Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 10
Núna finnst mér Gunn- ar aldrei hafa verið betri. Hann gæti átt inni þrjú mjög góð ár. Pétur Marinó Jónsson, MMA- sérfræðingur Hamingjusamur og hættulegur Gunnar Pétur Marinó Jónsson, helsti MMA-sérfræðingur þjóðar- innar, segir okkur vera að horfa á bestu útgáfu af UFC- bardagakappanum Gunnari Nelson þessa dagana. Leiðin að toppnum sé möguleg en það sé undir Gunnari komið að ákveða að keyra á hana. aron@frettabladid.is UFC Gunnar Nelson vann yfirburða- sigur gegn hinum reynslumikla Bryan Barberena á bardagakvöldi UFC í Lundúnum um síðustu helgi. Gunnar kláraði Barberena í fyrstu lotu. „Þetta var ein besta frammistaða hans á ferlinum, það er óhætt að segja það,“ segir Pétur um frammi- stöðu Gunnars í London. „Algjörlega gallalaus frammistaða, hann hefði ekki getað gert þetta neitt betur. Það hefur enginn farið svona í gegnum Barberena, það er það sem heillar mig mest við frammistöðu Gunn- ars. Allir sem hafa mætt Barberena, vel þekktar stærðir í UFC, hafa verið að lenda í meira brasi. Það eru ekki margir sem hafa komist úr bardaga gegn Barberena án þess að fá á sig skrámu. Gunnar pakkaði honum í fyrstu lotu.“ Skráði nafn sitt í sögubækurnar Með sigrinum á Barberena, sem Gunnar tók með uppgjafartaki, setti hann nýtt met í sögu velti- vigtardeildarinnar með flesta sigra með uppgjafartaki. Þá er Gunn- ar líka handhafi mets er varðar bestu hittnina í þungum höggum, höggum með eitthvað á bak við sig, höggum sem valda skaða. „Við getum alveg sagt að um sé að ræða afar f lottan árangur hjá honum og það í sögulega samhengi. Það eina pirrandi við þetta er hins vegar að metið er varðar uppgjafar- tökin hefði átt að vera löngu komið hjá honum en fyrsti bardagi Gunn- ars í UFC, sem lauk með sigri hans með uppgjafartaki, fór fram í henti- vigt þar sem andstæðingur hans náði ekki vigt. Annars hefði Gunnar verið löngu búinn að ná þessu meti.“ Vill sjá Gunnar í búrinu í sumar Gunnar hefur nú unnið tvo bardaga í röð og sleppur óskaddaður úr bar- daganum við Barberena. Hvernig viltu sjá framhaldið hjá honum? „Ég veit alveg að akkúrat á þessari stundu nennir Gunnar ekki að vera að hugsa út í næsta bardaga sinn í UFC. Ég væri hins vegar helst til í að sjá hann taka bardaga bara strax í sumar, í júní eða júlí. Það er kominn á kreik orðrómur um bardagakvöld í Svíþjóð í sumar sem hljómar spenn- andi. Khamzat Chimaev, einn mest spennandi bardagamaður UFC, sem á tengingu til Svíþjóðar, segir Dana White, forseta UFC, hafa sagt við sig að bardagakvöld í Svíþjóð yrði á dagskrá í sumar. Það hljómar afar vel í eyrum okkar Íslendinga og við getum látið okkur dreyma um að sjá Gunnar á því bardagakvöldi og að hann snúi aftur í búrið sem fyrst.“ Eftir bardaga sinn gegn Barberena lét Gunnar hafa það eftir sér í viðtali að hann sæi fyrir sér titilbardaga í náinni framtíð. Er það raunhæfur möguleiki? „Það veltur á því hvernig fram- haldið horfir við honum og hversu aktífur hann vill vera. Nú hefur hann náð tveimur sigrum í röð en enn er hann ekki kominn í topp fimmtán sætin á styrkleikalista veltivigtardeildarinnar. Gunnar þarf að fá góða andstæðinga núna í framhaldinu til að geta klifrað upp listann en ég held að gamla góða klisjan eigi bara við hér, hann verður bara að taka einn bardaga í einu og sjá svo til. Ef maður ætti að teikna upp ein- hverja tímaáætlun í þessum efnum þá væri flott að sjá hann taka annan bardaga í sumar. Mæta síðan í næsta bardaga eftir það á fyrri hluta næsta árs, þá er Gunnar 35 ára að verða 36. Hann er ekkert með endalausan tíma í þessu en á sama tíma þá leit hann svo ótrúlega vel út í bardag- anum í London að maður heldur að hann eigi meira inni. Þetta var það f lottur sigur. Að vera 34 ára í UFC virkar kannski á mann eins og hann eigi lítið eftir af sínum ferli en núna finnst mér Gunnar bara aldrei hafa verið betri. Hann gæti átt inni þrjú mjög góð ár.“ Opnuðu augu Gunnars En af hverju er Gunnar á svona góðum stað á þessum tímapunkti síns ferils? Pétur Marinó bendir á einn þátt sem hann telur hafa haft mikil áhrif á þróun Gunnars. „Undanfarin f imm ár hefur Gunnar verið í styrktarþjálfun hjá Unnari Helgasyni og ég held að það hafi breytt miklu fyrir hann sem íþróttamann. Gunnar hefur alltaf verið náttúrulega sterkur en núna, þegar hann hefur verið að bæta við styrk sinn í gegnum þjálfunina hjá Unnari, hefur hann orðið enn sterkari með betra þol og snerpu. Það hefur verið ótrúlega áhugavert og gaman að fylgjast með þessari þróun hjá honum og maður sér að Gunnar er farinn að treysta skrokknum betur í sjálfum bardag- anum. Það hefur tekið markvisst átak hjá þjálfurum hans að opna augu Gunnars fyrir því að hann búi yfir þessum þáttum í sínu vopnabúri, að hann geti keyrt meira á þetta. Gunnar hefur einnig viðhaldið sér vel í gegnum þessi ár, hann hefur ekki tekið mikinn skaða á sig og tekið sér góðar pásur milli bardaga, hvort sem að hann hefur þurft þess eður ei. Þá finnst mér ég sjá það á Gunn- ari núna að honum líður einstak- lega vel, ekki að honum hafi liðið eitthvað illa í gegnum tíðina, hann virkar bara á mann sem mjög ham- ingjusamur maður. Það er alltaf góð blanda að vera hamingjusamur og vilja berjast, hafa ástríðu fyrir því sem maður er að gera.“ Geti orðið heimsklassa þjálfari Það var auðsjáanlegt í viðtali við Gunnar, í bardagabúr inu eft ir sigurinn á Barberena, hversu mikla ástríðu hann hefur fyrir því að þjálfa. Hvernig þjálfari er Gunnar og hvernig er að vera í kringum hann í Mjölni? „Það er auðvelt að sjá ástríðuna fyrir þjálfuninni hjá honum. Gunn- ar hefur mjög gott auga fyrir smá- atriðum, þá sérstaklega í glímunni. Þessi pínulitlu smáatriði sem maður hefði aldrei pælt sjálfur í en Gunn- ar er fljótur að koma auga á hjá iðk- endum í Mjölni, hvort sem það er í hefðbundnum jiu-jitsu tíma eða hjá keppnisliðinu, hann er góður að koma auga á hluti sem þarf að laga og góður í því að leiðbeina fólki.“ Það að leiðbeina fólki sé eitthvað sem Gunnar hafi orðið betri í með árunum. „Þegar Gunnar fór fyrst að þjálfa, fyrir einhverjum árum síðan, sótti ég sem venjulegur tvítugur iðkandi tíma hjá honum. Mér fannst oft erfitt að skilja það sem hann var að leiðbeina okkur með og hann átti kannski erfitt með að koma leið- beiningum rétt frá sér. Gunnar var á þeim tíma afar efnilegur og ungur bardagamaður og átti kannski erfiðara með að skilja af hverju allir náðu ekki að framkvæma það sem hann var að reyna að koma frá sér og gat sjálfur gert. Með árunum hefur hann orðið betri í þessu og fundið ástríðuna í því að miðla sinni reynslu, kenna eitthvað og sjá aðra framkvæma. Hann er að fá eitt- hvað meira út úr þeim hluta núna en hefur verið raunin áður.“ Pétur segir John Kavanagh, þjálf- arann reynslumikla sem er meðal annars með Gunnar Nelson og Conor McGregor á sínum snærum, hafa sagt að Gunnar geti orðið þjálf- ari í heimsklassa á þessu sviði. „Og gæti orðið það núna. John vill hins vegar ekkert missa Gunnar frá sér í það á þessari stundu, hann vill bara sjá Gunnar inni í búrinu fyrst hann er enn þá svona góður.“ Mætti tilbúinn til leiks Gunnar vakti á því athygli í við- tali eftir bardagann að hann hefði heyrt mun betur í þjálfurum sínum í bardaganum en áður hefur verið raunin. Til að mynda lék þjálfari hans, John Kavanagh, lykilhlutverk í því að Gunnar fór í aðgerðina, tutt- ugu sekúndum fyrir lok fyrstu lotu gegn Barberena. Gunnar „tuttugu sekúndur, högg og armbar“ kallaði John á Gunnar og Íslendingurinn fór eftir því. „Það spilaði, að mínu mati, eitt- hvað inn í þetta að Gunnar var búinn að hita svo ótrúlega vel upp fyrir þennan bardaga,“ segir Pétur Marinó um þetta tiltekna atvik. „Ég held að hann hafi aldrei tekið eins ákafa upphitun og núna í London, það var í raun eins og hann væri búinn með tvær lotur þegar hann steig inn í búrið. Það gerði það kannski að verkum að hann hafi verið svona extra tilbúinn og mót- tekið frekar skilaboðin frá þjálfur- unum og séð allt í kringum sig betur heldur en áður.“ Á fullt erindi á toppinn Bretinn Leon Edwards varði meist- arabeltið sitt í veltivigtardeildinni á bardagakvöldinu í London með sigri á Kamaru Usman. Edwards og Gunnar mættust í búrinu á sínum tíma og bar Edwards þá sigur úr býtum með klof inni dómara- ákvörðun. Gefur það Gunnari eitthvað að sjá hann núna á toppi deildarinnar, horfir hann núna og sér betur að hann eigi fullt erindi í þessa efstu menn? „Það gæti vel verið þannig. Ég held hins vegar að Gunnar viti, ég vona alla vegana að hann viti, að hann eigi fullt erindi í þessa gæja á toppnum. Gunnar hefur alltaf verið til í að mæta hvaða bardagamanni sem er og er hvergi banginn þegar kemur að þessum stóru nöfnum deildar innar líkt og Usman, Edwards eða Burns. Gunnar hefur alltaf trú á sínum eigin hæfileikum og að hann geti unnið hvern sem er á góðum degi. Það er bara stað- festing á færni Gunnars að menn- irnir sem hann hefur verið að tapa naumlega fyrir, Leon Edwards og Gilbert Burns, séu þarna ofarlega á styrkleikalista veltivigtarinnar.“ n Gunnar Nelson er á sigurbraut í UFC, tveir unnir bardagar í röð og sjálfstraustið í botni Fréttablaðið/ Getty 10 íþróttir FRÉTTABLAÐIÐ 24. mARs 2023 FÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.