Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 22
Árið 2015 bað
frænka mín mig að
gera Rice krispies-
kransaköku og ég sagði
já, þótt ég hefði aldrei
ráðist í slíkt
verkefni.
Í þessu tilviki
valdi ég lifandi
og fersk blóm, það er
eitthvað svo róman-
tískt og fagurt við að
skreyta kökur með
fallegum blómum.
Sjöfn
Þórðardóttir
sjofn
@frettabladid.is
Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir,
sælkeri og matarbloggari
sem heldur úti bloggsíðunni
Döðlur & smjör, hefur mikla
ástríðu fyrir því að töfra fram
ljúffengar og fallegar kræs-
ingar sem gleðja bæði auga
og munn, nú þegar ferming-
artímabilið er yfirstandandi
og það styttist óðum í súkku-
laðihátíðina miklu.
Kransakökur eru mjög vinsælar í
fermingarveislum og ein sú vin-
sælasta er Rice krispies-kransa-
kakan. Það eru einhverjir töfrar
við súkkulaði og Guðrún Ýr er svo
sannarlega með puttann á púlsin-
um þegar kemur að því að galdra
fram þessa vinsælu kransaköku
þar sem Rice krispies og súkkulaði
leika aðalhlutverkið. Guðrún Ýr
toppar síðan kökuna með sínum
fallegu blómaskreytingum sem
fanga og gleðja gestsaugað.
Fyrir átta árum fyrst
„Árið 2015 fékk ég fyrirspurn frá
frænku minni um að gera svona
Rice krispies-kransaköku og
auðvitað sagði ég já, þótt ég hefði
aldrei ráðist í slíkt verkefni. Kakan
kom mjög vel út og frænkan var
alsæl. Ég gróf því á dögunum upp
mynd af henni einhvers staðar í
safninu mínu og ákvað að skella
aftur í þessa. Staðreyndin er sú
að átta árum seinna eru þessar
kransakökur enn jafn vinsælar,
enda skil ég það – það finnst f lest-
um Rice krispies-kökur góðar,“
segir Guðrún Ýr.
Hún leggur líka mikið upp úr
því að skreyta kökuna fallega.
„Í þessu tilviki valdi ég lifandi
og fersk blóm, það er eitthvað
svo rómantískt og fagurt við að
skreyta kökur með fallegum
blómum.“
Guðrún Ýr deilir hér með les-
endum þessari dýrðlegu uppskrift
sem enginn Rice krispies- eða
súkkulaðiaðdáandi má láta fram
hjá sér fara. Nú er bara að skella í
eina.
Fyrir áhugasama er hægt að
fylgjast með blogginu hennar
Guðrúnar Ýrar á dodlurogsmjor.is
og Instagram-reikningi hennar
@dodlurogsmjor.
Rice krispies-kransakaka
500 g suðusúkkulaði frá Nóa Síríusi
150 g smjör
1 dós síróp (þessi græna klassíska)
½ tsk. salt
300 g Rice krispies
Rice krispies-kransakaka sem fangar gestsaugað
Guðrún Ýr hefur
mikla ástríðu
fyrir því að töfra
fram ljúffengar
og fallegar
kræsingar. Rice
krispies-kransa-
köku gerði
hún fyrst fyrir
átta árum fyrir
frænku sína.
MYNDIR/AÐSENDAR
Setjið saman í pott suðusúkku-
laði, smjör, síróp og salt og bræðið
saman á miðlungshita. Þegar allt er
bráðnað vel saman vigtið þá Rice
krispies og blandið saman við.
Takið þá kransakökumótin og
spreyið með PAM-spreyi, byrjið á
því að gera ysta og innsta hring-
inn, svo þarf að losa þá frá og gera
miðjuhringinn seinast. Gott er að
vera í einnota hönskum og spreyja
PAM einnig á hendurnar. Kemur
í veg fyrir að blandan festist við
hanskana og gerir auðveldara fyrir
að móta hringina.
Byrjið á því að taka smávegis
og setja formin, einn hring í einu.
Reynið að hafa hringina jafna á
hæð og breidd. Gott er að kæla
formin áður en hringirnir eru
losaðir frá, gerir það auðveldara
að losa þá. Losið hringina frá
með því að stinga óbeittum hníf
með fram forminu smátt og smátt
á hverjum stað allan hringinn
þangað til að hann losnar.
Samsetning
100-150 g suðusúkkulaði
Bræðið súkkulaðið. Finnið til
disk til að hafa kökuna á og setjið
örlítið súkkulaði undir fyrsta
botninn til að festa hann við disk-
inn. Svo er gott að setja smá rönd
af súkkulaði ofan á hvern hring og
staðsetja næsta hring ofan á og koll
af kolli. Skoðið kökuna reglulega
í ferlinu, til að passa upp á að hún
sé eins bein og hægt verður. Leyfið
súkkulaðinu að harðna og skreytið
síðan að vild. Að þessu sinni nota
ég fersk blóm. n
Rice krispies-kransakakan er fagurlega skreytt með
lifandi blómum og súkkulaðikeimurinn laðar.
4 kynningarblað A L LT 24. mars 2023 FÖSTUDAGUR