísi.“ Kjarvalsstaðir tímamótabygging Ef við horfum til baka um fimmtíu ár, hvernig var landslagið í íslenskri myndlist og safnageiranum? Ólöf: „Listasafn Íslands var með sýningaraðstöðu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, síðan var Lista- mannaskálinn að ganga sér til húðar og sjálfsagt eins og er í dag þá komu listamenn sér upp rýmum eftir þörfum en stór opinber söfn voru ekki fyrir hendi. Þegar þetta hús var byggt þá var það ákveðin bylting í aðstöðu fyrir myndlistar- menn til að koma verkum sínum á framfæri og fyrir almenning til að njóta myndlistar. Þetta hús var tímamótabygging.“ Listasafn Reykjavíkur var stofnað í núverandi mynd um aldamótin 2000 og hefur núna aðstöðu í þremur ólíkum byggingum; Kjar- valsstöðum, Ásmundarsafni og Hafnarhúsinu. Ólöf: „Það eru náttúrlega gríðar- leg tækifæri fyrir safn fólgin í því að hafa yfir þremur ólíkum húsum að ráða og geta tekist á við ólíka gerð myndlistar. Ég tel mörg tækifæri fólgin í því fyrir almenning að njóta myndlistar hér í okkar húsum.“ Valið úr þúsundum verka Það er vandasamt verkefni að velja inn verk á svona yfirlitssýningar. Hvernig fóruð þið að því? Edda: „Safneignin telur náttúr- lega í kringum 17.000 skráningar, útilistaverk þar með talin og ýmiss konar verk. Á þessari sýningu eru í kringum 200 listaverk eftir aðeins færri listamenn, þannig að það svona byrjar að afmarka valið. Sýn- ingin heitir Kviksjá og þar erum við að vísa í þetta tól, kíki sem maður horfir í gegnum og brýtur upp sjón- sviðið. Það er þannig með safneignir Þungavigtarverk jafnt sem óvæntar gersemar Sýningarstjórar Kviksjá: Íslensk myndlist á 20. öld, þau Edda Halldórsdóttir, Ólöf K. Sigurðardóttir og Markús Þór Andrésson ásamt rýmis- hönnuði sýningarinnar Axeli Hallkeli Jóhannessyni. Fréttablaðið/Ernir Í vestursal Kjar- valsstaða má sjá úrval íslenskrar myndlistar frá 1973 til 2000. Aftast má sjá verkið Tjörn eftir Hrein Frið- finnsson. Fréttablaðið/ Ernir að þær gefa alltaf ákveðna sýn á hlutina, af því það er bara ákveðið val hvaða verk rata inn í safneignir. En þrátt fyrir það þá gefur þessi sýning manni ákveðna sýn á þróun íslenskrar listasögu.“ Sýningunni er skipt í tvennt, í austursal Kjarvalsstaða má sjá verk frá aldamótunum 1900 til ársins 1973, þegar safnið var stofnað. Í vestursalnum má svo sjá verk frá 1973 og fram til aldamótanna 2000. Markús: „Það að safnið skuli vera stofnað með formlegum hætti með tilkomu hússins fyrir fimmtíu árum gerir það að verkum að þá byrjar formleg söfnun listaverka með öðrum hætti heldur en áður var. Það er heldur tilviljanakennt hvernig þau verk sem voru til áður komu til sögunnar.“ Markús segir að formleg lista- verkasöfnun Reykjavíkurborgar og Listasafns Reykjavíkur fram að 1973 hafi verið mun stopulli og ekki hafist með markvissum hætti fyrr en með tilkomu Kjarvalsstaða. Listasagan splundrast Á Kviksjá má að vissu leyti rekja sögu og þróun íslenskrar myndlistar en þegar Kjarvalsstaðir voru stofn- aðir 1973 voru mikil straumhvörf að eiga sér stað bæði í íslenska og alþjóðlega myndlistarheiminum. Markús: „Húsið er byggt akkúrat þegar framúrstefnan er að ryðja sér til rúms, þegar þessi margsaga hefst og þessir ólíku þræðir póstmódern- ismans fara í allar áttir, kvennabylt- ingin og allir þessir ismar koma til sögunnar sem íslenskir listamenn eða gestir koma með til landsins. Þannig að það eru margir ólíkir þræðir sem eru spunnir eftir 1973 en fram að því er listasagan heldur línuleg.“ Maður sér þessi tímamót greini- lega í sölunum tveimur. Í austur- salnum er formfastari uppbygging og í vestursalnum er eins og listin springi bara út. Markús: „Já, listasagan splundr- ast algjörlega og við erum enn þá að rekja þessa ólíku þræði. Í dag þegar fólk er að fara í myndlist þá er það svo gríðarlega fjölbreyttur vett- vangur og svo ótrúlega margar leiðir sem hægt er að fara í listinni. Það var ekki eins fjölbreytt fyrir 1973.“ Ólöf: „Það má hins vegar alveg leiða líkur að því að þegar haldið verður upp á hundrað ára afmæli þessarar byggingar verði einhverjir í okkar sporum sem líta safneignina öðrum augum en við gerum í dag.“ Horft í baksýnisspegilinn Ljóst er að á Kviksjá kennir ýmissa grasa og sjá má bæði tímamóta- verk úr íslenskri listasögu jafnt sem óvæntari og minna þekkt verk. Markús: „Það er svo spennandi alltaf að horfa svona í baksýnis- spegilinn. Hvernig sum verk verða sýnilegri, vinsælli eða elskaðri af almenningi. Það er kannski eitthvað inni í verkinu sjálfu en það er líka einmitt það að maður er að trana því fram aftur og aftur. Við erum að draga fram verk sem við höfum ekki sýnt í áratugi en eru samt frábær verk og góðra gjalda verð og ættu allt eins skilið sess í vitund þjóðarinnar.“ Edda: „Það er hægt að nefna nokkur verk, eins og til dæmis verkið hans Hreins Friðfinnssonar sem heitir Tjörn. Þetta er rosalega flott verk á hans ferli og hefur verið lánað á sýningar erlendis en hefur ekki verið sýnt mikið og kannski ekki allir sem tengja það við Hrein.“ Markús: „Það er mjög gaman að geta gert sýnileg verk Ragnheiðar Jónsdóttur sem er heiðurslista- maður Íslensku myndlistarverð- launanna í ár.“ Ólöf: „Mér finnst mjög erfitt að gera upp á milli en það voru verk sem var alveg ljóst strax í upphafi sem fengju að vera með, eins og Hraunteigar við Heklu eftir Jón Stef- ánsson og mjög veglegt verk eftir Kristján Davíðsson. Svo eru náttúr- lega líka skemmtileg verk hérna sem eru ekki eins mikil þungavigtarverk í sögunni, verk sem eru óvænt og minna þekkt en gaman að sjá.“ n KviKsjÁ Opnar á Kjarvalsstöðum laugardaginn 25. mars kl. 3. Þorvaldur S. Helgason tsh @frettabladid.is Fréttablaðið menning 1524. mars 2023 FÖSTUDAgUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.