Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.03.2023, Blaðsíða 1
| f r e t t a b l a d i d . i s | Frítt 2 0 2 3 KYNN INGARBL AÐALLT FÖSTUDAGUR 24. mars 2023 Mugison stígur á stokk í hádeginu í dag í hátíðarsalnum í Aðalbyggingu Háskóla Íslands. Mynd/aðsend jme@frettabladid.is Hvað er betra en að skella sér á ljúfa tónleika í hádegispásunni á fallegum vordegi? Líklega ekkert. Hinni metnaðarfullu Háskóla- tónleikaröð vindur áfram þetta vorið og mun Mugison, öðru nafni Örn Elías Guðmundsson, heiðra eyru og sálartetur hlustenda í dag, föstudaginn 24. mars, klukkan 12.15 í hátíðarsal Aðalbygg- ingar Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin. Fyrir þau sem hafa ekki tök á að fara á staðinn og berja goðið augum eru tónleikarnir einnig sendir út í streymi á livestream.com/hi. Tónlist fyrir öll Mugison þarf vart að kynna en allt frá því hann steig fram full- skapaður með plötunni Lonely Mountain árið 2002 hefur hann átt hug og hjörtu þjóðarinnar. Háskólatónleikaröðin hóf göngu sína með nýjum áherslum haustið 2020 og hafa listamenn af ýmsum toga troðið upp. Umsjónarmaður tónleikaraðarinnar og listrænn stjórnandi er doktor Arnar Eggert Thoroddsen. Að sögn styðst hann við slagorðið „Háskóli fyrir alla – tónlist fyrir alla“ og er myndast við að endurspegla það í dagskránni. Tónleikarnir í dag verða aðgengi- legir á upptökuformi á vefnum hi.is/haskolinn/haskolatonleikar en þar má einnig nálgast upptökur af fyrri Háskólatónleikum. n Hádegistónleikar Háskóla Íslands Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Ingrid Kuhlman og Helga Marín Bergsteinsdóttir hafa lengi starfað saman og kennt fólki að skapa sér sína eigin hamingju. FRÉTTaBLaðIð/ eRnIR Hefur skapað sér sitt draumalíf Helga Marín Bergsteinsdóttir bjó í Dúbaí í 15 ár, rak þar fyrirtæki og kenndi námskeið um bætta heilsu og betri líðan. Ísland togaði í hana og þá kynntist hún jákvæðustu manneskju sem hún þekkir, Ingrid Kuhlman. Saman hafa þær deilt boðskapnum um jákvæða sálfræði. 2 KYNN INGARBLAÐ FÖSTUDAGUR 24. mars 2023 Allt fyrir hótel og veitingahús Ellen Dröfn fannst vanta þjónustu fyrir hótel á Íslandi og ákvað að stofna eigið fyrirtæki, Allt fyrir hótel. Fyrirtækið hefur vaxið og dafnað frá árinu 2017 þegar það var stofnað. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Býður hágæða vörur fyrir hótelherbergi Allt fyrir hótel er heildsala sem sérhæfir sig í vörum fyrir hótel og gististaði af öllum stærðum. Fjölbreytt úrval af sængurfatnaði, dúkum, handklæðum, handsápum og baðvörum í mörgum gerðum ásamt áfyllingum. 2 HALLDÓR | | 8 PONDUS | | 14 Íslenskan veitir vörn á netinu 5 9 . t ö L U b L A ð | 2 3 . á R g A N g U R | íþróttir | | 10 LíFið | | 18 Fréttir | | 4 tímamót | | 12 Pressa að vera sonur Ladda Hjartað sló hratt í helgarneyslu Gunnar aldrei verið betri F ö S t U D A g U R 2 4 . m A R S| Tekin verður ákvörðun um framtíð blóðmera- halds árið 2025. N Ó I SÍ R Í U S N Ó I S Í R Í U S Vinirnir Arnar Magni, Andri Pétur, Kristófer Nökkvi, Garðar Breki, Sigurður Logi og Alexander Logi úr Engjaskóla hafa varið síðustu mánuðum í smíðar á þessu flotta trjáhúsi við Reynisvatn. Aðspurðir hvað hafi verið erfiðast við smíðina segja þeir veðrið hafa verið krefjandi en að verkið hafi gert vinskapinn betri og nú séu þeir nánari. FréttabLaðið/anton FiSkeLDi Framleidd verða 40.000 tonn af laxi þegar uppbyggingu Samherja fiskeldis lýkur á Reykja- nesi. 100 störf skapast. Hluti afurð- anna verður fluttur út með flugi og mikill aðflutningur í formi fóðurs og fleiri þátta. Heildarþyngd árlegra flutninga er áætluð 100.000 tonn. „Þetta kallar á endurhönnun og styrkingu vegakerfisins til og frá þessu svæði,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykja- nesbæ. „Það samtal er hafið milli okkar og ríkisins. Við þurfum að koma þessu inn á samgönguáætl- un.“ Sjá Síðu 6 Styrki vegakerfið vegna risafiskeldis Erlendir hagsmunaaðilar eru sagðir beita sér gegn banni við blóðmerahaldi á Íslandi. kristinnhaukur@frettabladid.is Dý R Av e R N D D ý r aver ndu na r- samtökin Animal Justice segja að erlendir svína- og sauðfjárrækt- endur þrýsti á þingmenn hér að samþykkja ekki bann við blóðmera- haldi og erlend lyfjafyrirtæki beiti sér fyrir mildara orðalagi í lögum. Blóðmerahald var í deiglunni 2021 eftir að svissnesk dýravernd- unarsamtök birtu myndband sem sýndi blóðtöku úr fylfullum merum. Úr blóðinu er framleitt frjósemislyf fyrir svína- og nautgriparækt. Sumarið 2022 ákvað Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra að breytingar yrðu gerðar á fyrirkomu- laginu en blóðmerahald yrði áfram leyft til ársins 2025. Að lokum yrði lagt mat á hvort blóðmerahald verði leyft áfram eða ekki. Lyfjafyrirtæki þrýsta á alþingismenn „Hagsmunahópar sauðfjár- og svínabænda frá Frakklandi, Spáni, Ítalíu og f leiri löndum eru þegar farnir að þrýsta á íslenska þing- menn að koma í veg fyrir bannið,“ skrifar Dan Howe, markaðsstjóri Animal Justice, sem hafa höfuð- stöðvar í Kanada. „Og lyfjafyrirtæki eru að vinna að því að milda orðalag löggjafarinnar.“ Kalla samtökin eftir því að blóð- merahald verði bannað, bæði á Íslandi sem og annars staðar. n LOFtSLAgSmáL Lilja Dögg Alfreðs- dóttir, menningar- og viðskipta- ráðherra, fer til Brussel eftir helgi til að funda með fulltrúum Evrópu- sambandsins um hækkun kolefnis- skatta ESB af flugi sem Ísland þarf að óbreyttu að undirgangast. „Þetta er stærsta hagsmunamál fyrir Ísland á síðari árum,“ segir Lilja. „Við höfum ekki sömu mögu- leika og aðrar þjóðir á umhverfis- vænum kostum“ segir Lilja. Sjá Síðu 4 Lilja vill telja ESB hughvarf í Brussel Lilja Alfreðs- dóttir, menning- ar- og viðskipta- ráðherra Vinirnir í trjáhúsinu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.